Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 9
Sólarupprás í Tasiilaq. Glittir í gult sjúkrahúsið í jjarska Þrátt fyrir nokkuð harðan ágang Evr- °Pubúa hefur Grænlendingum tekist að varðveita tiltekna þætti í upprunamenn- lngu sinni. Það eru engar ýkjur að á Grænlandi er enn að finna sérlega sterkan samhljóm manneskjunnar með náttúrunni; hafið, ísinn, Ijöllin og fjöl- ^reytileg veiðimenning leika enn ntikil- ýæg hlutverk i hversdagslífi þorpsbúa. Á ýmsan hátt er hins vegar ljóst að dönsk yfirráð og leifar af evrópskri heimsvaldastefnu hafa markað djúp spor í grænlenskt samfélag og margvís- *egar myndir þess sjást víða. ^arkmið og málleysi Eg setti mér það markmið fyrir þetta ferðalag að reyna að fá raunverulega 'nnsýn inn í það hvernig konur á Græn- landi upplifa barneignarferlið. Ég var auk þess spennt að vita hvernig starf Ijósmóður á svo einangruðum stað, Qarri tæknivæddri „siðmenningu“, væri él'kt starfi ljósmóður á LSH. Fyrsta nindrun mín í því að öðlast þessa inn- sýn voru tungumálaerfiðleikar. Þrátt fyrir að ég hefði heyrt að grænlenskar konur töluðu litla dönsku kom það mér 1 opna skjöldu að flestar þeirra skildu nanast enga dönsku, og því yngri sem konurnar voru þeim mun lélegri voru í dönskunni. Þetta hafði það i for með sér að maður var nær alveg háður túlk í starfi sínu, en hann var því ntiður ekki alltaf til staðar. Þótt ég hefði brennandi áhuga á að heyra reynslusög- ur þessara kvenna, og legði mig alla fram við að ná sambandi og hlusta, verð ég að viðurkenna að á túlkalausum stundum var ég sérlega þakklát fyrir hin verkhæfðu störf sem felast í hinu al- menna ljósmóðurstarfi. Það að stixa þvag, mæla legbotnshæð og blóðþrýst- ing og hlusta eftir fósturhjartslætti i málleysi mínu í mæðravernd tók allt í einu á sig mun þýðingarmeiri og dýr- mætari mynd en ella. Það var þó aug- ljóst að konurnar voru vanar þessu mál- leysi á báða bóga og þær tóku rnér jafn- an vel, voru vinalegar og brosmildar. Með tímanum varð það mér hins vegar iðulega umhugsunarefni hversu niður- lægjandi hin sterku dönsku ítök í sam- félaginu hljóti að vera til lengdar, þótt auðvitað hljóti að fylgja þeim bæði kostir og gallar. Sem dæmi má nefna að grunnskólinn í bænum er fyrst og fremst rekinn af dönskum kennurum sem tala ekki grænlensku, og hafa því afar takmarkaða möguleika á að ná til nemenda sinni og íbúa bæjarins þar sem móðurmálið er grænlenska. Eins konar málleysi er því í raun algengt frá unga aldri, og það er ef til vill skýring- in á því hvers vegna grænlensku kon- urnar sem ég kynntist virtust ekki kippa sér svo mikið upp við almenna tján- ingarörðugleika. Spítalaumhverfið Á spítalanum i Tasiilaq er ein sjúkra- deild. Mér fannst andrúmsloft spítalans notalegt og leið eins og hugsað væri vel um sjúklingana. Fæðingarstofan og mæðraverndin hafa aðsetur á sjúkra- deildinni og er yfirbragð þessara tveggja stofa mjög sjúkrahúslegt. Allir starfsmenn sjúkrahússins sem hafa „æðri menntun“ eru danskir, en fjórir sjúkraliðar (sygehjælper og föde- hjælper) eru grænlenskar og tala þær allar lýtalausa dönsku. Sú menntun sem þær hafa er þriggja ára starfsnám, sem m.a. felst í þjálfun við fæðingahjálp. Þrjár þeirra sinna fæðingum og taka bakvaktir til móts við Susanne. í gegn- um árin hefur yfirleitt verið dönsk ljós- móðir á spítalanum, en þó hafa alltaf komið tímabil inn á milli þar sem græn- lensku ljósmæðurnar (födehjælper) bera ábyrgð á fæðingunum í samráði við vakthafandi lækni. Þessar græn- lensku ljósmæður hafa því ágæta þjálf- un í því að taka á móti börnum. Aðstæður í Tasiilaq hvað varðar bráðaþjónustu fyrir barnshafandi konur Ljósmæðrablaðið júní 2005 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.