Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 4
Ritstj ó ras pj al I Á haustmánuðum hefur staða kvenna í samfélaginu verið mikið til umræðu og náði hámarki í tengslum við kvennafrí- daginn 24. október síðastliðinn. Sú um- ræða er mikilvæg fyrir Ijósmæðrastétt- ina, því stéttin er kvennastétt og i starf- inu felst að annast konur. Mér finnst því við hæfi að skoða efni sem birtist nú á síðum Ljósmæðrablaðsins út frá stöðu kvenna. Kvenréttindabaráttan er ofarlega í huga fúlltrúa félags ljósmæðranema, sem í fyrsta sinn eru nú með pistil í Ljósmæðrablaðinu í nafni félags þeirra Oddrúnar. Ritnefnd ákvað að leita til þeirra og bjóða þeim að birta pistil eða fréttir frá félaginu. Efni pistilsins er einmitt um kvenréttindabaráttu og þar er skoðað hvernig þróun ljósmæðramennt- unar tengist kvennabaráttu á íslandi Sú kynslóð kvenna sem er að eignast börn í dag gerir kröfúr til upplýsinga og þátttöku í ákvarðanatöku. í okkar sam- félagi hefúr aðgengi að upplýsingum aldrei verið betra því nú hafa nánast allir greiðan aðgang að veraldarvefnum og heilbrigðisþjónustu. Það kemur því á óvart að sumar upplýsingar eru ekki svo aðgengilegar þegar á reynir. A.m.k. var sú raunin þegar kona ein ákvað að leita að fræðsluefni um mænurótardeyfingar, þá voru upplýsingar sem ætlaðar voru almenningi ekki auðfúndnar og varð það til þess að hún aflaði sér upplýsinga og skrifaði grein í tímaritið Uppeldi. Hvernig á fólk að geta tekið upplýsta ákvörðun ef það hefur ekki haft aðgang að hlutlaus- um og skýrum upplýsingum til að byggja ákvörðun sína á? Það er augljóst að þarna er verkefni sem ljósmæður verða að vinna í. Undir það tekur höfúndur fræðigreinar um mænurótardeyfingar, en þar fjallar hún m.a. um deyfinguna, áhrif hennar á ýmsa þætti í barneignarferlinu og síðast en ekki síst mikilvægi góðrar fræðslu. Það að halda aftur af upplýs- ingagjöf í skjóli þess að óþarfi sé að hræða fólk með óþægilegum upplýs- ingum ber keim af þeirri forræðishyggju sem ríkjandi var á árum áður. Með kven- réttindabaráttuna í huga má hugsa sér að með slíkri forræðishyggju sé sjálfræði konunnar ekki virt samkvæmt eðlilegum kröfum nútímans. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að líta á fræðslu- og upplýsingaþáttinn út frá því umhverfi dómsmála sem við lif- um við í dag. Þannig hlýtur að skipta miklu máli að einstaklingur hafi fengið fúllnægjandi upplýsingar þegar hann tekur ákvörðun um að þiggja meðferð; án þess að undanskilja áhættu eða nei- Valgerður Lísa Sigurðardóttir; ritstjóri kvæð áhrif meðferðar. Misvísandi skila- boð frá fagaðilum eru ekki góður grunn- ur til að byggja ákvörðun á. Sem fagaðilum ber okkur að hlusta á og virða skoðanir þeirra sem þjónustuna fá. Það er beinlínis mælst til þess í Alþjóðasiðareglum ljósmæðra, en þar segir: „..Ljósmæður hvetja konur til að taka þátt í allri umræðu sem á sér stað í samfélagi þeirra um málefni er varða heilsugæslu kvenna og fjölskyldna þeirra". í því hlýtur að felast að viður- kenna og virða mismunandi skoðanir fólks þegar það tjáir sig opinberlega um málefni sem tengjast barneignarþjónust- unni, en ekki brjóta þær niður af fag- fólki. Það er einnig mikilvægur þáttur í mati á gæðum þjónustunnar, að fá sjónarhorn þeirra sem njóta hennar. Því er ánægjulegt að í þessu tölublaði fáum við einmitt að kynnast sjónarmiðum þeirra sem eru hinum megin við borðið. í fyrsta lagi birtist viðtal við fyrrnefnda konu sem skrifaði grein um mænurótar- deyfingar og fékk harkaleg viðbrögð við því frá fagaðilum. I öðru lagi fáum við að kynnast upplifun foreldra í fæðingar- sögu frá námi í ljósmóðurfræði. Þar segir kona frá reynslu sinni af fæðingu síðast- liðið sumar þar sem þau hjónin urðu fyrir margvíslegum truflunum og upp- lifðu skort á umönnun vegna álags á fæðingarstað. Hvar var eiginlega yfir- setukonan? I enska heitinu „midwife" felst að vera með konu. Til að geta verið með konu þarf að hlusta á hana, hvaða þarfir og óskir hún hefúr. Að mínu mati verður ljósmæðrastéttin að fara að hugsa sinn gang ef starfsaðstæður eru þannig að við getum ekki verið til staðar fyrir konu þegar hún þarf á okkur að halda. Þessa saga er skýrt ákall á okkur; konan vildi hafa ljósmóður hjá sér. Við eigum ekki að bíða eftir fleiri sögum í þessum dúr heldur sporna við því að konum sé boðið upp á aðstæður eins og í sögunni er lýst. Kannski er vert fyrir okkur að skoða þann valkost sem lýst er í hugleið- ingum Ijósmóður, þ.e. heimafæðingar, en þar koma ffam niðurstöður rann- sóknar sem styðja öryggi heimafæðinga. Þáttur ljósmæðra í að stuðla að ánægjulegri upplifun í bameignarferlinu er stór. Inn á það er m.a. komið í ritrýndu grein blaðsins að þessu sinni en þar er fjallað um samfellda þjónustu sem raun- hæfan valkost í barneignarferlinu. Sam- felld þjónusta hefúr átt miklum vin- sældum að fagna hér á landi sem annars staðar. í greininni eru kynnt mismunandi form samfelldrar þjónustu og teknar saman rannsóknaniðurstöður um hvaða áhrif hún hefúr á foreldra, ljósmæður og barneignarferlið í heild. Án efa kemur samantekt sem þessi til með að nýtast vel við skipulagningu á barneignarþjónustu ffamtíðarinnar. Að auki fáum við svo að kynnast reynslu ljósmæðra á Vestfjörð- um af því hvernig þær nýttu möguleika sem skapaðist við fjölgun þeirra á svæð- inu til að breyta umönnun kvenna þar 1 samfellda bameignarþjónustu. Siðfræðilegar vangaveltur vekja oft upp heitar umræður, þar sem mismun- andi sjónarmið koma fram og er mikil- vægt að sú umræða fái stað í blaði okkar ljósmæðra. í blaðinu kemur laganemi með innlegg í þá umræðu og tengir hana m.a. við lög, siðareglur, siðffæði og kvenréttindabaráttu. I ljósi fyrrnefndar umræðu um kven- réttindabaráttu er ekki úr vegi að hugsa til baka þegar kraftmiklar konur í stjórn Ljósmæðrafélagsins hófu útgáfú Ljós- mæðrablaðsins árið 1922. Mig langar að vitna hér í orð Þuríðar Bárðardóttur, þa- verandi formanns félagsins: „Loks hefúr fjelagið ráðist í þetta fyrirtæki, að gefa ut blað og veit enginn okkar hver örlög þeSS verða, - hvort króginn verður látinn logn- ast út af úr hor og hungri, eða hvort ljos- mæður vilja verða samhuga um að gera sitt til að hann geti lifað“. Það má með sanni segja að króginn hefur ekki horast í faðmi ljósmæðra, hann hefúr dafnað vel og er enn í vexti. Innan skarnms verður hinn 83ja ára öldungur þ.e. Ljos- mæðrablaðið aðgengilegt á nýjum ve Ljósmæðrafélagsins á www.ljosmodn.is- Það er von ritnefndar að með því skapis' betri grundvöllur til faglegrar umræðu um það sem ljósmæður eru að fást við- ^ Kæru ljósmæður og aðrir lesendur. Fyrir hönd ritnefndar óska ég ykkur gleðilegrar jólahátíðar og farsældar 3 nýju ári. 4 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.