Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 49

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 49
María með Ijósubömin Svein og Guðríði á fermingardaginn. Maríu ljósu á þann hátt að hún hefði Vei'ið „ sterkur persónuleiki, bráðgreind °g frábær að dugnaði...“ Fyrir nær hálfri öld hitti ég Maríu Ijósu fyrst. Það var þegar ég flutti til Sauðárkróks árið 1960 með fjölskyldu minni frá Svíþjóð. Ég var að verða \ fimm ára og ég átti einn bróður á öðru ari. Maria tók á móti tvíburasystkinum mínum, sem bæði voru 14 marka, fljót- iega eftir komu okkar á staðinn. María bar virðingu fyrir börnum og vildi að fólk ætti þau sem flest. María Passaði okkur systkinin þegar mamma °g pabbi fóru á ball. Við hlökkuðum alltaf til, því þá var svo gaman hjá okk- Ur Kalla og tvíburunum. Hún spilaði við okkur og byggði með okkur hús og háa turna úr spilunum, leyfði okkur að gfeiða og flétta hennar síða hár. Og hún sagði okkur sögur og kenndi margt. Sagnabrunnurinn var oft garðurinn hennar á Suðurgötunni, þar sem þrestir verptu, fóru í berin og áttu í baráttu við ketti. Sögur hennar voru gjarnan um ðýr. Ég man eftir sögu af grárri fallegri ^isu sem gaut mörgum kettlingum og ffásögnin var um hvernig þeir færu all- lr á spena og hvernig kisa þvæði þeim öllum. María gat verið hvatvís, hún hafði skoðanir og lét þær í ljósi. Hún kenndi mér margt sem barni, t.d. það að manni ®«i ekki að vera sama um hvað maður vddi, maður ætti að segja frá því. ^annig svaraði hún mér og Lollu vin- konu minni þegar við vorum í heim- sokn hjá henni og gátum ekki svarað einfaldri spurningu um hvort við vild- Urn djús eða mjólk; okkur var sama. fetta atvik stendur ljóslifandi í minn- lngunni og kemur upp aftur og aftur, kannski þegar mér finnst ég ekki hafa komið vilja mínum á framfæri. Þannig •T'iðlaði María líka af reynslu sinni um Ijósmóðurstarfið löngu síðar, þegar ég 'eysti hana af í nokkrar vikur á Krókn- um. I minningunni er María sterk kona. 'ffir henni er birta og í vinnunni bar kún hvítan faldinn og þannig sé ég hana fyrir mér. Hún kom oft við heima, fyrst ól að vigta og seinna fékk hún barnafot ttl að gefa annarri móður sem á þurfti að halda. Það var alltaf gaman að hlusta a hvað þær mamma voru að tala um og eg held að ég hafi aldrei vikið frá þeim ttl að fara út að leika. , Eg var svo heppin að eiga kindur hjá Afna og Rannveigu Hansen sem voru ’tteð fjárbúskap rétt við sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þar sem ég átti heima. Stundum kölluðu þau á Maríu til að hjálpa við sauðburðinn. Þessir vinir mínir hafa einnig hafa kvatt þennan heim fyrir meira en áratug. Blessuð sé minning þeirra. Árni var nákvæmlega 50 árum eldri en ég og hefði orðið 100 ára 19. desember á þessu ári og töluð- um við oft um þessi tímamót í lífi okk- ar. Auðvitað var ég af lífi og sál í sauð- burðinum á vorin, sat yfir og hljóp svo og hringdi og lét vita þegar einhver var að bera og stundum hjálpaði ég til, af því ég var með svo litla hendi, ef vit- laust bar að. Var svo með í heyskap á sumrin. Eitt sumarið kallaði María ljósa í mig þar sem ég var á leið heim, beint úr heyskapnum. Erindið var að kynna mig fyrir dótturdóttur sinni sem var ný- fædd. Hún stóð í dyrunum á sjúkrahús- inu og færði mér bamið í hendur. Eins og gefur að skilja hafði þetta mikil áhrif á mig níu ára stelpuna. Ég man þessa stund eins og hún hefði gerst í gær, gleðin að vera með þeim þarna í sumar- birtunni, lyktin, kyrrðin - allt er þetta sveipað hugarljóma. Það er erfitt að segja hvað veldur starfsvali, en líklega hafði María áhrif á mitt val, kannski var þarna ómeðvitað, komin í barnsvitundina hugsunin um að vilja verða ljósmóðir. Það er óhætt að segja að María ljósa hafi sett svip á bæinn Sauðárkrók, þar sem hún gekk um allt í hvaða veðri sem var. Og eins og þessi sama dótturdóttir sem nú er hjúkrunarfræðingur sagði í minningargrein í Morgunblaðinu, þá einkenndist lífið á heimili hennar á Suðurgötu 9 af ... „ljósmóðurstarfi ömmu, mikið var um gestagang og amma oft kölluð út í vitjanir og fæðing- ar á öllum tímum sólarhringsins. Ekki var leitað til ömmu aðeins sem ljós- móður heldur einnig sem hjálparhellu í nauðum margra og brást hún alltaf skjótt og vel við og leysti hvers manns vandræði eftir bestu getu“. Með Maríu fór ein af okkar merk- ustu ljósmæðrum sem á fyrri hluta síð- ustu aldar unnu við allt aðrar aðstæður en þekkjast í dag. Vitneskja þeirra og reynsla geymast í minningum kynslóð- anna. Þar býr arfur okkar ljósmæðra sem við byggjum störf okkar á. Guð blessi minningu þeirra allra. Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor í Ijósmóðurfrœði og forstöðumaður náms í Ijósmóðurfrœði. Ljósmæðrablaðið júní 2005 49

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.