Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 23
Auglýsing (Öryggi bavna í byrirrúmi - Eitt belti - tvö líf BeSafe meðgöngubelti er nýr öryggisbúnaður á íslenskum markaði sem VÍS er að byrja að kynna og selja í öryggisverslun sinni. Það er sérstaklega hannað til að verja börn í móðurkviði fyrir hnjaski af völdum bílbelta. Þar sem venjuleg bílbelti strekkjast yfir kvið getur barnið orðið fyrir verulegum þrýstingi ef hemlað er harkalega eða bíllinn lendir í árekstri. Slíkt ála getur leitt til fósturskaða og jafnvel fósturláts. BeSafe meðgöngubeltið færir átak hefðbundinna bíl- beltaóla frá kvið að mjöðmum konunnar. Um erað ræða púða sem lagður er í sætið og verðandi móðir sest á. Opnanle lykkja er á púðanum og gegnum hana smeygir notandinn mjaðmastreng þriggja punkta bílbeltis. Þar með skorðast; mjaðmastrengurinn undir kvið notandans. Meðgöngubeltið hefur sannað gildi sitt erlendis og va ófædd börn í fjölda umferðaróhappa. Mælt er með því a' barnshafandi konur byrji að nota beltið snemma á meðgöngu Meðgöngubeltið getur hjálpað mörgum Herdís Storgaard, verkefnisstjóri slysavarna barna hjá Lýð- heilsustöð, telur að meðgöngubeltið geti tvímælalaustgagn- ast þeim konum sem eiga í erfiðleikum með að halda neðri hluta bílbeltisins kyrrum við mjöðm. Þetta sé einfaldur bún- aður sem verji kviðinn fyrir átaki bílbeltisins. Hún segir að borið hafi á því að ófrískar konur veigri sér við að spénna bílbeltin og jafnvel hafi borist inn á borð til hennar upplýs- ingar um að læknir hafi beinlínis ráðlagt þungaðri konu að nota ekki bílbelti! Slíkt sé hrein firra enda lífsnauðsynlegt bæði konum og ófæddum börnum að hafa beltin ætíð spennt. göngubeltið sé hins vegar kærkomin viðbót til að skoi bílbeltið rétt. Herdís ráðleggur ófrískum konum að aka ekki bíl síðustu™ tvær vikur meðgöngu vegna öryggispúðanna sem blásast út í bílum við árekstur. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fóstur ef púði spretti fram þegar ófrískar konur séu undir stýri. Hins vegar geri minna til ef þær sitja farþegamegin og gæti þess að stilla sætið eins aftarlega og langt frá mælaborði og kostur sé. BeSafe meðgöngubeltin hafa staðist sömu prófanir og öll önnur bílbelti en beltið er hannað af Lloyds Industri sem framleiðir einnig hefðbundin bílbelti fyrir bílaiðnaðinn. Nýlegar bandarískar rannsóknir benda til allt að 4.000 fósturláta þar í landi árlega vegna áverka frá bílbeltum og stýri. Svipaður fjöldi barna fæðist með áverka af sömu ástæð- um. Margar konur, sem tóku þátt í rannsóknunum, sögðust hafa reynt að skorða bílbeltið undir kvið en beltið hafi færst upp við hreyfingar í akstri. Þessi tilhneiging eykst eftir því sem lengra líður á meðgöngu og kúlan stækkar en er einnig áberandi þegar lágvaxnar konur eiga í hlut. Með tilkomu BeSafe meðgöngubeltisins eiga slík vandamál að heyra sögunni til. Barnabílstólar VÍS Barn þarf þrjá bílstóla á þroskaskeiði sínu, svo að hámarks- öryggi sé tryggt og öryggisbúnaður henti stærð barnsins. Það er hagkvæmt að leigja barnabílstóla frá VÍS, því auðvelt er að skipta stólunum út þegar barnið stækkar. Með því að gera samning við VÍS til 5 ára færðu afnot af öllum stólunum sem barnið þarf á að halda á þroskaskeiði sínu. Að 5 ára samn- ingstíma loknum eignastu svo BeSafe 1-2-3 sem barnið getur notað til 10 ára alcjprs. Einnig er hægt að gera leigusamning til skemmri tíma. Barn undir 150 cm að hæð má aldrei sitja fyrirframan virkan loftpúða. Mælt er sérstaklega með bakvísandi barnabílstólum fyrir börn yngri en 3-4 ára. Sænskar rannsóknir hafa sýnt að við alvarlegan árekstur minnka líkurTáverkum um 60% ef börn eru í framvísandi stólum, en líkurnar á áverkum minnka um 90% hjá börnum í bakvísandi stólum. Ástæða þess að barnið er betur varið með bak í átt að akstursstefnu er að þyngd höfuðsins er mun stærra hlutfall af líkamsþyngd en hjá full- orðnu fólki. Höfuðið er einungis í kringum 6% af heildar líkamsþyngd hjá fullorðnum einstaklingum, en 25% hjá börnum um 9 mánaða aldur. Barnabílstólar VÍS eru leigðir út hjá Þjónustumiðstöð VÍS í Kópavogi fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið og á þjónustuskrif- stofum félagsins um land allt. Barnabílstólar VÍS, sem koma úr leigu, eru vandlega yfirfarnir af sérhæfðu starfsfólki VÍS áður en þeirfara í leigu á ný. Komi í Ijós minnsti galli eða skemmd á burðarvirki stólanna, eru þeir umsvifalaust teknir úr umferð. Öflugt eftirlit VÍS tryggir að barnið njóti alltaf hámarksöryggis. Öllum foreldrum og forráðamönnum VÍS gefst kostur á að leigja barnabílstóla VÍS, óháð því hvaða tryggingafélag skipt er við. Viðskiptavinir VÍS njóta þó helmings afsláttar af leigu- gjaldi. Hægt er að taka staka stóla á leigu eða gera fimm ára samning þar sem leigutaki eignast síðasta stólinn að samn- ingstíma loknum. Barnabílstólar VÍS vaxa þannig með barninu. Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.