Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 21
uni kosti og ókosti deyfingarinnar, fylgi-
kvilla og útkomu. Greinarhöfúndur vill
einnig taka fram að mikilvægt er að
fræða verðandi foreldra um áhrif mænu-
rótardeyfingar á bamið og láta þá vita
uð rannsóknir vanti um frekari áhrif.
Olíkar skoðanir virðast vera meðal
ijósmæðra og lækna sem sinna barns-
hafandi konum, hvort ráðleggja eigi
konum með tvíbura að fá mænurótar-
deyfingu í fæðingu. Læknar virðast
ffekar vera þeirrar skoðunar að hvetja
konur með tvíbura til að fá deyfinguna
m.a. vegna hættu á inngripum á borð
við sogklukkur og keisaraskurði en ljós-
niæður virðast hafa ríkari tilhneigingu
hl að meta hvort konan þurfi deyfing-
una (Hofmeyr og Drakeley, 1998;
Evans, 1997).
Samkvæmt Mann og Albers (1997),
Virðist mismunandi eftir heilbrigðis-
starfsmönnum hvaða og hversu miklar
uPplýsingar þeir gefa. Svæfingalæknar
virðast gera minna úr aukaverkunum
deyfingarinnar á meðan ljósmæður
§era mikið úr þeim. Sú spuming vaknar
kvort ekki þurfi að auka þátt svæfinga-
Iskna i fræðslu um mænurótardeyfingu
a rneðgöngu, þar sem þeir leggja deyf-
*nguna og þekkja hana best, bæði fræði-
lega og „klínískt“. Almenningur á rétt á
aó fá hlutlausar upplýsingar frá heil-
Erigðisstarfsfólki. Ljósmæður sem sinna
tueðgönguvemd veita konum sem það
k'8gja, fræðslu um deyfinguna. En
konan þarf að vera tilbúin að taka við
hpplýsingununt og vinna úr þeim.
Stundum vill það brenna við að konan
hefúr ekki aflað sér nægrar vitneskju á
meðgöngu hvort sem er í mæðravernd,
á netinu í bókum eða bæklingum.
Ákvörðun hennar um deyfinguna getur
þá ákvarðast af samfélagsumræðu, sem
oft virkar mjög sterk en er varhugaverð
þar sem hún getur byggst á persónu-
legri upplifun í stað fræðilegra stað-
reynda. Ákveði hún að fá deyfinguna
þegar í fæðinguna er komið þá veltur
það á ljósmóður og svæfingalækni sem
konan hittir hversu miklar upplýsingar
hún fær. Oftast er þá einungis tími fyrir
aðalatriðin og fræðslan verður því yfir-
borðskennd en ætti þó að fara fram ef
konan á að fá deyfinguna. Konur eiga
rétt á að þekkja möguleg áhrif þess sem
gert er i fæðingunni.
Lokaorð
í greininni hefúr verið fjallað um
notkun mænurótardeyfingar í fæðingu.
Upphaflega var deyfingin ætluð konum
með áhættuþætti en vegna góðrar
reynslu þessara kvenna hefúr sívaxandi
hópur kvenna óskað eftir henni í fæð-
ingu. Notkun hennar hefurþví aukist án
þess að nægar rannsóknir séu til staðar
um áhrif deyfingarinnar. Greinarhöf-
undur telur að deyfingin sé of mikið
notuð hjá konum í eðlilegu barneignar-
ferli miðað við hversu áhrif hennar eru
lítið rannsökuð. Þar sem ljósmæður eru
í mikilli nálægð við konur og börn
þeirra í bameignarferlinu, er þetta svið
þar sem þær gætu látið til sín taka.
Rannsóknir vantar t.d. um hvort mæður
hafi verið ánægðar með deyfinguna,
hvort sömu konur velji að fá hana aftur,
ástæður að baki ákvörðunar þeirra,
vitneskju kvenna um deyfinguna og
hvernig andleg líðan þeirra er eftir
notkun deyfingarinnar. Sömuleiðis
þyrfti að rannsaka bæði skammtíma- og
langtímaáhrif deyfingarinnar á líkam-
lega og andlega þætti. Hér á landi
virðast engar rannsóknir hafa verið
gerðar um áhrif mænurótardeyfingar í
fæðingu og því óþijótandi efni sem
hægt væri að taka fyrir.
Höfundur styður þá skoðun fræði-
manna að fræðsla um mænurótardeyf-
ingu eigi að fara fram í mæðravernd þar
sem konur hafa tíma og eru í ástandi til
að meta allar tiltækar upplýsingar áður
en þær (og mögulega stuðningsaðili
þeirra) taka ákvörðun. Taki konan
ákvörðun um að fæða án lyfja þarf
ljósmóðirin að vera tilbúin að aðstoða
hana við það og draga úr þáttum sem
aukið geta verki konunnar. Þrátt íyrir
stöðuga innreið hátækni eru ljósmæður
oftast að aðstoða heilbrigðar konur sem
eru að ganga í gegnum eðlilegt ferli.
Þvi er það mikilvægt verkefni að ljós-
mæður styðji og efli sjálfsöryggi
kvenna í fæðingu.
Líkt og ffam kemur í greininni þá
telja vísindamenn að fæst inngrip verði
í tengslum við deyfinguna á öðru stigi,
ef bætt er á deyfinguna eftir að útvíkk-
un líkur og beðið eftir að konan fái
ósjálffáðan rembing. Þetta ættu ljós-
mæður og læknar að hafa hugfast svo
draga megi úr áhættu sem deyfingunni
fylgir.
Ljóst er að notkun mænurótar-
deyfinga hefur aukist síðastliðin ár hér
á landi. Margir velta fyrir sér hvað sé til
ráða. Greinarhöfundur telur mikilvægt
að heilbrigðisstarfsfólk haldi áfram að
afla sér nægrar vitneskju um deyfing-
una og deili henni á skýran og hlut-
lausan hátt til barnshafandi kvenna og
stuðningsaðila þeirra þannig að fúll-
nægjandi upplýsingar fáist, sem aftur
getur skilað sér í minnkandi notkun á
deyfingunni í eðlilegum fæðingum
Höfundur telur einnig að það sé hlut-
verk ljósmæðra og svæfinga- og
fæðingalækna að fræða almenning um
mænurótardeyfingu til að efla viðhorf
sem gæti dregið úr notkun hennar.
Heilbrigðisstarfsfólk vill veita sem besta
heilbrigðisþjónustu. Felst það ekki m.a.
i því að börn komi ekki undir áhrifum
lyfja í heiminn?
Heimildaskrá
Ástríður Jóhannesdóttir (2000, febrúar). Deyf-
ingar og verkjalyf í fœðingu. Fyrirlestur
fluttur í námi í Ljósmóðurfræði, HÍ, Reykja-
vík.
Balaskas, J. (1991). New Active Birth; A
Concise Guide to Natural Childbirth,
London: Thorsons.
Bevis, R. (1999). Obstetric anaesthesia and
operations. í V.R. Bennett og L.K. Brown,
(Ritstj.), Myles Textbookfor Midwives (539-
564). London: Churchill Livingstone.
Dozer, J.og Baruth, S. (1999). Epidural
epidemic. Drugs in labor: Are they really
necessary... and even safe? (veraldarvef-
urinn). www.mothering.com.
Eltzchig, H.K., Lieberman, E.S., Camann,
W.R. (2003). Regional anesthesia and
analgesia for labor and delivery. The New
England Journal of Medicine, 348(4),319-
333.
Enkin, M., Keirse, M.J.N.C., Renfrew, M. og
Neilson, J. (1995). A Guide to Effective
Care in Pregnancy & Childbirth. Oxford:
Oxford University Press.
Evans, J. (1997). Can a twinbirth be a positive
experience? Midwifery Matters, 74, 6-11.
Finster, M. og Santos, A.C. (1998). The effects
of epidural analgesia on the course and
Llösmæðrablaðið nóvember 2005 21