Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 9
urra ára reynslu af ljósmóðurstörfum og
mjög áhugasamar um að vinna á þennan
hátt (Green o.fl., 1998; McCourt og
Page, 1996). Þetta er í samræmi við
niðurstöður rannsóknar minnar frá
arinu 1999 á viðhorfum og áhuga ljós-
mæðra á Kvennadeild Landspítalans á
að vinna við samfellda þjónustu.Yngri
°g nýlega útskrifaðar ljósmæður voru
líklega kunnugri nýjum hugmyndum
um starfshætti og gagnrýnni á þá eldri
°g þar af leiðandi frekar hlynntar því að
^inna á annan hátt en áður (Árdís
Ólafsdóttir, 1999).
Ljósmæðurnar við MFS-eininguna á
Landspítalanum eru samt sem áður
yfirleitt með nokkuð langa starfs-
reynslu og þegar viðtal fór fram við þær
anð 1999, voru tvær af sex með aðeins
nokkurra ára starfsreynslu. Það er sam-
bærilegt við ljósmæðrarekna fæðinga-
deild í Aberdeen, þar sem ljósmæð-
urnar voru yfirleitt með langa starfs-
neynslu (Hundley o.fl., 1995). Þær ljós-
mæður sem voru með 6-10 ára starfs-
reynslu sýndu, samkvæmt niðurstöð-
UnL mestan áhuga á að vinna við sam-
fellda ljósmæðraþjónustu (Árdís Ólafs-
dóttir, 1999). Ástæðan gæti verið sú að
ijósmæðurnar teldu sig vera komnar
með næga reynslu til að takast á við
ijölbreyttar aðstæður og sjálfstæðari
vinnubrögð.
Á undanfornum áratug hefur sam-
felld þjónusta verið að aukast meðal
ijósmæðra á íslandi. Samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar minnar á viðhorfum
°g áhuga ljósmæðra á Kvennadeild
LSH voru 61,5% jákvæðar gagnvart því
að starfa við samfellda þjónustu eða í
^iFS-kerfi (Árdís Ólafsdóttir, 1999).
Ljósmæður sem annast konur í með-
gónguvernd eru með „sínar konur“ alla
nieðgönguna, eins og kostur er og
einnig eru þær í auknum mæli að
annast þær í sængurlegu í heimahúsi og
Slðar í ungbamaeftirliti. Ljósmæður sem
annast konur í fæðingu og í sængurlegu
1 Hreiðri í sólarhring eftir fæðingu,
annast þær stundum einnig í sængur-
*egu eftir að heim er komið. Fyrirkomu-
'agið úti á landi er í eðli sínu samfellt
Þjónustuform, þar sem fáar Ijósmæður
^ekkja konurnar og fylgja þeim oft í
§egn um allt barneignarferlið. MFS-
e,ningin hefur átt velgengni að fagna
^er á höfuðborgarsvæðinu, bæði hvað
Varðar vinsældir og ánægju kvenna
með þjónustuna (Auður E. Jóhanns-
óóttir o.fl., 2000) og vegna útkomu
Leðingar fyrir móður og barn, þar sem
l|ðni keisaraskurðar og áhaldafæðinga
er t.d. mjög lág (Munnleg heimild -
skráning MFS árið 2003). í loka-
verkefni til embættisprófs í ljósmóður-
fræði um þróun samfelldrar ljósmæðra-
þjónustu koma fram tillögur um að
mynda MFS-ljósmæðrahópa innan
heilsugæslunnar, þar sem hver ljós-
móðir væri með sinn hóp af konum á
meðgöngu og í sængurlegu og ung-
barnavernd, síðan skiptu ljósmæður í
hóp á milli sín bakvöktum fyrir fæð-
ingar (Hermína Stefánsdóttir, 2005).
Kostir samfelldrar þjónustu frá
sjónarhóli Ijósmæðra
Bæði konur og ljósmæður hafa lýst
mikilvægi þess að traust samband
myndist milli þeirra i barneignarferlinu
(Fraser, 1999; McCourt og Page, 1996;
Sandall, 1997; Walsh, 1998). Það er
erfitt að skilgreina nákvæmlega þetta
samband, stundum er talað um vináttu-
samband. Það er samt sem áður, hægt
að álykta að tilgangur slíks sambands
sé að styrkja konur, auðvelda fræðslu
og upplýsingagjöf og auka líkumar á
markvissari umönnun. Slíkt samband er
erfitt að mynda án samfelldrar þjónustu
en 12 ljósmæður í minni rannsókn
nefiidu að sambandið, sem myndaðist
við konuna í MFS, væri ástæðan fyrir
því að þær vildu í svona kerfi (Árdis
Ólafsdóttir, 1999).
Samkvæmt rannsóknum virðist vera
sterkt samband milli starfsánægju ljós-
mæðra og þess að mynda samband við
konurnar (Allen o.fl., 1997; McCourt
og Page, 1996; Sandall, 1997). Því
meiri samfella, þeim mun meiri ánægja
(Sandall, 1997). Þetta er í samræmi við
viðtöl við MFS-ljósmæður, sem sögðu
allar að starfsánægjan væri meiri hjá
þeim eftir að þær fóru að vinna i MFS
og mest þegar þær væru með sínar
konur í gegn um allt ferlið, þ.e.a.s. í
fæðingu líka, sem gerist í u.þ.b. 20%
tilvika (Árdís Ólafsdóttir, 1999).
Aukið sjálfræði, sjálfstæði og ábyrgð
ljósmæðra, sem starfa við samfellda
þjónustu hafa samkvæmt rannsóknum
jákvæð áhrif á starfsánægju ljósmæðra
(Bisset 1996; Green o.fl. 1998). Ljós-
mæðumar í minni rannsókn gáfu upp
ýmsar ástæður fyrir því að vilja starfa
við samfellda þjónustu. Meirihluti ljós-
mæðranna var jákvæður gagnvart þvi að
ein ljósmóðir skipuleggi og veiti mest
alla umönnun til sinna kvenna og hafi
samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir
eftir þörfum (Árdís Ólafsdóttir, 1999).
Ljósmæður, sem starfa saman í hóp
eru oft nokkuð einangraðar og skipu-
leggja mest alla þjónustuna innan hóp-
sins. Þess vegna skiptir stuðningur
innan ljósmæðrahóps og góður andi
miklu máli fyrir velgengni þjónust-
unnar og einnig til að koma í veg fyrir
kulnun (Sandall, 1997). Ljósmæður
ljósmæðrahóps í Gilchrist eru sammála
þessu og segja mikilvægt að góður
stuðningur ríki meðal ljósmæðranna, að
þær starfi í jákvæðu andrúmslofti og að
þær geti treyst hver á aðra faglega
(Atkins, 1997). Allen o.fl. (1997)
skoðuðu nokkra mismunandi ljós-
mæðrahópa og komust að því að meiri
starfsánægja ljósmæðranna tengdist því
m.a. að geta skipulagt sinn tíma sjálfar
og unnið sveigjanlega. Rannsókn Sandall
(1997) styður þetta en hún ályktar að
stjórn á aðstæðum og samfelld þjónusta
séu jafn mikilvægir þættir fyrir starfs-
ánægju ljósmæðra og fyrir ánægju
kvenna í barneignarferlinu
Skipulag samfelldrar þjónustu -
reynsla og viðhorf Ijósmæðra
Rannsóknir hafa sýnt að það eru tvö
atriði sem þurfa að vera vel skipulögð
til þess að samfelld þjónustuform gangi
vel; annars vegar hæfilegur fjöldi
kvenna sem hver ljósmóðir sinnir og
hins vegar bakvaktakerfið (Sandall,
1996). Þegar ljósmæður í rannsókn,
sem gerð var í vestur Essex, voru
spurðar að því hvað þeim líkaði verst
við starfið nefndu þær langan vinnu-
tíma og að þær væru með of margar
konur (Green o.fl., 1998). Margar rann-
sóknir hafa stutt þetta (Allen o.fl.,
1997; Árdís Ólafsdóttir, 1999; Watson,
1990).
Tveimur ljósmæðrahópum í London
hefur gengið vel að skipuleggja þessi
atriði (Queen Charlotte’s og Hammer-
smith Hospitals og Southeast London
Midwifery Group Practice, SELMGP).
Ljósmæðrahópurinn gerði samning viö
heilbrigðisyfirvöld (National Health
Service) og starfar nokkuð sjálfstætt.
Fjöldi kvenna er 36 konur hjá ljós-
mæðrum í fullu starfi og 18 konur hjá
þeim sem eru í hlutastarfi. Ljósmæð-
urnar starfa tvær og tvær saman og eru
alltaf á bakvakt fyrir sínar konur. Þær
geta valið með hverri þær vinna, sem
virðist skipta máli hvað varðar starfs-
ánægju (Allen o.fl., 1997; Green o.fl.,
1998; Watson, 1990).
í nokkrum hópum starfa ljósmæð-
urnar þrjá mánuði í einu og taka síðan
einn mánuð frí (Flint, 1993; McCourt
og Page, 1996). Þæreru með kerfi, sem
aðlagar sig þörfum kvenna og þeirra
Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 9