Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 29
Islenski hópurinn úti að borða ástralskt nautakjöt og rauðvín: Hulda Þórey Garðarsdóttir,
Hafrún Finnbogadóttir, Birgir Karl Knútsson, Sigríður Sia Jónsdóttir, Jónas Ingimarsson og
Ólöf Ásta Ólafsdóttir.
þessum heimshluta minntu óneitanlega
á gamla góða ísland í vetrarham.
Framlag íslenskra ljósmæðra til ráð-
stefnunnar var þrjú erindi sem er
kannski bara vel af sér vikið hjá ekki
stærra samfélagi ljósmæðra. Haffún
kynnti niðurstöður meistararannsóknar
sinnar um þjálfun grindarbotnsvöðva,
Sía kynnti rannsókn um sykurþolspróf
á meðgöngu, árangur þeirra og áhrif á
eðlilega meðgöngu og Ólöf Ásta
fjallaði niðurstöður doktorsrannsóknar
sinnar um fæðingasögur og þróun
þekkingar i ljósmóðurfræði.
Eftir svona ráðstefnu standa upp úr
áhrifamiklar ffásagnir mikilla and-
Það er líka mikilvœgt að skemmta sér,
syngja og dansa saman.
stæðna milli heimsálfa og landa þar
sem aðstæður ljósmæðra í starfi geta
verið afar ólíkar. Annars vegar er mikil
fátækt og ekkert til neins og hins vegar
hin mikla tæknivæðing og kröfúr um
fúllkomleika og heilbrigði allra.
Samvera og samkennd meðal ólíkra
ljósmæðra er líka alltaf jafn ánæguleg.
Tilgangurinn með svona ráðstefnum er
líka að hitta aðrar ljósmæður, ræða
málin, mynda tengsl til að vinna saman
að verkefnum, skemmta sér, syngja
saman og dansa.
Ólöf Ásta Ólafsdóttir.
Hjúkrunar- og Ijósmæðraráð
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Nýlega vortt sjúkrahús og allar heilsu-
SKslustöðvar á Suðurlandi sameinaðar
1 eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Suður-
lands.
Gera þurfti nýtt skipurit jyrir stofn-
anina og lögðti Ijósmœður áherslu á að
þœr yrðu sér faggrein innan þess, ólíkt
því sem tíðkast á öðrum sjúkrastofn-
unum landsins þar sem hjúkrunar-
stettin er ein nefnd í skipuritum þrátt
fyrir ítrekuð tilmæli Ijósmœðra.
Samkvœmt hinu nýja skipuriti stendur
yfirljósmóðir jafnfœtis hjúkrunarstjóra.
Hinn 19. október var svo stofnað
Hjúkrunar- og Ljósmæðraráð Heil-
*)rigðisstofnunar Suðurlands. Hlut-
Verk þess er m.a. að vera stjórnendum
"Su til ráðuneytis um öll hjúkrunar- og
liósmóðurfræðileg atriði í rekstri HSu
og að vera faglegur vettvangur hjúk-
runarfræðinga og ljósmæðra innan
HSu. Ráðið er stjórnendum heilbrigðis-
mála utan stofnunar einnig til ráðu-
neytis, sé eftir því leitað. Ráðið hefúr
frumkvæði að og er vettvangur um-
ræðna um málefni er undir svið þess
heyra, innan stofnunar og utan. Ráðið
tekur þátt í þróunarvinnu innan stofú-
unarinnar og er í tenglsum við mennta-
stofnanir á sviði hjúkrunar- og ljós-
móðurfræða.
Ennfremur segir í reglum ráðsins:
„Stjórn hjúkrunar- og ljósmæðraráðs
annast verkefni milli funda. Stjórnin
hefúr samstarf við hjúkrunarforstjóra
og næstu yfirmenn og er ásamt þeim
málsvari faggreinanna tveggja gagnvart
stjóm Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
og öðram aðlilum ef þurfa þykir.“...
„Formaður hjúkrunar- og ljósmæðra-
ráðs á rétt á setu á samráðsfúndum
hj úkrunarstj órnenda og yfirljósmóður
stofnunarinnar, með tillögurétt og mál-
frelsi.“... „Við mannaráðningar, tækja-
kaup og úthlutun húsrýmis ber stjórn-
inni að fyljgast með að mið sé tekið af
hugmyndafræði hjúkrunar- og ljós-
móðurfræða, heildarstefnu og heildar-
hagsmunum stofnunarinnar.“
Formanni Ljósmæðrafélags íslands
þótti vert að vekja athygli á þessu stóra
framfaraskrefi í samvinnu þessara
tveggja faggreina, hjúkrunarfræði og
ljósmóðurfræði.
Guðlaug Einarsdóttir.
L
L)ósmæðrablaðið nóvember 2005 29