Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 36
hafi losnað og hún farin að síga, er móðirin beðin um að nota krafta sína eða þyngdarafl til að fæða fylgjuna. Ekki er athugað hvort samdráttur sé í leginu fyrr en eftir að fylgjan er fædd (Akins, 1994; Begley, 1990; Brown, 1989; Featherstone, 1999; McDonald, 1999). í skilgreiningum á lífeðlisfræðilegri umönnun er sagt að óæskilegt sé að beita stjórnuðu togi á naflastrenginn (controlled cord traction). Stroud og Cochrane (1990) segja að yfirleitt sé best að forðast að koma við nafla- strenginn, það er ekki að toga í hann, en biðja móðurina að rembast þegar sam- dráttur er í leginu, því það auki líkurn- ar á að fylgjan fæðist sjálfkrafa, ásamt belgjum. Ósamstæð meðferð Ósamstæð meðferð felur í sér alla aðra umönnun á þriðja stigi fæðingar en þá sem fellur undir skilgreiningu á virkri meðferð eða lífeðlisffæðilegri umönn- un (Gyte, 1994). Oft er verið að blanda saman sitt lítið af hverju úr hvorri að- ferð fyrir sig án þess að fylgja að fullu annarri hvorri. Gyte (1994) skoðaði og gagnrýndi margar þeirra rannsókna sem notaðar voru þá og eru enn til grundvallar í Cochrane gagnagrunnin- um og benti hún á ýmsa galla þeirra og að alltaf þurfi að skoða kerfisbundin yfirlit (meta-analysa) út frá gæðum þeirra rannsókna sem notaðar eru og hvað sé verið að bera saman. í nokkrum rannsóknanna hafði komið fram að virk meðferð lækkar tíðni blæðinga eftir fæðingu borið saman við lífeðlisfræði- lega umönnun. Hún segir að slík túlkun og niðurstaða sé gagnrýniverð þar sem að í þessum rannsóknum sé verið að bera saman ósamstæða meðferð í stað lífeðlisfræðilegrar umönnunar. í tveim- ur rannsóknanna megi sýna ffam á að meira en 50% kvenna í hópnum sem átti að fá lífeðlisffæðilega umönnun hafi fengið ósamstæða meðferð og því verið eðlilegt að virk meðferð kæmi betur út. Nýleg kerfisbundin yfirlit í Cochra- ne gagnagrunninum hafa sýnt að venju- bundin virk meðferð sé betri heldur en að bíða átekta og gefa lyf þegar þörf sýnist á því (sem einnig mætti kalla ó- samstæða meðferð), blæðing sé þá marktækt minni (Elbourne, Prendiville, Carroli, Wood, McDonald, 2005, Prendiville, Elbourne, McDonald, 2005). Viðmið fyrir úrtaki þessara rannsókna voru einungis að konur fæddu um fæðingarveg og ekki var tek- ið tillit til annarra þátta sem gætu haft áhrif svo sem um notkun syntocinon, deyfinga og fleira. Ennþá vantar sam- anburðarrannsóknir á virkri meðferð og lífeðlisfræðilegri umönnun. Hvenær ætti að styðjast við lífeðlisfræðilega umönnun og hvenær nota virka meðferð? Eðlilegt er að veita lífeðlisffæðilega umönnun þegar kona fæðir eðlilega án allra inngripa, þar með talið án verkja- lyljagjafar og örvunar með lyijum. Einnig á að hafa í huga hvort áhættu- þættir fyrir blæðingu eftir fæðingu séu til staðar og hvort fæðingin hafi verið mjög hröð eða langdregin. Að sjálf- sögðu skiptir upplýst val konu hér miklu máli. í yfirlýsingunni er sagt að bjóða skuli öllum konum virka meðferð á þriðja stigi fæðingar. Ekki er um fyrir- mæli að ræða og þetta innlegg í um- ræðu um þriðja stig fæðingar er til þess fallið að fá ljósmæður til að huga betur að þriðja stigi fæðingar og velta fyrir sér hvaða umönnun og meðferð þær veita. Hvenær á að skilja á milli og hvenær á að gefa samdráttarlyf? I yfirlýsing- unni er sagt að gefa eigi samdráttarlyf á fyrstu mínútu eftir fæðingu barnsins og skilja á milli, þegar sláttur er hættur í naflastreng og áður en stjórnuðu togi á naflastreng er beitt. Þetta er ekki í sam- ræmi við verklagsreglu um eðlilega fæðingu (Verklagsreglur Handbók Kvennadeildar LSH, 2004) þar segir að gefa skuli samdráttarlyf eftir fæðingu barns þegar skilið hafi verið á milli. Vert er að benda á að mismunandi sjón- armið hafa komið fram um hvernig best sé að hafa virka meðferð. Flestar skil- greiningar á virkri meðferð segja að snemma eigi að skilja á milli móður og bams og margar nefna að það skuli gera fyrir gjöf samdráttarlyfja (Brown, 1989; McDonald. 1999; Prendiville, El- boume og McDonald, 2005). Þá segir Gyte (1994) að gjöf samdráttarlyfja, án þess að skilið sé snemma á milli, sé ein af leiðum ósamstæðrar meðferðar. Við lifum á tímum verklagsreglna og klínískra leiðbeininga, sem eiga að vera leiðbeinandi en ekki fyrirmæli. Við eigum samt áfram að nota eigin dóm- greind, reynslu, kunnáttu og innsæi. Líklega geta ljósmæður og læknar ver- ið sammála um að það sem kallað hef- ur verið klínískt nef er mikilvægt og að stundum má bíða meðvitað, láta lífeðl- isfræðilegum þáttum eftir að virka þeg- ar ekki blæðir. Þá er það líka skráð i fæðingarlýsinguna, á sama hátt eins og þegar um virka meðferð er að ræða. Þetta er í samræmi við verklagsreglur LSH um eðlilega fæðingu en í vel völd- um tilfellum geta ljósmæður sleppt því að gefa syntocinon á þriðja stigi fæð- ingar. Allir eru líklega sammála um að þegar til staðar eru áhættuþættir fyrir blæðingu eftir fæðingu á að veita virka meðferð á þriðja stigi fæðingar. Sýnt hefur verið fram á að það minnkar tíðni blæðinga eftir fæðingu (McDonald, 1999). í þeim tilfellum nýtist yfirlýsing og leiðbeiningar FIGO og ICM vel. I öðrum aðstæðum ætti að styðjast við lífeðlisfræðilega umönnun og skrá hana, í samræmi við hugmyndafræði- legan grunn ljósmóðurfræðinnar eins og hún birtist í námskrá í ljósmóður- fræði við Háskóla íslands (Námskrá í ljósmóðurfræði 1995 - 2005, Háskóli Islands) og í Hugmyndafræði og stefnu Ljósmæðrafélags íslands (Ljósmæðra- félag Islands, 2000) um að barneign sé lífeðlisfræðilegt ferli en ekki sjúkdóm- ur sem nái til meðgöngu, fæðingar og sængurlegu, og mótist af tilfinningaleg- um og félagslegum þáttum. Samkvæmt þessari nálgun er meðganga og fæðing eðlileg þar til annað kemur í ljós eða eitthvað fer úrskeiðis. Venjubundin virk meðferð fyrir allar konur, til að fyrirbyggja óeðlilega blæð- ingu eftir fæðingu er þannig í anda læknisfræðilegrar nálgunar þar, sem því er haldið fram að engin fæðing sé eðlileg fyrr en hún er afstaðin (Bryar, 1995, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 1995). Lokaorð Ljóst er að ljósmæður verða að hafa þekkingu á lífeðlisfræðilegri umönnun og hafa hugrekki og færni til að vinna rétt miðað við aðstæður hverju sinni. Ef ljósmæður gera þetta ekki þá er hætta a að ljósmæðranemar hvorki sjái né læri lífeðlisfræðilega umönnun. Þetta a einnig við um virka meðferð en í yfú' lýsingunni kemur fram að tryggja þurfi kennslu í réttum vinnubrögðum virkrar meðferðar. Skort hefur festu og samræmingu 1 kennslu um þriðja stig fæðingar og ekki er víst að allir séu með hugmyndafræði lífeðlisfræðilegrar umönnunar á hreinu og þekki handtök virkrar meðferðar. Fylgjufæðingin hefur jafnvel orðið út undan í klínísku námi og starfsþjálfun- 36 Ljósmæðrablaðið júm' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.