Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 7
Samfelld þjónusta þarf ekki að þýða að þjónustan sé betri, en hún eykur •nöguleikann á því, m.a. fyrir tilstilli sambandsins, sem þekkt er að myndast milli ljósmóður og konu í gegn um ferlið (McCourt og Page, 1996; Sandall, 1997). Ýmis umönnunarform, þar sem lögð er áhersla á samfellda þjónustu hafa verið þróuð og komið á í Englandi og kannanir á þessum ein- 'ngum lýsa mismunandi niðurstöðum. I heildina hafa konur og ljósmæður verið ánægðar með samfellda þjónustu en hluti ljósmæðranna hefur gefist upp á vinnufyrirkomulaginu (Allen o.fl., 1997; Green o.fl., 1998) af ástæðum sem verður farið í hér á eftir. Skilgreining - mismunandi þjónustuform Aður en lengra er haldið er við hæfi að skilgreina hugtakið samfelld þjónusta °g kanna hvað þar liggur að baki, sér- staklega með tilliti til ljósmæðraþjón- nstu, eins og hún hefur þróast í Eng- •andi og á íslandi. Samkvæmt Orðabók ^Vebster's (1973) þýðir orðið samfella (continuity) ótruflað samband, fram- hald eða sameining. Innan ljósmæðraþjónustu er hægt að skipta gróflega niður í tvennt því formi samfelldrar þjónustu sem unnið er eftir. Annars vegar er samfelld þjónusta einnar og sömu ljósmóður, þar sem ein Ijósmóðir er aðalumönnunaraðili og ber abyrgð á umönnun ákveðins hóps kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu (one-to-one midwifery care, Personal caseload practice, continuity °f carer). Ljósmóðirin veitir sína um- °nnun þar sem konan vill, hvort sem það er heima, úti í samfélaginu, á heilsu- gæslustöð, fæðingarheimili eða á sjúkra- húsi. Ljósmóðirin ber ábyrgð á skipu- lagningu og framkvæmd þjónustunnar í 8egn um barneignarferlið. Hins vegar er form samfelldrar ljós- niæðraþjónustu sem einkennist af því aö ljósmæðrateymi annast umönnun akveðins hóps kvenna (team mid- wifery, group practice, continuity of Care). Æskilegt er að ekki séu fleiri en Sex í hópnum og þær vinna eftir sömu hugmyndafræði þannig að minni hætta er á mismunandi ráðgjöf og upplýs- lngum til kvenna. Hver ljósmóðir annast sinn hóp kvenna á meðgöngu og 1 sængurlegu, en síðan hugsar sú ljós- rn°ðir, sem er á fæðingarvakt hverju Slnni um konuna í fæðingu og tekur á ntoti barninu. Þannig að tilviljun ræður ^v°rt „hennar“ ljósmóðir tekur á móti barninu. Dæmi um þetta form hér heima er MFS-einingin (M - með- ganga, F - fæðing, S - sængurlega), sem starfað hefur innan Landspítalans á Hringbraut síðan 1994, nema hvað þar eru nú fleiri ljósmæður í hóp en venjulega er mælt með eða níu. Upphaflega starfaði einn ljósmæðra- hópur innan Landspítalans, en vegna mikilla vinsælda meðal kvenna var ákveðið að bæta öðrum hóp við árið 2000, sem var með sjö ljósmæður inn- anborðs og var ég ein þeirra. Hug- myndin var upphaflega að hann starfaði aðeins öðruvísi en fyrri hópurinn eða eftir „one-to-one“ hugmyndafræðinni, en hætt var við það meðal annars vegna þess að það kerfi þótti of dýrt í rekstri, auk þess sem ljósmæðrunum fannst almennt bindingin vera of mikil. Fljót- lega störfuðu þessir tveir hópar því á svipaðan hátt og voru síðan sameinaðir. Áhersla er lögð á að styðja við eðli- legt barneignarferli og koma í veg fyrir óþarfa inngrip, en markmið MFS-ein- ingarinnar eru eftirfarandi: • Að verðandi foreldrar fái samfellda þjónustu sömu ljósmóður í með- göngu, fæðingu og sængurlegu. • Að veita foreldrum persónulega þjón- ustu og fræðslu, þar sem leitast er við að mæta þörfum og óskum hvers og eins. • Að gera verðandi foreldrum fært að taka aukna ábyrgð varðandi með- göngu, fæðingu og sængurlegu. • Að fjölskyldan sameinist sem fyrst og stuðla þannig að tengslamyndun. Kostnaður - hagkvæmni samfelldra þjónustukerfa Samkvæmt heimildum hafa kostnaðar- skýrslur í Englandi, Bandaríkjunum og Kanada, sýnt að miðstýring bameignar- þjónustu hefur ekki reynst hagkvæm (Sandall, 1995). Þegar verið er að koma á breytingum á skipulagi þjónustu er hagkvæmni hins nýja kerfis mikilvæg, sérstaklega innan heilbrigðiskerfisins, þar sem stöðugar kröfur em um niður- skurð.Ýmsir þættir hafa áhrif á kostnað við rekstur samfelldrar þjónustu ljós- mæðra eins og að hluti þjónustunnar fer fram í heimahúsi sem sparar dýr sjúkra- húsrými. Það hefur verið talinn kostur samfelldrar þjónustu að hlutverk yrðu skýrari og endurtekning þjónustu þar af leiðandi minni (Árdís Ólafsdóttir, 1999). Samkvæmt Klein o.fl. í Flint (1993) höfðu eftirfarandi þættir, sem einkenna samfelld þjónustuform, lækkandi áhrif á kostnað: • Mat snemma í fæðingu heima - minni tími á sjúkrahúsi. • Minni þörf fyrir verkjalyf. • Færri inngrip. • Minni fósturstreita, hærri apgar og sjaldnar þörf fyrir endurlífgun. Mat hefur verið gert á samfelldri ljósmæðraþjónustu við tvö sjúkrahús í London (Queen Charlotte's og Hammer- smith) og reyndist kostnaður u.þ.b. sá sami og við hefðbundna þjónustu (McCourt og Page, 1996). Hér á landi hefur hagkvæmni MFS-einingarinnar, eins og hún er rekin á Landspítala- háskólasjúkrahúsi verið sambærileg við hefðbundna fæðingarþjónustu í heil- brigðiskerfinu (Hermína Stefánsdóttir, 2005). Innleiðing samfelldrar Ijósmæðraþjónustu Sífellt er verið að kanna hvers konar bameignarþjónustu konur vilji í þeim tilgangi að koma betur til móts við þarfir þeirra. Ein slík var gerð í Svíþjóð og leiddi í ljós að ef sænskar konur gætu valið sér fæðingarstað myndu heimafæðingar aukast tífalt og 20 stærstu sjúkrahús Svíþjóðar yrðu að koma á fót fæðingarheimili, þar sem áhersla væri á samfellda þjónustu (Hildingsson, Waldenström og Radestad, 2003). Svipað er uppi á teningnum hér á landi, þar sem mun færri komast að, en vilja, í MFS-einingunni; en hafna þarf u.þ.b. 30 konum á mánuði (munn- leg heimild MFS-ljósmæður í maí 2005). Ljósmæðraþjónusta, þar sem lögð er áhersla á samfellu hefur verið sett á laggirnar víða í Englandi, með það íyrir augum að koma betur til móts við óskir og þarfir kvenna í barneignarferlinu, en einnig vegna þess að Ijósmæður hafa viljað starfa á þennan hátt. Einingar, þar sem boðið er upp á samfellda þjónustu hafa verið skipu- lagðar bæði innan og utan sjúkrahúsa og þá oft í tengslum við heilsugæslu (Green o.fl. 1998). Efasemdir hafa verið um hvort slík þjónusta geti þrifist innan sjúkrahúsa, þar sem hugmynda- fræðin og skipulagið er svo ólíkt. Flest slík MFS þjónustuform leggja að vísu áherslu á að sem mestur hluti þjónust- unnar fari fram utan sjúkrahúsa; á heimili kvennanna og úti í heilsu- gæslunni og dæmi eru um að þau daíni innan sjúkrahúsa þar sem góður undir- búningur hefur verið til staðar (Árdís Ólafsdóttir, 1999; Leap, 1996; McCourt Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.