Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18
Mænurótardeyfing í fæðingu
Inngangur
í verklegu námi mínu í Ijósmóðurfrceði,
varð ég fljótt vör við að margar barns-
hafandi konur höfðu áhuga á að nýta
sér mœnurótardeyfingu í fœðingu barna
sinna. Þetta kom mér mjög á óvart, því
mér fannst deyfingin oft trufla gang
eðlilegra fœðinga. Eftir því sem leið á
námið, jókst áhugi minn á því að afla
mér þekkingar á þeim rannsóknum sem
gerðar hafa verið á notkun deyfingar-
innar og því ákvað ég að gera loka-
ritgerð um hana.
Tilgangur með vali mínu á verkefn-
inu var jafnframt að hvetja Ijósmæður
til að veita samrœmdar upplýsingar um
mænurótardeyfingu til barnshafandi
kvenna þannig að mögulegt vœri að
draga úr notkun hennar í eðlilegum
fœðingum iþeim tilgangi að fjölga eðli-
legum fæðingum.
1 þessari grein er fjallað um áhrif
mœnurótardeyfingar í fœðingu og
skoðuð áhrif hennar á áhalda- og
keisarafœðingar. Einnig er fjallað um
áhrif deyfingarinnar á móður, barn og
tengslamyndun eftir fæðingu. í lokin er
rœtt um hlutverk heilbrigðisstarfsfólks í
frœðslu um deyfinguna til barnshafandi
kvenna. Greinin er að hluta byggð á
lokaritgerð minni, árið 2001.
Áhrif mænurótardeyfingar í
fæðingu
Áhrif mænurótardeyfingar á gang fæð-
ingar eru ýmiss konar. Helst er þar að
nefna að deyfingin dregur úr losun
hormónsins oxytócín og veldur þannig
ónógum samdrætti í leginu. Talið er að
virkni deyfilyfja á hreyfitaugar valdi
því að konan eigi erfitt með að rembast
á árangursríkan hátt. Mænurótardeyf-
ingin veldur slökun í grindarbotns-
vöðvum sem eykur hættuna á ónógum
snúningi á höfði barnsins sem aftur er
talið valda langdreginni fæðingu
(Gilbert og Harmon, 1993; Howell,
2000; King, 1997).
Lieberman, Davidson, Lee-Parritz
og Shearer (2005) gerðu rannsókn á
1562 konum í fæðingu. Tilgangurinn
var að kanna tengsl mænurótardeyf-
ingar við framhöfúðstöðu. Konunum
var skipt í tvo hópa eftir því hvort þær
fengu mænurótardeyfingu eða ekki.
Birna Ólafsdóttin
Ijósmóðir á fæðingadeild LSH
Lega á höfði barnsins var skoðuð með
sónartæki á fjögurra tíma fxesti í fæð-
ingunni. Niðurstöður sýndu að ef konur
fengu mænurótardeyfingu, voru 12,9%
líkur á að barn þeirra fæddist í fram-
höfúðstöðu (occiput posterior) en að-
eins 3,3% líkur voru á framhöfuðstöðu
hjá bömum mæðra sem ekki fengu
deyfinguna. Rannsakendur telja að
þetta sterka samband mænurótardeyf-
ingar og framhöfuðstöðu dragi úr líkum
á eðlilegri fæðingu.
Talið er að mænurótardeyfing lengi
fæðinguna í heild þ.e. bæði fyrsta og
annað stigið. Þrátt fyrir að erfitt sé að
mæla fyrsta stig fæðingar nákvæmlega,
vegna ólíkra skilgreininga á því hvenær
það hefst, þá telja Eltzich, Lieberman
og Camann (2003) að fyrsta stigið
lengist um 42 mínútur og annað stigið
um 14 minútur.
Olíkar skoðanir era á því hvort hætta
eigi að bæta á mænurótardeyfinguna
þegar útvíkkun er lokið eða bæta á hana
og bíða eftir því að kollur barnsins fari
niður í +2 - +3 við „spina“ og hvetja þá
konuna til að svara rembingsþörf.
Roberts og fleiri (2005) skoðuðu níu
rannsóknargreinar m.t.t. hvor þessara
kenninga stæðist. Þar kom í ljós að
þegar bætt var á deyfinguna eftir að
útvíkkun lauk og konan var hvött til að
rembast þegar hún fyndi rembingsþörf,
virtist draga úr áhaldafæðingum án
þess að keisaratíðni á öðru stigi fæð-
ingar ykist. Sömuleiðis virtist fækka
rifum og klippingum hjá konum, þar
sem þær tengjast áhaldafæðingum.
Einnig kom í ljós að cftir því sem
skammturinn af lyfinu Bupivacain sem
sett var í epidurallegginn á öðru stigi
var minni, því meira dró úr áhaldafæð-
ingum.
Minato (2001) telur einnig að hvetja
eigi konuna til að bíða með að rembast
þar til hún fái þrýstings- eða rembings-
tilfinningu og segir ástæðurnar eftir-
farandi: óeðlilegur og stöðugur remb-
ingur getur leitt til vöðvaþreytu, það að
halda óeðlilega niðri í sér andanum í
hverri rembingshrið geti leitt til ónógs
súrefnisflæðis til barnsins og áreynslan
við rembinginn getur verið óeðlileg hjá
konum sem fengið hafa mænu-
rótardeyfingu vegna skorts á þrýstings-
eða rembingsþörf (bearing-down/
Ferguson). Hún telur að það að láta
konuna rembast áður en rembingsþörf
er til staðar geti verið skaðlegt remb-
ingstækni hennar seinna meir og geti
leitt til þreytu og hættu fyrir fóstrið.
Áhrif á tíðni áhaldafæðinga
Eltzchig, Lieberman og Camann (2003)
hafa sýnt fram á að mænurótardeyfing
tvöfaldar tíðni áhaldafæðinga. Deyf-
ingin er talin minnka rembingstilfinn-
ingu og draga úr starfsemi hreyfitauga
sem hvort tveggja leiði til minni virkni
móður. Deyfingin lengir fæðinguna sem
eykur þreytu móður og stuðlar að
áhaldafæðingu (King, 1997; Eltzich,
Lieberman, Camann 2003).
Áhaldafæðingar geta m.a. aukið
hættu á þvag- og hægðavandamálum og
kynlífsvandamálum hjá konunni eftir
fæðinguna (Goer, 1999).
Þar sem deyfingin dregur úr sam-
dráttarhæfni legsins, þá telja margir að
notkun syntocínondreypis aukist með
aukinni notkun deyfingarinnar. Howell
(2000) komst að því að notkun synto-
cínondreypis væri tvisvar sinnum lík-
legri í hópum þar sem mænurótar-
deyfing hefði verið gefin. Það styðja
Lieberman, Davidson, LeeParritz og
Shearer (2005).
Áhrif á tíðni keisarafæðinga
Talið hefur verið að samband væri mill*
mænurótardeyfingar og aukningar a
keisaratiðni. King (1997) velti því fyrir
18 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005