Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 32
inga er ef mælingin er gerð á enni, en í rannsókninni voru bomar saman blossamælingar sem gerðar voru á enni, bringubeini, hné og fæti. Niðurstöður þessarar rannsóknar samræmast niður- stöðum Rubatelli o.fl. (2001) varðandi áreiðanleika blossamæla til skimunar á gulu. Gígja Guðbrandsdóttir (2003) kann- aði nákvæmni húðmælingar (blossa- mælingar) á gallrauða hjá nýburum og komst að þeirri niðurstöðu að Bili- Check™ mælirinn er nákvæmur þegar gallrauði í blóði barnsins er á bilinu 150-200 gmol/L. í ljósi þeirra niður- staðna mæla Gígja og leiðbeinendur hennar með því að ef BiliCheck™ mælirinn sýnir gildi sem er hærra en 250 (imol/L beri að mæla þéttni gallrauða í blóði barnsins. MEÐFERÐ Ljósameðferð Þegar grípa þarf til meðferðar við gulu er ljósameðferð sú meðferð sem mælt er með í dag. Á íslandi fer ljósameðferð fram á sjúkrahúsum og gegna ljósmæð- ur mikilvægu hlutverki við slíka með- ferð. Mikilvægt er að ljósmæður tryggi sem bestan árangur ljósameðferðar og hafi eftirlit með nýbura í ljósameðferð. í grein Hey (1995) er m.a. fjallað um ljósameðferð og bent á heimildir sem styðja að ljósameðferð sem varir klukkustund í senn á fjögurra klukku- stunda fresti geti verið jafn áhrifarík og stöðug ljósameðferð. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að hafa fjarlægð frá ljósunum sem minnsta, klæða barnið sem mest úr og koma fyrir ljósum und- ir barninu líka með svokölluðu ljósa- teppi (e. fibreoptic phototherapy). Mills ogTudehope (2001) gerðu fræði- lega úttekt á notkun ljósateppa fyrir Cochrane gagnagrunninn og komust að því að séu ljósateppin notuð ein og sér geti þau verið jafn áhrifarík og hefð- bundin ljósameðferð hjá fýrirburum en ekki eins áhrifarík hjá fullburða börn- um. Séu þau hins vegar notuð ásamt hefðbundinni ljósameðferð verður ár- angurinn betri en af hefðbundinni ljósameðferð eingöngu og á það við bæði um fyrirbura og fullbura nýbura. Stuðningur við brjóstagjöf, þurr- mjólkurábót eða sykurvatn? Hvort sem grípa þarf til ljósameðferðar eða ekki er mikilvægt er að tryggja næga fæðuinntekt. Ef um er að ræða nýbura sem eingöngu er á brjósti ætti fyrst og fremst að reyna aðferðir sem örva mjólkurframleiðslu svo sem tíðar gjafir, handmjólkun, notkun mjaltavéla og þá notkun hjálparbrjósts við gjafir. Mikilvægt er að fylgjast með réttu sogi og stellingu við brjóstagjöf. Þegar þess- ar aðferðir duga ekki til að tryggja fæðuþörf nýbura má ráðleggja þurr- mjólkurábót. Fæða sem fer um meltingarveginn þ.e.a.s. þurrmjólk og brjóstamjólk dregur úr nýburagulu á fyrstu sólar- hringunum eftir fæðingu með því að veita nær stöðuga örvun á meltingar- færin og þar með á þá þætti líkamsstarf- seminnar sem fjarlægir gallrauða úr lík- amanum. Nokkrar rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að gagnslaust er að gefa vatn eða sykurvatn í þessum til- gangi (Royal College of Midwives, 2002). Gerðar hafa verið rannsóknir á áhrif- um brjóstgjafar, þurrmjólkurgjafar og þurrmjólkurábótar á gulu og eru niður- stöður þeirra nokkuð misvisandi. Það er eflaust ástæða þess að ljósmæður hafa mismunandi skoðanir á því hvort grípa eigi inn í bijóstagjöf með þurr- mjólkurgjöf hjá nýbura með gulu eða hvort barnið eigi að halda áfram að vera eingöngu á brjósti. í yfirlitsgrein Schwoebel og Sakraida (1997) sem fjallar um gulu er því haldið fram að ef gefa þurfi nýbura ábót þá sé brjóstamjólkin besta ábótin fyrir barn sem er á brjósti en þurr- mjólkin best fyrir pelabarnið. Móður sem er með barn á brjósti þarf að leið- beina með handmjólkun eða notkun mjaltavélar til að örva mjólkurmyndun og mjólka ábót handa barni sínu. Með því að gefa barni sem er á bijósti þurr- mjólkurábót er líklegt að gallrauði lækki talsvert hjá flestum bömum ef tekið er mið af niðurstöðum margra rannsókna. Hins vegar er það spurning hvort þetta sé nauðsynlegt inngrip og rétt að benda á að þetta getur valdið því að móðir telur brjóstamjólkina skað- lega eða að hún sé að skaða barnið sitt á einhvern hátt með því að gefa því brjóst. Auk þess verður ekki örvun á framleiðslu brjóstamjólkurinnar á með- an barnið þiggur ábót úr staupi eða af pela. Ef barni er gefin þurrmjólkurábót ætti að reyna notkun hjálparbrjósts við gjöfina því þannig verður jafnframt örvun á mjólkurmyndun hjá móður. Það má ekki gleyma því að áhuga- leysi nýburans fyrir fæðu getur verið einkenni hækkaðs gallrauða í sermi. Þar sem markaðslögmálið um framboð og eftirspurn ríkir við bijóstagjöf þá getur orðið vítahringur sem nauðsyn- legt er að rjúfa. Þennan vítahring er hvorki hægt að rjúfa með því að gefa nýburanum þurrmjólk né sykurvatn. Móðirin þarf aðstoð til að koma af stað eða auka brjóstamjólkurframleiðslu annaðhvort með mjaltavél eða hand- mjólkun. í nýlegri ítalskri rannsókn þeirra Bertini, Dani, Tronchin og Rubaltelli (2001) kemur fram að þeim börnum sem eingöngu voru á brjósti var al- mennt ekki hættara við gulu en þeim börnum sem fengu eingöngu þurrmjólk eða voru á bijósti og fengu þurrmjólk- urábót. I litlunr hópi barna sem voru eingöngu á brjósti fannst reyndar hærra gildi gallrauða en í öðrum hópum. Rannsökuð voru 2.174 fúllburða börn á fyrstu dögum ævi sinnar og voru eftir- farandi breytur skoðaðar: tegund fæðu, fæðingarmáti, þyngdartap eftir fæðingu í tengslum við tegund fæðu svo og þættir hjá móður og barni sem aukið geta áhættuna á gulu. í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að ábóta- gjafir, hlutfall þyngdartaps, ABO blóð- flokkamisræmi, jákvætt Coombs próf, sogklukkufæðing og blæðing milli beins og beinhimnu (e. cephalohema- torna) auka verulega líkur á gallrauða í sermi yfir 221pmol/L (12,9 mg/dL) en fæðing með keisaraskurði og fullnægj- andi brjóstagjöf dregur úr áhættunni á háum gallrauða i sermi. Rannsakendur gátu ekki skýrt hvers vegna keisara- skurður dregur úr áhættunni. Þeim börnum sem voru eingöngu á brjósti var gefin þurrmjólkurábót ef þau léttust meira en 4% eftir sólarhring eða meira en 8% eftir tvo sólarhringa Jákvæð fylgni var milli þess að þurfa þurr- mjólkurábót og að mælast með gallrauða í sermi yfir 221pmol/L (12,9 mg/dl) en neikvæð fylgni að þurfa ekki ábót. Þetta styður þá kenningu að sé brjóstagjöf fúllnægjandi eru ekki meiri líkur á gulu. Niðurstaða þessarar rann- sóknar styður ekki þá meðferð að ráð- leggja þurrmjólkurábót en varpar hins vegar ljósi á þá staðreynd að alltaf eru einhver börn sem eingöngu eru á brjósti en fá ekki nægjanlega mikla bijósta- mjólk t.d. vegna rangrar sogtækni. Þau eru vissulega í meiri hættu á að fá gulu en börn sem fá þurrmjólkurábót eða eingöngu þurrmjólk. Það virðist vera sem svo að ónóg fæðuinntekt auki verulega hættuna á gulu en ekki bijóstagjöfin sem slík. Þar sem rann- sóknin tók aðeins til nýbura á íyrstu dögum ævinnar var ekki rannsökuð 32 Ljósmæðrablaðið júm' 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.