Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 47

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 47
lr ferir og tók sem dæmi sónartæki og fóstursíritann. En raunin væri önnur þegar til kastanna kæmi, við erum •nannleg eins og aðrir og tækin gera engin kraftaverk og eru skeikul eins og við. .,Er sannleikurinn sagna bestur?“ sPurði Kristján Kristjánsson, sjónvarps- niaður. Hann velti upp hvað væri frétt- næmt og hvað ekki. Hvers vegna það væri réttlætanlegt að fjalla um svo við- kvæm mál eins og kærumál heilbrigðis- starfsfólks. Hann taldi það vera réttlæt- anlegt því það væri það sem almenn- 'ngur vildi heyra og lesa um og þetta 'yti bara markaðslögmálum eins og annað. Hann velti því fyrir sér af hverju 'æknamistök væru fréttnæm og taldi það vera vegna þess að þau eru afdrifa- r,'k og óafturkræf og valda miklu tjóni. ^hugi ijölmiðla á mistökum hefur auk- >st og það má rekja til almennra breyt- lnga í samfélaginu. Hann taldi að verið v®ri að færa umræðuna frá því ósýni- 'ega (stofnunin) til hins sýnilega (ein- staklinga). Hann nefndi einnig að þar sem heilbrigðisstarfsfólk væri bundið þagnarskyldu lieyrðist oft bara önnur þ'ið málsins og varpaði fram þeirri spurningu hvort heilbrigðisstarfsfólk væri enn bundið þagnarskyldu þegar þinir málsaðilarnir væru búnir að segja frá málsatvikum. irirgir Ásgeirsson, sjúkrahúsprestur a LSH Qallaði um hugsjón og ófull- þQrnleika. Hann taldi að hver heilbrigð- lsstarfsmaður hefði löngun til þess að láta gott af sér leiða. í störfum heil- þrigðisstarfsfólks sameinast hugsjón og þlgniennska. Síðust á mælendaskrá var Elínborg arðardóttir, formaður Félags íslenskra leimilislækna. Hún kynnti stuðnings- n°P Félags íslenskra heimilislækna sem stofnaður var 2004, þar sem stuðning- Urinn felst í að fara yfir mál, vera til staðar og leiðbeina í mannlegum sam- skiptum. Þróun á vinnu í kringum þennan hóp er ekki langt á veg komin og enn í vinnslu og sagði hún að enn hefði hann lítið fengist við að aðstoða lækna sem lent hafa í kærumálum. Heldur meira verið aðstoð við lækna sem eru í persónulegum erfiðleikum. Þessi hugmynd ætti að geta verið okkur fyrirmynd í stofnun álíka hópa meðal annara heilbrigðisstétta eins og til dæmis Ljósmæðrafélagsins. Mikið var reynt að fá lækni eða ljós- móður sem lent hafa í kærumálum til að segja sína reynslusögu á málþinginu og var því ekki við komið enda um við- kvæm mál að ræða. En að endingu fengum við lækni til að skrifa niður sína reynslusögu sem síðan var lesin upp á málþinginu. Reynslusaga þessi var mjög opinská og einlæg og einkar áhrifamikil í lestri Lovísu Árnadóttur sem fengin var til þess að flytja söguna. Að lokum voru pallborðsumræður sem reyndar urðu ekki eins langar og á- ætlað var það sem málþingið hafði dregist aðeins á langinn og því varð að stytta þá umræðu. í pallborðinu sátu: Sigurður Guðmundsson, landlæknir, Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur á LSH, Margrét I. Hallgrímsson, sviðs- stjóri/yfirljósmóðir LSH, Birgir Ás- geirsson, sjúkrahúsprestur á LSH, Gunnar Ármannsson, lögfræðingur Læknafélags íslands, Hildur Kristjáns- dóttir, ljósmóðir og Jón Hilmar Alfreðs- son, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og yfirlæknir á kvennadeild LSH. Ym- islegt markvert kom frant í máli fólks í pallborðinu. Meðal annars var talað um hvað við gætum sjálf gert til að draga úr mistökum, hvernig við gætum verndað skjólstæðinga okkar og okkur sjálf. Þar kom fram mikilvægi hreinskil- innar umræðu og fræðsla í samskiptum við skjólstæðing. Einnig kom fram mikilvægi þess að við heilbrigðisstarfs- fólk reynum ekki að verja okkur, það er að segja, við megum ekki vinna þessi mál sem „shame, blame, and punishing game“ heldur frekar horfa til fag- mennsku. í því sambandi er átt við að geta talað við fólk. Sýnt þvi samúð og tillitssemi. Einnig kom frarn að kvart- anir koma ekki eingöngu vegna líkam- legs skaða. Heldur beinast kvartanir líka að skorti á fagmennsku (sam- skiptaörðugleikar, trúnaður brotinn, vit- leysur færðar í sjúkraskrá). Rætt var um við hverju má búast í meðferð og hver sé áhættan. Einnig kom fram að ef við lendum í því að gera mistök þá sé stuðningur frá samstarfsfólki og yfir- mönnum mikilvægur. Þá mætti hugsa sér einhvers konar stuðningshóp á veg- uni fagfélaga og/eða vinnustaða Málþingið tókst í alla staði mjög vel og vonast er til að það verði til þess að vekja heilbrigðisstarfsfólk sem og fag- félög til vitundar um það hversu mikil- vægt það er að hafa ákveðin úrræði fyr- ir heilbrigðisstarfsfólk eins og þegar mistök hafa átt sér stað. Mikilvægi þess að þeir hafi styrk og stuðning i þvi ferli. Von fræðslunefndar ljósmæðrafé- lagsins er sú að eftir þetta málþing verði stofnuð nefnd eða hópur innan ljósmæðrafélagsins sem kynni sér þessi mál og hægt verði að leita til ef félags- maður lendir í slíkum aðstæðum. Þessi nefnd ætti fyrst og fremst að kynna sér hvað er brýnast að gera i aðstæðunum hverju sinni og veita nokkurs konar „fyrstu hjálp“. Hlutverk nefndarinnar gæti í aðalatriðum verið að beina ein- staklingnum og málinu í réttan farveg. Fyrir hönd frœðslunefndar Ljós- mœðrafélags íslands, Sigrún Kristjánsdóttir, formaður frœðslunefndar. Ljósmæðrablaðið júní 2005 47

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.