Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 5
ÁVARP FORMANNS LMFÍ
Að lokum
er komið að því að kveðja starf for-
•nanns Ljósmæðrafélags íslands sem ég
hef nú gegnt í 3 ár.
Það var af bjartsýni og áhuga sem ég
bauð mig fram í þetta starf vorið 2002
°g hlaut til þess stuðning meirihluta
Ijósmæðra á aðalfundi félagsins sem
haldinn var að Löngumýri í Skagafirði
það vor. En áhugi og bjartsýni duga
ekki alltaf til, allt er í heiminum hverf-
ult og lífið tekur stundum óvænta
stefnu. Því varð seta mín í þessu starfi
skemmri en ég hafði ætlað mér.
Það hefur verið á við góðan skóla að
takast á við þetta starf og hafa kennar-
arnir verið hver öðrum betri. Má þar
nefna frábært samstarf við önnur félög
tnnan sama vettvangs og einnig sam-
skipti við bæði stjórn og starfsfólk hjá
BHM. En þar á bæ er valinn maður í
hverju rúmi og geta ljósmæður farið að
hlakka til að komast undir sama þak og
Þau þegar skrifstofa félagsins flytur í
sameiginlegt húsnæði með nærri öllum
BHM félögum.
Starfsemin innan félagsins hefur líka
verið með miklum blóma og ber að
þakka þeim ljósmæðrum sem hafa lagt
Slg fram um að gera starfsemi félagsins
öfluga.
A þessu tímabili hafa komið góðir
Ólafía M. Guðmundsdóttir;
formaður LMFI
gestir til okkar og borið með sér ferska
vinda inn í umræðuna, má þar nefna
Inu May Gaskin sem kom haustið 2003
og einnig þá frábæru fyrirlesara sem
komu á norrænu ljósmæðraráðstefnuna
vorið 2004. Ljósmæður hafa ekki hikað
við að taka þátt í umræðu um þau mál
sem máli skipta og er það vel. Það þarf
alltaf að skapa vettvang fýrir opna og
málefnalega umræðu um fagleg mál-
efni. Það er nauðsynlegt að ljósmæður
staldri við og hlusti eftir viðhorfum
hverrar annarrar og taki afstöðu til mál-
efna á faglegum grunni.
Kjarasamningar voru gerðir í vetur
og var að þessu sinni haft samráð við
önnur BHM félög sem að vísu voru
ekki öll með en það tókst sem aldrei
hefur áður tekist; að fá bættan tímann
sem leið frá því að kjarasamningur rann
út þar til nýr tók gildi. Ekki voru allir á
einu máli um ágæti þessa samnings en
mikill meirihluti samþykkti samning-
ana á þeirri forsendu að í þeim fælist
von um möguleika á betri kjörum þeg-
ar ný launatafla tekur gildi á næsta ári.
Samskipti við félagsmenn hafa verið
mér mikils virði og er ég þakklát þeim
fyrir gott samstarf og ekki síst stuðning
við mig á erfiðum tímum.
Þær Ijósmæður sem hafa skipað
stjórn á þessum tíma hafa verið ómet-
anlegur bakhjarl í hverju því sem
stjórnin þurfti að takast á við. Þeim
þakka ég gott samstarf og dyggan
smðning.
Ég óska ljósmæðrum til hamingju
með nýjan formann og óska Guðlaugu
Einarsdóttur, nýkjörnum formanni
Ljósmæðrafélags íslands velfarnaðar í
starfi.
Með bestu kveðjum og þakklœti,
Ólafia M. Guðmundsdóttir
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
ÚTFARARSTOFA
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Ljósmæðrablaðið júní 2005 5