Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 6
Samfelld Ijósmæðraþjónusta - raunhæfur valkostur í barneignarferlinu Útdráttur I þessarí grein verður fjallað um sam- fellda þjónustu Ijósmœðra, þar sem hugtakið er skoðað, innleiðing slíkra þjónustuforma, kostir og gallar, aðal- lega frá sjónarhorni Ijósmœðra. Greinin er byggð á frœðilegum kafla rann- sóknar minnar úr meistaranámi frá 1999 og verða niðurstöður hennar jlétt- aðar inn í umrœðuna, auk heimilda frá undanjornum fimm árum. Fjallaði rann- sóknin um viðhorf og vilja íslenskra Ijósmœðra til þess að starfa við sam- fellda Ijósmœðraþjónustu. Rannsóknin var gerð á Kvennadeild LSH, þar sem fyrirhugað var að bceta við Ijósmœðra- hóp, sem veitti samfellda þjónustu í gegn um allt barneignarferlið, en þar hafði verið starfandi slíkur hópur frá árinu 1994 (MFS). Spurningalisti var sendur til allra starfandi Ijósmœðra á Kvennadeild LSH, alls 111 Ijósmæðra, þar sem sýnt var að Ijósmœður hins nýja hóps kœmu úr þeirra röðum. Spurt var um viðhorf og áhuga Ijósmæðranna á að starfa við samfellt þjónustuform og niðurstöður tengdar við lýðfrœðilegar upplýsingar, svo sem aldur, hjúskapar- stöðu, jjölda og aldur barna, nám og reynslu. AIls svöruðu 69 Ijósmœður eða 62,2% (Árdís Ólafsdóttir, 1999). Reynsla síðastliðinna 10 ára afMFS einingunni hefur verið jákvœð, og komast færri konur að en vilja og er það í samrœmi við erlendar rannsóknir, þar sem konur lýsa ánœgju með um- önnun og þjónustu I samfelldu þjón- ustukerji (Biro, Waldenström, Brown og Pannifex, 2003; Brown ogLumley, 1994; McCourt og Page, 1996; van Teijlingen, Hundley, Rennie, Graham og Fitz- maurice, 2003). Samkvœmt rannsókn- um hefur samfelld þjónusta ják\>œð áhrif á starfsánœgju Ijósmœðra, þar sem þœttir eins og sambandið, sem þær mynda við konuna, betri nýting hæfni þeirra og þekkingar, stjórn á vinnu þeirra og vinnutíma hafa hvað mest áhrif. Samt sem áður virðist mikið álag og binding valda því að sumar Ijós- mœðranna gefast upp og hœtta (Allen, Bourke Dowling og Williams, 1997; Árdís Ólafsdóttin Ijósmóðir í Hreiðrinu á LSH og aðjúnkt í Ijósmóðurfræði við Háskóla Islands * Ritrýnd grein Green, Curtis, Price og Renfrew, 1998; Sandall, 1997). Verðandi foreldrum er i auknum mœli boðið upp á samfellda þjónustu Ijósmœðra á Islandi, einkum í meðgönguvernd og sœngurlegu. Ekkert eitt þjónustuform er það eina rétta en mikilvœgt er að samfelld þjónusta Ijós- mæðra sé raunhœfur valkostur og að boðið sé upp á mismunandi valkosti i barneignarferlinu, með áherslu á sam- fellu, þannig að konur og Ijósmæður geti fundið það þjónustuform sem þeim hentar. Söguleg þróun samfelldrar Ijósmæðraþjónustu Undanfarna áratugi hefur verið í gangi nokkur umræða um það hvers konar barneignarþjónusta henti best í nútíma- samfélagi, þar sem komið sé sem best til móts við óskir og þarfir verðandi for- eldra. I vestrænum þjóðfélögum lækkaði tíðni mæðra- og ungbarnadauða mjög á síðustu öld og hefur haldist mjög lág frá seinni hluta hennar. Var þá í auknum mæli farið að huga að upplifun og ánægju kvenna með þá umönnun og þjónustu sem þær fá í barneignarferl- inu. Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að upplifun kvenna á þessum mikil- væga tíma hafi langtíma áhrif á þær og samband þeirra við barnið sitt (Oakley, Hickley, Rajan og Rigby, 1996). Bætt staða og menntun kvenna í hinum vestræna heimi, sem náðst hefur m.a. fyrir tilstilli kvenréttindabaráttu síðustu aldar, hefur fært konum aukin áhrif og sjálfstæði. Þær láta frekar i ljós skoðun sína og óskir og einnig er í dag meiri gaumur gefinn að rödd neyt- andans. I Englandi gaf ríkisstjórnin út skýrsl- ur og meðmæli, sem voru byggð á könnunum, sem gerðar voru á óskum og þörfum kvenna í barneignarferlinu. Ein slík skýrsla er Changing Childbirth skýrslan og samkvæmt henni á um- önnun í barneignarferlinu að miðast við þarfir og óskir konunnar með áherslu á val, stjóm á aðstæðum og samfellda þjónustu (Department of Health, 1993). í hugmyndafræði og stefnu Ljósmæðra- félags íslands er lögð áhersla á þessa þætti og á að auka hlut samfelldrar þjónustu ljósmæðra í barneignarferlinu (Ljósmæðrafélag íslands, 2000). Krafan um breytingar á þjónustu í barneignarferlinu kom upphaflega frá konum sem voru óánægðar með um- önnun á stofnunum, sérstaklega á sjúkrahúsum, en þangað flutti mest öll þjónustan um miðja síðustu öld. Ljós- mæður hafa einnig lýst óánægju sinm með vinnufyrirkomulag innan sjúkra- húsa, þar sem þær hafa glatað sjálfstæði sínu að ákveðnu marki (McCourt og Page, 1996; Robinson, 1993). Stofnanavæðing barneignarferlisins hefur haft gífurleg áhrif á ljósmóður- hlutverkið. Tækni hefur leyst af hendi mannlegan stuðning og klíníska hæfm- Skipulag ljósmæðraþjónustunnar innan sjúkrahúsa hefur stúkað í sundur barn- eignarferlið, þannig að mismunandi ljósmæður sinna konunum í stuttan tima á meðgöngu, í fæðingu eða sængur- legu. Afleiðingin er skortur á samfellu> sem getur komið í veg fyrir árangurs- ríka og heildræna umönnun. Sérhæfmg ljósmæðra verður á afmörkuðu sviði barneignarferlisins, á meðan þær glata hæfni og þekkingu á öðru (Arney> 1982; Page, 1996). 6 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.