Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 46

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 46
RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDIR Málþing um málssóknir gegn heilbrigðisstarfsfólki Þann 8. apríl síðastliðinn hélt fræðslu- nefnd Ljósmæðrafélagsins, í samvinnu við Félag íslenskra fæðinga- og kven- sjúkdómalækna, málþing um máls- sóknir gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Breytt vinnuumhverfi“ var heiti mál- þingsins sem vísar til þess breytta vinnuumhverfis sem við þurfum að vinna við í dag þar sem hvert óhapp eða mistök í vinnu getur leitt til þess að heilbrigðisstarfsfólk verði kært og jafn- vel þannig að það sé gert fyrir allra aug- um, á forsíðum dagblaða. Að lenda í aðstæðum sem leiða af sér kærumál getur á margan hátt verið mjög erfitt fyrir þann sem í því lendir. Það er því að mörgu að huga í erfiðum aðstæðum og þetta breytta vinnuum- hverfi getur hreinlega valdið því að fólk hrekist úr þessum störfum eða velji síð- ur að mennta sig til þeirra. Markmiðið með málþinginu var að varpa ljósi á það hvernig við getum komist hjá því að lenda í aðstæðum sem leiða af sér kærumál og svo hvernig hægt sé að bregðast við því ef heilbrigðisstarfsfólk lendir í sliku. Leitast var við að hafa efni fyrirlestra sem ijölbreyttasta og fá sjónarmið sem flestra. Fyrst tók til máls Ingibjörg Georgs- dóttir, barnalæknir sem starfar bæði hjá Breytt vinnuumhverfi? Tryggingastofnun ríkisins og Land- læknisembættinu. Hún ijallaði um sjúklingaöryggi, læknamistök og sjúkl- ingatryggingar. Sjúklingatryggingin er frá því 2001 og er ætlað til að auka bótarétt sjúklinga. Til þess að sækja um þessa tryggingu þarf ekki að sýna fram á að einhver hafi gert eitthvað sak- næmt. Sjúklingatryggingunni er ætlað að bæta tjón vegna meðferðar. Hún veitir rétt til bóta fyrir líkamlegt eða geðrænt tjón sem verður í tengslum við sjúkdómsmeðferð eða rannsóknir. Sem dæmi má nefna ef tjónið má rekja til þess að ekki var staðið rétt að meðferð eða tjón sem hlýst af bilun tækja eða áhalda. Einnig ef tjón er af völdum fýlgikvilla miðað við upphaflegt mein. Ingibjörg lagði mikla áherslu á að heil- brigðisstarfsfólk benti skjólstæðingum sínum á sjúklingatryggingar og hvetti þá sem þyrftu, til þess að notfæra sér þessar tryggingar. Það kom fxam í máli hennar að sjúklingatryggingar gætu mögulega dregið úr lögsóknum og sjúklingar geta sótt sinn rétt án þess að það hafi átt sér stað mistök frá hendi heilbrigðisstarfsmanns. Það gæti svo mögulega dregið úr lögsóknum á hend- ur heilbrigðisstarfsfólki. Góð og ýtarleg grein hefur birst í Læknablaðinu (9. tbl. 89. árg. 2003) og er ljósmæðrum sem ekki komust á þingið bent á að kynna sér efni hennar. Gísli Tryggvason, hdl. og fram- kvæmdastjóri Bandalags háskólamanna fjallaði um réttarstöðu og æruvernd heilbrigðisstarfsmanna í réttargæslu vegna málssókna notenda. Hann velti því meðal annars upp hvort ljósmæður hefðu sérstöðu miðað við lækna þar sem læknar komi oft að sem álitsgjafar, meðdómendur eða sérfræðivitni í dómsmálum en ljósmæður hafi ekki enn slíka stöðu. Einnig er staða lækna í heilbrigðiskerfinu sterkari en ljós- mæðra, þeir hafi til að mynda land- lækni og læknaráð sem kannski ætti e.t.v. fremur að vera skipað fleiri sér- fræðingum heilbrigðisvísindanna eins og t.d. ljósmæðrum. Jón Hilmar Alfreðsson, fæðinga- og kvensjúkómalæknir og yfirlæknir a kvennadeild LSH kaus að kalla sína framsögu „Hvers vegna við?“ Jón Hilmar taldi að það gæti jafnvel verið okkur sjálfum að kenna hvernig komið væri og færði rök fýrir því þannig að heilbrigðisstarfsfólk væri búið að setja sjálft sig á of háan stall hvað varðar þekkingu og getu. Við ættum fullkomin tæki og með þeim væru okkur allir veg- 46 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.