Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 40
SAMEIGINLEG YFIRLÝSING UM 3 STIG FÆÐINGAR Sameiginleg yfirlýsing Alþjóðasamtaka Ijósmæðra (ICM) og Alþjóðasamtaka kvensjúkdóma- og fæðingarlækna (FIGO) 2003. Meðferð þriðja stigs fæðingar til að koma í veg fyrir blæðinsu eftir burð ICM (International Confederation of Midwives) og FIGO (Federation Internationale de Gynecologie et Obstctriquc) eru lykilaðilar í al- heimsátaki um aukið öryggi í fæðing- um sem ncfnist „Safe Motherhood“. Tilgangur þess er að draga úr mæðradauða og veikindum mæðra hvarvetna í heiminum. Stefnuyfirlýs- ing samtakanna um þetta verkefni felur í sér sameiginlegar skuldbind- ingar til að stuðla að heilbrigði, mannréttindum og velferð allra kvenna, sérstaklega þeirra sem eru í mestri hættu á að deyja eða veikjast vegna barnsburðar. FIGO og ICM styðja inngrip sem sannast hefur að eru áhrifarík og sem með réttri notk- un og upplýstu samþykki geta dregið úr dánartíðni mæðra og minnkað veikindi fæðandi kvenna í heiminum. Alvarleg blæðing á meðgöngu eða eftir fæðingu er ein megin ástæða mæðradauða í heiminum, einkum við eða fljótlega eftir fæðinguna. Meira en helmingur alls mæðradauða verður inn- an 24 klukkustunda frá fæðingu, yfir- leitt vegna mikillar blæðingar. Hver og ein þunguð kona getur lent í lífshættu vegna mikils blóðmissis við fæðingu. Konum sem þjást af blóðleysi er sér- staklega hætt, þar sem þær þola jafnvel ekki vægan blóðmissi. Fylgjast þarf náið með öllum konum fyrstu klukku- stundirnar eftir fæðingu og ef nauðsyn- legt er veita meðferð til að koma þeim í líkamlegt jafnvægi. Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem fyrir liggja um meðferð þriðja stigs fæð- ingar, eru FIGO og ICM sammála um að sannað sé að virk meðferð á þriðja stigi fæðingar dragi úr tilvikum afbrigðilegra blæðinga eftir burð (postpartum hemorr- hage), magni blóðmissis og fjölda þeirra sem þurfa á blóðgjöf að halda. Því ætti að bjóða konum virka meðferð á þriðja stigi fæðingar þar sem það dregur úr hættu á blæðingu eftir burð vegna samdráttarleysis í legi. Virk meðferð á þriðja stigi fæðingar samanstendur af inngripum sem ætluð eru til að auðvelda fylgjufæðingu með því að auka samdrætti í leginu og koma í veg fyrir afbrigðilega blæðingu eftir burð með því að varna samdráttarleysi í legi. Hefðbundnu þættirnir eru m.a. að: • Gefa samdráttarörvandi lyf. • Beita stjórnuðu naflastrengstogi. • Nudda legið eftir fylgjufæðingu eins og þörf er á. Hver sá sem er viðstaddur fæðingu þarf að hafa þá þekkingu, hæfni og dómgreind sem nauðsynleg er til að beita virkri meðferð á þriðja stigi fæð- ingar, ásamt aðgangi að nauðsynlegum úrræðum og búnaði. í þessu samhengi hafa fagsamtök í hverju landi mikilvægu og sameigin- legu hlutverki að gegna í: • Málsvörn fyrir að konur fái umönn- un fagfólks við fæðingu. • Utbreiðslu þessarar yfirlýsingar til allra meðlima fagfélaga heilbrigðis- starfsfólks, til að greiða fyrir ffam- kvæmd yfirlýsingarinnar. • Fræðslu til almennings um nauðsyn þess að koma í veg fyrir og með- höndla blæðingu eftir barnsburð. • Birtingu yfirlýsingarinnar í fagtíma- ritum, fréttabréfúm og á vefsíðum á starfsvettvangi lækna, ljósmæðra og fæðinga- og kvensjúkdómalækna. • Skoða hvort lagaleg mörk eða aðrar hindranir torveldi fyrirbyggjandi meðferð og rétta meðhöndlun á blæðingu eftir barnsburð. • Taka virka meðferð á þriðja stigi fæðingar inn í klínískar leiðbeining- ar og verklagsreglur, eins og við á. • Bæta virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar inn í námsefni fyrir allt fagfólk sem kemur að fæðingum. • Samstarfi við lyfjaeftirlit, löggjafa og aðra stefnumótandi aðila til að tryggja að fúllnægjandi birgðir af samdráttarörvandi lyfjum og sprautubúnaði séu til staðar. Meðferð þriðja stigs fæðing- ar til að varna blæðingu eft- ir burð: Hvernig nota skal samdráttarörv- andi lyf • Innan mínútu eftir fæðingu barns, ætti að þreifa kviðinn til að útiloka fleiri börn og gefa síðan oxýtósín, 10 einingar, í vöðva. Oxýtósín er æski- legra en önnur samdráttarörvandi lyf af því það er virkt 2-3 mínútum eftir gjöf, hefúr lágmarks aukaverkanir og má gefa öllum konum. • Ef oxýtósín er ekki til staðar, er hægt að nota önnur samdráttarörvandi lyf eins og: ergómetrín 0,2 mg í vöðva, blöndu oxýtósíns og ergómetríns (Syntometrine®) (1 lykja/ampúlla)1 vöðva eða mísóprostól (Cytotec®) 400-600 míkróg gefið um munn. Aðeins ætti að gefa mísóprostól uffl munn ef aðstæður eru þannig að ör- ugg gjöf og/eða viðunandi geymslu- aðstæður fyrir oxýtósín eða ergó- metrín í sprautuformi eru ekki til staðar. • Samdráttarörvandi lyf þarf að geyma við réttar aðstæður: • Ergómetrín: við 2-8°C, fjarri ljósi og má ekki frjósa. • Mísóprostól: við herbergishita, 1 lokuðum umbúðum. 40 Ljósmæðrablaðið júm' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.