Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 8
og Page, 1996). Annars staðar hefur
þetta gengið verr (Allen o.fl., 1997;
Green o.fl., 1998).
Rannsókn sem bar saman tvo ljós-
mæðrahópa, sjúkrahúshóp og hóp sem
starfaði utan sjúkrahúss í tengslum við
heilsugæslu i Vestur Essex, leiddi í ljós
að 70% ljósmæðranna sem störfuðu
utan sjúkrahúss lýstu mikilli ánægju
með sína vinnu miðað við 47% sjúkra-
húsljósmæðranna. Þeir gallar sem sjúkra-
húsljósmæðurnar nefndu helst voru of
fátt starfsfólk, of lítill tími, lág laun og
ekki næg samfella í umönnun kvenn-
anna (Green o.fl., 1998).
Samskiptaerfiðleikar við aðra heil-
brigðisstarfsmenn, sérstaklega ljósmæður
og lækna, sem vinna í hefðbundna
sjúkrahúskerfinu, hafa verið til staðar
víða, þar sem MFS-þjónustuform hafa
verið sett á laggirnar. Höfundar telja
ástæðurnar geta verið margar, eins og
hræðsla við að missa spón úr aski
sínum eða að nýja kerfið sé eitthvað
betra en það, sem þeir eiu að bjóða upp
á (Allen o.fl., 1997; Campbell, 1995;
Green o.fl., 1998).
Flestar einingar, sem boðið hafa upp
á samfellda þjónustu, hafa einskorðað
hana við konur i eðlilegri meðgöngu,
og hafa konur lýst óánægju með að
„detta út úr kerfinu“, þegar vandamál
koma upp (Auður E. Jóhannsdóttir,
Guðrún B. Þorsteinsdóttir, Hulda Skúla-
dóttir, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, 2000;
Fleissig, Kroll og McCarthy, 1996).
Sumir ljósmæðrahópar erlendis hafa
annast konur með áhættuþætti, og
haldið því fram að þær þarfnist ekki
síður og jafnvel frekar, samfelldrar
þjónustu ljósmóður, sem þær þekkja
heldur en konur í eðlilegu ferli (Fleissig
o.fl., 1996; Walker, Hall og Thomas,
1995). Sú hugmynd hefur verið sett
fram að koma á fót sérhæfðum „áhættu-
teymum“, sem sinna í samstarfi við
lækna og aðrar viðeigandi heilbrigðis-
stéttir konum með áhættuþætti (Fleissig
o.fl., 1996, Page, 1996). Slíkar hug-
myndir hafa einnig verið uppi hér.
Það hefúr reynst erfitt að koma á
þjónustuformi, þar sem gert er ráð fyrir
að sama ljósnróðirin sinni sömu kon-
unni í gegn um allt ferlið (one-to-one,
continuity of carer). Allen o.fl. (1997)
framkvæmdu mat á þremur ljósmæðra-
hópum í Englandi. Það kom í ljós að
margs konar vandamál koma upp ef
undirbúningur er lélegur bæði varðandi
starfsfólkið og skipulagið. Allir þrír
hóparnir höfðu lagt upp með það að
bjóða upp á samfellda þjónustu í gegn-
um allt ferlið, en tveir þeirra þróuðust
yfir í samfellda þjónustu á meðgöngu
og í sængurlegu, sem gefur til kynna
ákveðna erfiðleika við að viðhalda full-
kominni samfellu í reynd. Ástæðurnar
gætu verið margar, eins og of margar
konur á ljósmóður, bakvaktakerfið of
bindandi, ónógur stuðningur og frítími,
og síðast en ekki síst hentar ekki öllum
ljósmæðrum að vinna á þennan hátt.
Nokkrir þættir eru mikilvægir þegar
verið er að innleiða nýtt kerfi innan
ljósmæðraþjónustunnar. Mikilvægt er
að þær ljósmæður, sem starfa saman í
hóp, taki þátt í að skipuleggja þjón-
ustuna frá upphafi. Undirbúningstím-
inn verður að vera nægur; mælt hefúr
verið með 18 mánuðum. Upplýsinga-
flæði til þeirra sem hlut eiga að máli og
stuðningur ffá yfirmönnum er nauð-
synlegur (Allen o.fl., 1997; Campbell,
1995; Green o.fl., 1998). Þjálfun og
endurmenntun ljósmæðranna eftirþörf-
um, er mikilvæg. Nauðsynlegt er að
meta þjónustuna oft út frá þáttum eins
og hagkvæmni, útkomu og ánægju,
hafa hana sveigjanlega og breyta henni
og þróa eftir þörfum (Green o.fl., 1998;
McCourt og Page, 1996).
Samfelld þjónusta - upplifun
kvenna
Fjölmargar rannsóknir hafa verið
gerðar um upplifun kvenna af þjónustu
í barneignarferlinu, og hvemig þær
vilja hafa umönnunina og hefúr aðal-
mælikvarðinn verið ánægja kvennanna.
Samkvæmt Wagner (1994) er
ánægja konu með sína umönnun og
þjónustu í barneignarferlinu einn mikil-
vægasti mælikvarðinn á gæðum þjón-
ustunnar. Nokkrar rannsóknir hafa
einnig leitt í ljós langtímaáhrif fæð-
ingarreynslunnar á samband móður og
bams og sjálfsöryggi hennar sem móður
(Oakley o.fl. 1996). Önnur atriði eins og
minni verkjalyfjanotkun, færri inngrip,
hærri einkunn barns við fæðingu (apgar
score) eru einnig mikilvæg þegar verið
er að meta umönnun eða þjónustu
(Brown og Lumley, 1994; Klein 1983 í
Flint 1993). í raun er þó erfitt að að-
greina líffræðilegar og sálfélagslegar
breytur þar sem þær hafa gagnkvæm
áhrif. Rannsakendur hafa bent á ákveðna
erfiðleika við að meta upplifún kvenna
af barneignarferlinu af ýmsum sökum;
konur hafa tilhneigingu til að meta
þessa reynslu jákvætt vegna tilfinn-
ingalegs gildis þessa stóra atburðar sem
barnsfæðing er (van Teijlingen o.fl.,
2003). Einnig er oft litið svo á að sú
þjónusta, sem í boði er hljóti að vera sú
besta (Porter og Maclntyre, 1984).
Þeir þættir sem virðast skipta konur í
barneignarferlinu mestu máli sam-
kvæmt rannsóknum eru að þekkja Ijós-
móðurina sem tekur á móti barninu,
stuðningur, að geta tekið þátt í ákvarð-
anatöku, virðing, samfelld þjónusta og
traust samband við ljósmóður (Berg,
Hermansson, Lundgren og Wahlberg,
1996; Biró o.fl., 2003; Brown og Lumley,
1994; Flint, Grant og Poulengeris,
1989; Hundley o.fl., 2001; McCourt og
Page, 1996; Ólöf Ásta Ólafsdóttir,
1992; Sigríður Halldórsdóttir og Sig-
fríður Inga Karlsdóttir, 1996; van
Teijlingen o.fl., 2003; Walsh, 1998).
Vilja Ijósmæður starfa við
samfellda þjónustu?
Flestar ljósmæður dagsins í dag hafa
verið mótaðar af menntun, starfsþjálfun
og reynslu, sem byggir á hinu læknis-
fræðilega módeli. Samfelld þjónustu-
form byggja hins vegar yfirleitt á hug-
myndafræði ljósmóðurfræðinnar þar
sem lögð er áhersla á að barneign sé
lífeðlislegt ferli en ekki sjúkdónrur, að
koma eigi í veg íýrir ónauðsynleg inn-
grip og að virða beri óskir og ákvarð-
anatöku hinna verðandi foreldra (nám-
skrá í ljósmóðurfræði H.Í., 2004).
Ákveðinn hluti ljósmæðra veigrar
sér við að starfa við samfellt þjónustu-
form, líklega vegna þess að þær þekkja
það ekki og hafa ekki reynt það. Aðrar
líta á hið læknisffæðilega og tækni-
vædda módel sem það öruggasta og
vilja vinna innan þess.
Rannsókn, sem gerð var árið 1990 á
viðhorfi ljósmæðra í Englandi til síns
hlutverks, leiddi í ljós óánægju ljós-
mæðra með þróun hlutverks þeirra. Bar
þar hæst áhyggjur af auknum afskiptum
lækna af konum í eðlilegu ferli og
óánægja ljósmæðra með að geta ekki
nýtt til fúllnustu þekkingu sína og
hæfni (Robinson, 1993).
Ljósmæður, sem starfa við þjónustu-
einingar, sem bjóða upp á samfellda
þjónustu, þurfa að búa yfir ákveðnum
sveigjanleika og skipulagshæfileika.
Þær þurfa að geta unnið sjálfstætt og
skipulagt sitt starf með tilliti til þarfa og
óska sinna kvenna. Ljósmæður a
Kvennadeild LSH, sem höfðu reynslu
af að vinna sjálfstætt og við samfcllda
þjónustu höfðu frekar áhuga á að starfa
þannig (Árdís Ólafsdóttir, 1999). Ljós-
mæður, sem sækja um stöður við
samfelld þjónustuform eru venjulega
yngri, nýlega útskrifaðar, með nokk-
8 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005