Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 34
til að stýra siðferði með valdi. Ströng- um fóstureyðingalögum íylgir beint og óbeint tjón og verður tjónið ekki rétt- lætt nema sýnt verði fram á að mannslíf sé í húfi, þ.e að fóstur í móðurkviði sé fullgild manneskja. Þetta er ótækt og ástæðan fýrir því að ekki er hægt að setja löggjöfinni þrengri skorður nema með ólögmætri valdbeitingu. En að þeirri forsendu gefinni að stjórnvöld ákvæðu að stíga það skref langt aftur í miðaldir með þrengingu löggjafar um fóstureyðingar svo um munaði eða bannaði fóstureyðingar alveg, hefði það voveiflegar afleiðingar í for með sér. Fóstureyðingar mundu færast úr sótt- hreinsuðum spítölum í hendur 3. flokks aðila um allan bæ og þannig yrði heilsa og líf konunnar lagt að veði. Því hug- myndin býður skottulækningum óhjá- kvæmilega heim og ganga þær í ber- högg við ýmis núgildandi lög, s.s lækna- lög nr. 53/1988 þar sem 22.gr. kveður á um að hvers kyns skottulækningar séu bannaðar hér á landi svo ekki sé minnst á 2.mgr. 216.gr. almennra hegningar- laga þar sem segir að hver sá sem ljær móður lið sitt til fóstureyðingar skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Taka skal fram að læknar einir hafa heimild til að framkvæma fóstureyðingar (og ganga hér sérlög framar almennum lögum). Með strangari löggjöf, hvað þá banni við fóstureyðingum værum við fyrst að skíta í eigið hreiður því reynslan hefur sýnt að fóstureyðingum fækkar ekkert þrátt fyrir það. Þessari hugsmíð Evu vísa ég því aftur til foðurhúsanna. Andlegur þroski og samviskan Að sögn Evu eru ófáar konur með flak- andi sár á sálu sinni af samviskubiti eftir að hafa gengið í gegnum fóstur- eyðingu þar sem engin kona losni við minninguna sem skemmi meira og minna allt hennar líf. Bætir því svo við að samviskan segi til sín fyrr eða síðar að svona aðgerð lokinni, það fari svo eftir andlegum þroska viðkomandi hversu langan tíma það taki. Ég efast ekki sekúndubrot um að fóstureyðing sé í alla staði erfið lífs- reynsla og undrast ekki að konum líði illa sem í gegnum hana ganga. Sérstak- lega ef þær ofan á allt annað, mega þola að hafa samskipti við starfsfólk heil- brigðisstéttarinnar sem hafa viðhorf í einhverri líkingu við þau sem ffam koma í grein Evu. Vil því að gefnu til- efni minna á nokkur góð boð í hug- myndafræði ljósmæðra þar sem segir m.a að ljósmæður skuli leitast við að sinna sálrænum, líkamlegum, tilfinn- ingalegum og andlegum þörfum kvenna sem til þeirra leita, hveriar svo sem ástæður þeirra kunni að vera. Þá ber ljósmæðrum að virða rétt kvenna til að taka upplýstar ákvarðanir. j siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga kemur fram að hiúkra beri skiólstæðing- um af virðingu án þess að fara í mann- greinarálit vegna [...] heilsufarsvanda. Að síðustu sýnir það fyrir mitt leyti frekar merki um andlegan þroska ef fólk getur stutt mál sitt vitrænum rök- um ffemur en umdeildum sem hafa guðstrú að bakhjarli. Lokaorð Ég er ekki að bera þann boðskap út að fóstureyðingar séu skilyrðislaust það eina rétta heldur að benda á að hún getur verið einn af réttmætum kostum í aðstöðu þar sem enginn kostur er góður. Fóstureyðing er neyðarúrræði og ber að hafa það ekki í flimtingum. Nær- tækara er að beina kastljósinu að ach stæðum og réttmæti ákvörðunar konu um fóstureyðingu en ekki ranglætis hennar þar sem hugsunarhátturinn sem býr að baki ákvörðuninni snýst ekki um að fóstrið eigi engan rétt til lífs. Hugs- unin að baki slíkri ákvörðun er oftast nær hagsmunaárekstrar s.s. skyldur og ábyrgð gagnvart fóstrinu. Þess vegna er ákvörðunin svo erfið og starf heil- brigðisstétta svo mikilvægt til að veita konum sem frammi fyrir þannig ákvörð- unum standa, óhlutlæga aðstoð við að taka ákvörðun sem hún getur verið sátt í hjarta sínu við þegar fram í sækir. Siðffæðinni er ómögulegt að sýna ffam á hvað sé rétt að gera heldur getur hún aðeins gefið okkur vísbendingu um hvað rétt sé að hafa til viðmiðunar þegar aðstæður eru vegnar og metnar og ákvarðanir í framhaldinu teknar. Ég vil meina að ávinningur með þrengingu löggjafar um fóstureyðingar eða bann við þeim yrði enginn, tilgangurinn helgar einfaldlega ekki meðalið. Lögin kveða á um ósk konu sem styðst rökum er vega þyngra skyldu lækna við „mannlegt líf frá upphafi" sem er þá látin víkja. Ég vil enda umfjöllun mína á að benda á það þýðingarmikla verkefni sem við stöndum ffammi fyrir og ætti að skipta mestu máli í umræðunni um fóstureyðingar og það er að bæta uppeldisskilyrði barna og þannig draga úr félagslegu óréttlæti sem því miður er ástæða margra fóstureyðinga. Heimildaskrá Bækur Keith L. Moore og Vid Persaud (2003). The developing human: clinically oridented embryology (7. útgáfa). Philadelphia, Pennsylvania. Sigurður Líndal (2003). Um lög og lögfræði, grundvöllur laga og réttarheimildir. Reykja- vík: Hið íslenska bókmenntafélag. Vilhjálmur Árnason (2003). Siðffæði lífs og dauða: erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjón- ustu. Reykjavík: Siðfræðistofnun Háskóla íslands. Bæklingar Guðbjörg E. Hermannsdóttir, Inga M. Vilhjálms- dóttir og Jóhanna Hjartardóttir (2005). Bækl- ingur um Fóstureyðingar: upplýsingarit. Landspítali Háskólasjúkrahús. Ljósmæðrafélag íslands. (2000). Bæklingur um Hugmyndafræði og stefhu. Greinar Auðólfur Gunnarsson. (1986). Dæmið ekki. Morgunblaðið 4. september. Hjördís Hákonardóttir. (1973). Eru fóstureyð- ingar réttlætanlegar? Tímarit lögffæðinga (3), 13-30. Jóhann Heiðar Jóhannsson (2002). Meðgöngu- rof. Læknablaðið (4), 20. Vefsíður http://www.althingi.is/ http://www.hagstofa.is/ http://www.ljosmaedrafelag.is/ Lög Almenn hegningarlög nr. 19/1940. Læknalög nr. 53/1988. Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og bameignir og um fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir nr. 25/1975. Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Stjómarskrá lýðveldisins íslands nr. 33/1944. Fmmvarp til lækningalaga. 110. löggjafarþing, 1 ló.mál. Annað Alþjóðasiðareglur ljósmæðra, samþykktar i Vancouver árið 1993. Siðareglur Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga. Oslóaryfirlýsingin, samþykkt um fósturlat framkallað af heilsufarsástæðum. LANDSPÍTALI hAskólasjOkrahús d(pennasvið Lcmdspítaíam óskar öHum [jósrruzðrum ogfjökkykdum peirra gkeðikgrajóka og farsczídar á nýju ári. 34 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.