Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12
 Kveðja frá Isafirði Um árabil var skortur á ljósmæðrum á ísafirði og hafði ekki tekist að manna þær stöður sem í boði voru. Ein ljósmóðir, Sigríður Olöf Ingvarsdóttir var starfandi á fæðingadeildinni frá áramótum 1999-2000, þar til að Margrét Ásdís Bjarna- dóttir kom til starfa vorið 2003. Ljósmæður voru þó duglegar að koma vestur og leysa Sigríði af og eru ófá nöfn ljósmæðra sem við höfum séð að hafi komið hingað vestur. Tvö stöðugildi voru fyrir ljósmæður á fæðingadeildinni og voru fæðingarnar þeirra aðalstarfssvið ásamt því að sinna konum í sængurlegu. Mæðravernd fór fram á heilsugæslunni þar sem að ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur sáu um konur á meðgöngu. Árið 2003 voru íbúar ísaijarðarbæjar (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og ísatjörður) 4.127 eða 1,42% lands- manna. Við þessa tölu bætast síðan íbúar Bolungarvíkur og Súðavíkur því þrátt fyrir að þessir tveir staðir tilheyri ekki ísafjarðarbæ þá fæða flestar konur frá þessum stöðum á ísa- firði, því þar er eina fæðingadeildin á norðanverðum Vest- fjörðum. Fæðingar hafa verið á bilinu 50-70 á ári síðastliðin 5 ár. Þegar skoðaðar eru tölur fæddra barna á Vestijörðum þá kemur í ljós að það er töluverður ijöldi sem fæðist ekki á ísa- firði. Til dæmis fæddust 96 börn á Vestijörðum á síðasta ári samkvæmt Hagstofu íslands. Tölur Hagstofu eru miðaðar við lögheimili móður barns á fæðingardegi þannig að barnið telst fætt á Vestijörðum ef móðirin er skráð til heimilis þar. Miðað við að árið 2003 fæddust 49 börn á Heilbrigðisstofnuninni isafjaröarbæ er nær helmingur bama á Vestfjörðum sem fæðast annars staðar en á ísafirði og óhætt er að segja að það sé heldur stórt hlutfall. í júní 2004 útskrifuðumst við þrjár héðan að vestan sem ljósmæður, Ásthildur, Brynja Pála og Halldóra. Bóklega hluta námsins stunduðum við að mestu í fjarnámi í gegnum ijar- fundabúnað en verklegi hluti námsins fór að mestu leyti fram á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Eins og gefur að skilja kostaði þetta ijarveru frá ijölskyldu og vinum og tókum við á það ráð að leigja saman litla íbúð syðra og bjuggum þar þrjár saman í sátt og samlyndi meðan á námstíma stóð. Þetta var erfður tími vegna ijarveru frá fjölskyldu, en mjög ánægju- legur. Skólinn var mjög skemmtilegur og kynntumst við þar frábærum hóp verðandi ljósmæðra sem við höldum góðum tengslum við í dag. Heilbrigðisstofnun IsaQarðarbæjar styrkti okkur til námsins og höfum við því bundið okkur til starfa við stoínunina um skeið. Nú störfum við hér 4 Ijósmæður, Margrét Ásdís sem var hér íyrir og við þrjár sem útskrifúðumst í fyrra. Sigríður Ólöf Ingvarsdóttir er nú starfandi á Þingeyri og sér hún um hjúkrun þar á staðnum jafnframt því að sinna þeim konum sem þurfa á mæðravernd og ungbarnaeftirliti að halda þar. Boðið er upp á ómskoðanir einu sinni í viku og sér Sigrún Magnúsdóttir Ijósmóðir um það. Nú eru við alltaf tvær til þrjár ljósmæður á stoíhuninni frá 8-16 á virkum dögum og ein um helgar. Bakvaktir eru á virkum dögum frá klukkan 16-8 og frá 16 á föstudegi til klukkan 8 á mánudagsmorgni Með þessum breytingum sköpuðust miklir möguleikar á að gera starfið íjölbreyttara og að okkar mati meira spennandi. Nú bjóðum við uppá meiri samfellda þjónustu þar sem við sjáum um mæðravernd, foreldrafræðslu, fæðingar, sængur- legu og allt ungbarnaeftirlit þar til börnin fara í skóla. I mæðravernd sér hver ljósmóðir um sínar konur, en þegar að fæðingu kemur er það sú sem er á vaktinni sem tekur á móti barninu. Við reynum að sjá til þess að konurnar/pörin séu búin að hitta okkur allar áður en að fæðingu kernur og hefur það tekist nokkuð vel. Við hittum pörin gjarnan á for- eldrafræðslunámskeiðunum en við hófum að bjóða upp á þau í fyrrahaust og höfum náð að halda 6 námskeið sem hafa verið mjög vel sótt. Við veitum nú meiri þjónustu á litlu stöðunum i kring um Isafjöró. Það hefur ekki verið boðið upp á heimaþjónustu eftir fæðingar en okkur finnst að það ætti að vera valkostur í frarn- tíðinni ef konur hafa áhuga á því. Með því að fara á Suðureyri og Súðavík einu sinni í viku forum við með þjónustuna til fólksins í stað þess að það þurfi að sækja hana á ísafjörð. Starfandi ljósmóðir á Þingeyri sér um Þingeyri og Flateyri. í viðbót við starfið okkar hér á ísafirði reynum við að fara reglulega til Reykjavíkur að starfa á Fæðingadeildinni en við höfum verið svo heppnar að hafa þar lítið stöðugildi sem gerir okkur það kleift. Þetta finnst okkur afar mikilvægt til að halda okkur við i starfi og hitta Ijósmæður og annað fagfólk. Við höfum verið nokkuð duglegar að sækja símenntun og reynt að fara á þau námskeið og ráðstefnur sem í boði eru fyrir ljósmæður. Við erum mjög stoltar af því að vera allar búnar að sækja nálastungunámskeið sem er góð viðbót við þau úrræði sem í boði eru hér en það má nefna að ekki er í boði epiduraldeyfing í fæðingum hér vestra. Síðastliðið vor keyptum við litinn pott svipaðan og er notaður í heima- fæðingum syðra til að bjóða konum að nota á meðan útvíkk- unartímabilinu stendur. Kæru ljósmæður við vonumst til að með greinarstúf þessum höfum við gert nokkra grein fyrir því sem við erum að gera hér fyrir vestan. Þrátt fyrir að ýmsar breytingar hafa orðið hér vestra er nokkuð ljóst að ekki verður þar staðar numið, óplægður akur er á ýmsum sviðunr, svo framundan eru spennandi tímar. Bestu kveðjur, Asthildur Gestsdóttir Brynja Pála Helgadóttir Halldóra Karlsdóttir Margrét Asdís Bjarnadóttir 12 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.