Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 14
Notkun hjartsláttarrita
í fæðingu
Inngangur
Eins og áður hefur verið valin dœmi-
saga úr dagbók Ijósmóðurnema til að
birta í Ljósmœðrablaðinu sem felur í
sér gagnrýna íhugun ístarfi Ijósmóöur-
innar. Iþetta sinn er umrœðuefnið notk-
un mónitora í fœðingu eins og þeir eru
kallaðir í daglegu tali eða hjartsláttar-
rita á góðri íslensku. Margar spurning-
ar hafa vaknað um gagnsemi hjartslátt-
arritunar í fæðingu þar sem hjartslátt-
arrit gefi ekki alltaf rétta mynd af líðan
barnsins í fœðingunni og túlkun þeirra
getur verið bœði fölsk jákvœð og nei-
kvœð. Rannsóknir hafa einnig bent til
þess að síritun I fæðingum trufli eðli-
legt fœðingarferli, geti valdið óþarfa
inngripum og aukið keisaratíðni.
Einnig hefur komið fram að hléritun og
hlustun Ijósmóður í yfirsetunni sýni
jafn góðan árangur hvað varðar heil-
brigði barnanna og síritun.
Fjallað er um verklagsreglur fœð-
ingadeildar LSH sem œttu fyrst og
fremst að vera leiðbeinandi en ekki vera
reglur. Höfundur telur að þœr þyrfti
endurskoða til samræmis við rann-
sóknaniðurstöður og til að trufla sem
minnst lífeðlislegt ferli fœðingarinnar.
Öryggi I fœðingum felst líka I yfirsetu
Ijósmóðurinnar hjá konunni, þar sem
hún getur notað innsœisþekkingu og
faglega fœrni til að meta á hvern hátt
best sé að fylgjast með líðan barns í
fœðingunni.
Ólöf Asta Ólafsdóttir,
lektor og námsstjóri
náms í Ijósmóðurfrœði.
Dagbókarverkefni þetta fjaliar um
notkun mónitora eða hjartsláttarrita í
fæðingu. Ástæðan fyrir því að þetta
viðfangsefni er valið er margþætt. í
fyrsta lagi er það vegna þeirra tilfinn-
inga sem ég ber til þessa tækis. í upp-
liafi námsins stóð ég sjálfa mig að því
að vera alltof upptekin af mónitornum
og ritinu og lagði allt mitt traust á það.
Ég varla þorði að taka konurnar úr því.
Sennilega hefur það verið vegna óör-
María Egilsdóttir;
Ijósmóðurnemi við H.l.
yggis míns og hversu nýtt þetta var allt
fyrir mér. Nú er staðan hins vegar sú að
hjartsláttarritun í fæðingunni hefur
truflandi áhrif á mig og mér finnst kon-
ur alltof mikið hafðar í riti í eðlilegum
fæðingum.
Önnur ástæða fyrir valinu er að mér
finnst að hjartsláttarritun í fæðingu hafi
truflandi áhrif á konuna sjálfa og maka
hennar þar sem þau eru oft á tíðum
mjög upptekin af því að velta sér upp úr
ritinu ekki endilega af hjartslætti barns-
ins heldur einnig styrk hríðanna og
miklar vangaveltur um það hversu hátt
tölurnar á hríðamælinum komust upp í.
Þetta er ef til vill ekkert skrýtið því fólk
festist í því að stara á tækið þar sem
konan er „fost“ á sama stað í langan
tíma meðan hún er í ritinu.
Þriðja og síðasta ástæðan fyrir valinu
er að reynsla mín af hjartsláttarriti í
fæðingu hefúr sýnt sig að gefi ekki
alltaf rétta mynd af líðan bamsins og
hvernig hún er eftir fæðinguna. Máli
minu til stuðnings ætla ég að flétta sam-
an sögum af þrernur fæðingum sem ég
tók þátt í og vöktu mig til umhugsunar
um það hvort maður leggi ekki alltof
mikið traust á tækið og gleymi að horfa
á heildarmyndina og nota innsæið sem
ég veit að við flestar búum yfir.
Dæmin sem tekin verða fýrir eru af
tveimur fullmeðgengnum frumbyrjum
á svipuðum aldri sem báðar komu inn á
fæðingardeild í sjálfkrafa sótt. Með-
ganga beggja var eðlileg og allt hafði
gengið vel. Til þess að styrkja mál mitt
langar mig einnig að ræða lítillega um
heimafæðingu sem ég fékk að vera við-
stödd en þar var kona að fæða sitt þriðja
barn.
Fæðingarsögur til
að læra af
Dæmi 1.
Fyrri frumbyrjan var í hörku gangi þeg-
ar ég mætti á morgunvakt. Hún hafði
komið á fæðingardeildina um klukkan
sjö með hríðar á 3-4 mín. fresti. Komu-
rit var „reactivt“ og allt leit vel út. Út-
víkkun var um það bil 4 cm, legháls
fúllstyttur og mjúkur. Með konunni í
fæðingunni var kærasti og móðir henn-
ar. Hún hafði fúllkomna stjóm, var
róleg og yfirveguð og náði góðri slök-
un. Hún sat lengst af í hægindastólnum
og spjallaði við okkur en milli þess stóð
hún upp og ruggaði sér í lendunum
(eins og í „Adam átti syni sjö“). Annað
slagið hlustaði ég hjartslátt bamsins
með doptone og var hjartslátturinn góð-
ur og greinilegt að barninu leið vel.
Þegar leið á morguninn urðu hríðarnar
þéttari og studdist konan við glaðloftið
í hríðunum og virtist það duga henni
vel. Þegar tært legvatn fór að renna
ákvað ég að setja hana í rit og fá smá
„bút“. Ritið var fínt. Stuttu seinna finn-
ur hún fyrir þrýstingi niður og á erfiú
með að vera í rúminu. Við skoðun er út-
víkkun nánast lokið og konan byijar að
rembast með í hríðum. Hún rembist til
að byrja með standandi og hallar sér
fram á fæðingarrúmið. Ég hafði hana i
riti eins og lög gera ráð fyrir en upP'
götva ekki fyrr en umsjónarljósmóðirin
kemur inn og konan búin að rembast i
nokkra stund, að ég hafði alveg gleymt
að horfa á það. Þegar ég leit á ritið sá ég
að aðeins var farið að bera á 1° dýfum
sem jafna sig strax milli hríða. Ég varð
14 Ljósmæðrablaðið júnf 2005