Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 8
Eg er nú eiginlega meira hrædd við hundana á leiðinni hingað á spítalann en við sjálfa fæðinguna... Fœðingin hafði verið auðveld. Akort- alik hafði verið varkár á meðgöngunni og reynt að koma í vegfyrirþað að gera nokkuð sem gœti framkallað erfiða fœð- ingu. Hún hafði m.a. lítið unnið, hafði einungis borðað kjöt sem eiginmaður hennar hafði veitt og stœrstan hluta meðgöngunnar hafði hún borðað fisk, sem hún sjálf hafði veitt í gegnum vök- ina. Þar sem þetta var hennar fyrsta barn, hafði hún ekki borðað eða drukk- ið utandyra og hún notaði einungis eig- in drykkjarílát. Auk þess hafði hún um hálsinn leðurband sem báru „amúlett- ur“ sem voru henni mjög mikilvcegar. Amúletturnar voru m.a. hérahöfuð, sem hafði þann eiginleika að barnið myndi fá fallegt og lítið nef eins og hérinn, rjúpnahöfuð og rjúpnafótur sem myndi leiða til þess að barnið yrði létt á fœti og höfuð af dýri sem fœðir lítil börn, sem myndi leiða til þess að hún sjálf myndi fœða lítil börn. Fœðing stórra barna var nefnilega bæöi sársaukafull og hættuleg. Strax að fœðingu lokinni fékk litla stúlkan nafn. Hún var látin heita eftir látinni ömmu sinni, Natu. Bútur af naflastrengnum var tekinn til að setja í amúlettuhálsmen barnsins. Eldri systir Susanne á fjórum fótum í foreldrafrœðslu. Steinunn Blöndal Ijósmóðurnemi við H.l. Akortaliks hafði haldið á þvagílátinu yfir höfði Akortalik í sjálfri fœðingunni, sem auðveldaði henni að takast á við verki og erfiði fæðingar. Allt hafði gengið vel og þess vegna var litla stúlk- an svona falleg og velkomin, þótt hún hefði ekki verið drengur.' Hvað erTasiilaq? Hluti af starfsnámi í ljósmóðurfræðum fer fram á „framandi slóðum“, íslensk- um sem erlendunt, fjarri tækniumhverfi Kvennadeildar LSH. Undanfarin ár hafa nokkrir ljósmóðurnemar farið í víking til Norðurlanda og í upphafi þessa árs slóst ég í hóp þessara nema og hélt í starfsnám út fyrir landsteinana. Ég ákvað hins vegar að breyta lítils háttar út af venjunni og fór ekki til suð- urs heldur í norðvesturátt til Græn- lands. Fyrsti áfangastaður var Kulusuk á austur-Grænlandi og þaðan var ferð- inni heitið með þyrlu til bæjarins Tasi- ilaq. Á þyrlustæðinu tók á móti mér Susanne I loud, sem er dönsk ljósmóðir sem hefur unnið í Tasiilaq sl. ár. Sus- anne hefur kornið víða við í starfi sínu sem ljósmóðir. Hún vann nt.a. á Nýja- Sjálandi og i Kanada og starfaði í nokk- ur ár við Alþjóða Heilbrigðismálastofn- unina (WHO). Hún sinnti einnig hefð- bundnum og óhefðbundum ljósmóður- störfum í Danmörku og á árunum 1998- 2003 var hún rektor ljósmóðurskólans í Kaupmannahöfn. Á sl. ári bauðst henni staða ljósmóður á Grænlandi. Hún lét þá gamlan draum rætast, sagði upp starfi sínu sem rektor og ákvað að sinna aftur „raunverulegum“ ljósmóðurstörf- um. Hún er með fastan samning við sjúkrahúsið í Tasiilaq til a.nt.k. þriggja ára og líkar vel. íbúar Tasiilaq eru um 1600 talsins og hin fimm þorpin í kring hafa samanlagt svipaðan íbúafjölda, þannig að þjón- ustusvæði spítalans telur rúmlega 3200 ntanns. Á veturna er helsta samgöngu- leið milli staða með þyrlu. Yfir erfið- ustu og þyngstu vetrarmánuðina er flogið tvisvar í viku á milli staða, en oft er alveg ófært vegna veðurs. Á veturna er einnig mögulegt að fara með hunda- sleða yfir ísiþaktan Qörðinn, en sl. 2 ár hefur fjörðurinn frosið mun seinna en áður og er líklegt að hlýnandi veðurfar sé að hafa varanleg áhrif á þessu svæði- Tasiilaq líkist öðrum grænlenskurn bæjum í ásýnd, þar sem litadýrð lítílla timburhúsa fær að njóta sín í kyrrð og vetrarhörkum. í mörgum tilfellum búa fleiri kynslóðir saman í þessum litlu húsum og fyrir utan standa sleðahundar hlekkjaðir við húsin. 8 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.