Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 50
Hugleiðingar
Einu sinni Ijósmóðir
ávallt Ijósmóðin..
Ég hef stundum velt því fyrir mér
hvort það sé eitthvað dulið skátaheiti
í Ijósmæðraheitinu okkar, því ljós-
mæðrastarfið verður ávanabindandi
hjá öllum þeim ljósmæðrum sem ég
hef kynnst í gegnum tíðina.
A minni alls ekki svo löngu Ijós-
mæðraævi hef ég verið þeirrar gæfu
aðnjótandi að vinna á mjög svo ólík-
um stöðum. Á fæðingadeild LSH, á
fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja og á fæðingadeild á
Womens and Childrens Hospital of
East Yorkshire.
Ég var nú aðeins með þessar rúm-
lega 40 fæðingar sem þarf til að
verða Ijósmóðir þegar ég réð mig á
þennan glænýja spítala í Bretlandi.
Get nánast bókað það að hjartsláttur-
inn var yfir hættumörkum þegar
fyrsti vinnudagurinn rann upp og ég
mætti í nýpressuðum kjólnum með
líka þessu fínu púffermar, í svörtum
hnésokkum og svörtum skóm (hefði
sómað mér vel í sápuóperu frá ní-
unda áratugnum). Þarna var ég sem
sé mætt á fæðingadeildina og kaldur
svitinn spratt fram á ennið þegar ég
leit á töfluna á veggnum...Hmm já já,
15 fæðingarstofur allar fullar, vökn-
un með sex nýskornum keisurum...já
og fyrir utan allt sem stóð þarna fyr-
ir aftan hvert nafn. Tólf ljósmæður
morgunvaktarinnar og ég stóðum og
hlustuðum á yfirljósmóðurina sem
þuldi upp þvílíka romsu af einhverju
sem ég skyldi bara alls ekki...var
þetta örugglega enska...var ÉG ör-
ugglega ljósmóðir...og hún hélt á-
fram að þylja upp: Yes, G4P3, ARM
at 10:00, PPH lOOOml, her BP was
bla bla bla og mér lá við yfirliði. All-
ir virtust skilja þetta allt og ýmist
Margrét Knútsdóttin
Ijósmóðir á fæðingadeild
Landspítala háskólasjúkrahúsi og
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
kinkuðu kolli eða supu kveljur yfir ein-
hverju svakalega merkilegu sem ég
skildi ekki neitt í. Nokkrum mjög svo
skemmtilegum, erfiðum og lærdóms-
ríkum mánuðum síðar var ég farin að
njóta þess að starfa sem ljósmóðir í
Bretlandi.
Það sem kom mér einna helst á óvart
er það hversu sjálfstæðar breskar ljós-
mæður eru og hversu gott samstarf er á
milli lækna og ljósmæðra. Þær eru sér-
fræðingar í fæðingarhjálp í eðlilegu
ferli og þegar konan er komin á par-
togramið þá er það ljósmóðirin sem í
flestum tilfellum tekur ákvarðanir um
verkjalyfjagjafir, syntocinondreypi og
petidin (sem var alveg notað óspart).
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá
finnst mér við ljósmæður á LSH stund-
um tapa sjálfstraustinu i ákvarðanatök-
um í fæðingum. Hvers vegna að hringja
í aðstoðarlækni til að fá leyfi fyrir
mænurótardeyfingu? Við erum full-
færar um að meta hvenær slíkt er
kostur og hvenær ekki og oftar en
ekki veit viðkomandi læknir ekkert
um livað málið snýst. Þar sem ég
starfa nú líka á fæðingadeild Suður-
nesja, þá er engin aðstoðarlæknir þar
og því eru allar þessar ákvarðanir
teknar af ljósmóðurinni. Það er svo
undarlegt að á hátæknispítala í Bret-
landi starfa ljósmæðurnar eins sjálf-
stætt og ljósmæður á landsbyggðinni
á okkar litla íslandi. Ég veit að marg-
ar af okkar reynslumestu og hæfústu
ljósmæðrum starfa á LSH og auðvit-
að taka þær þessar ákvarðanir en það
er samt þetta að þurfa alltaf leyfi frá
einhverjum þriðja aðila.
En nóg um þetta og aftur að því
sem ég byrjaði á. Á þessum þremur
spítölum sem ég hef unnið á erum við
ljósmæður með ólíkindum heit-
bundnar vinnunni okkar. Við komum
ekki svo saman að ekki þurfi að
lauma inn eins og einni krassandi
fæðingarsögu og fingurnir tveir (út-
víkkunartækið) eru komnir á loft eft-
ir ekki svo langa stund. Alveg sama
hvort það var á hverfisknæpunni í
Bretlandi eða í saumaklúbb með ljós-
mæðrahollinu eða á ráðstefnu í út-
löndum, alls staðar erum við að tala
um vinnuna okkar.
Það eru forréttindi að vera ljós-
móðir. Það eru forréttindi að finnast
alltaf gaman að fara í vinnuna (ok
kannski ekki að leggja af stað en
gaman þegar maður er mættur á stað-
inn) og það eru forréttindi að segja
með stolti þegar maður er spurður ÉG
ER LJÓSMÓÐIR. Þess vegna er það
sem ég segi ... Einu sinni ljósmóðir
ávallt Ijósmóðir.
50 Ljósmæðrablaðjð júní 2005