Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 16
Um mænurótardeyfingar
Mega bara „sérfræðingar" tjá sig?
Viðtal við Helgu Dís Sigurðardóttur
I lok síðasta árs birtist grein í tíma-
ritinu Uppeldi um mœnurótardeyfingu í
fœðingu. Höfundur greinarinnar er
Helga Dís Sigurðardóttir, blaðamaður,
BA í mannfrœði og móðir. Óhœtt er að
segja að umfjöllun hennar hafi komið af
stað mikilli umrœðu um mœnurótar-
deyfngar í samfélaginu og ekki síður í
fölmiðlum. Ritnefnd Ijósmœðrablað-
sins lék forvitni á að vita hver hvatinn
var að skrifum Helgu Dísar, því að það
er langt frá því að vera algengt að aðrir
en heilbrigðisstarfsfólk skrifi um mál-
efni tengd heilbrigðismálum, nema ef
vera skyldi um þá þjónustu sem í boði
er. Þar sem fiallað er um mœnurótar-
deyfingar i þessu tölublaði Ljósmœðra-
blaðsins ákváðu fulltrúar ritnefnar að
spjalla við Helgu Dís.
Aðspurð sagðist Helga Dís vera
blaðamaður í lausamennsku, hafi skrifað
greinar fyrir ýmis blöð og tímarit í
gegnum tíðina um ólík málefni. „Ég
skrifaði meðal annars grein um ung-
barnaleikfimi fyrir tímaritið Uppeldi og
í framhaldi var mér bent á þörfina á
umijöllun um kosti og galla mænu-
rótardeyfingar. I fyrstu taldi ég verk-
efnið of viðamikið fyrir mig, enda er ég
ekki menntaður heilbrigðisstarfsmaður.
En þegar ég fór hins vegar að líta í
kringum mig eftir upplýsingum um
kosti og galla mænurótardeyfingar
komst ég að því að þar var ekki um
auðugan garð að gresja". Helgu þóttu
þær upplýsingar sem lágu fyrir á
íslensku afar einhliða og því sló hún til
og ákvað að skrifa greinina. Hún eyddi
drjúgum tíma í að lesa sér til um mænu-
rótardeyfingu og studdist m.a. við
bækur, greinar, skýrslur og efni af net-
inu. Að endingu ákvað hún að byggja
umijöllun sína mikið til á grein eftir
Beverly A. Lawrence Beech, sem heitir
Choosing a water birth og birtist 1998.
Þar voru taldir upp kostir og gallar
deyfingarinnar og ákvað Helga Dís að
fyalla aðeins um þau einkenni sem hún
fann samsvörun við í öðrum greinum
sem hún las. Tilgangur skrifanna hafi
fyrst og fremst verið að koma á fram-
færi upplýsingum á íslensku um þessa
algengu verkjameðferð. Það hafi
hvorki staðið til að skrifa fræðigrein
um málið né að vera með áróður gegn
mænurótardeyfingu á einn eða annan
hátt. í greininni fjallar hún fyrst um
deyfinguna, kosti hennar og galla, og
spjallar svo við fimm konur sem höfðu
fengið mænurótardeyfingu og lýsa þær
upplifun sinni af henni. Ein þeirra lýsti
mjög jákvæðri reynslu af deyfingunni
en tilfinningar hinna voru blendnari
enda höfðu þær allar upplifað ein-
hverjar aukaverkanir.
Helga Dís Sigurðardóttir
Sterk viðbrögð.
Viðbrögðin við greininni urðu töluverð.
Sagði Helga Dís að allir sem höfðu
samband við hana hefðu þakkað henni
fyrir góða og þarfa grein og ætti það
jafnt við um heilbrigðisstarfsfólk sem
almenning. Þó vakti greinin einnig
viðbrögð meðal fæðingalækna og svæf-
ingalækna sem hún hafi ekki búist við.
Taldi Helga Dís þau viðbrögð sem hún
fékk við greininni úr þeirri átt ekki á
málefnalegum nótum. T.d. hafi yfir-
læknir á svæfingadeild Landspítalans
farið út á þá braut í grein í Morgun-
blaðinu að láta sem mænurótardeyfing
væri ekki rétt nafn á þeirri deyfingu
sem hún hafi fjallað um, heldur sé sú
deyfing almennt kölluð utanbastsdeyf-
ing.
Gagnrýni ekki málefnalcg.
Helga Dís taldi þá gagnrýni ekki mál-
efrialega og fannst sem reynt væri að
gera hana ótrúverðuglega í augum al-
mennings. „Það er eins og það megi
ekki aðrir en heilbrigðisstarfsfólk, og
þá helst sérfræðingar tjá sig um þessi
mál“ sagði Helga Dís í þessu sambandi.
í grein svæfingalæknisins segir að skrif
Helgu Dísar séu því miður þess eðlis að
þau geti hrætt konur sem virkilega
þyrftu á verkjastillingu í fæðingu að
halda frá því að fá hana. Þessu mót-
mælti Helga Dís og lagði enn og aftur
áherslu á að markmiðið með skrifurn
sínum hafi þvert á móti verið að upp-
lýsa konur um deyfinguna og þar með
bæta úr tilfinnanlegum skorti á alhliða
upplýsingum um þessa vandmeðförnu
deyfingu. Hún sagðist kalla eftir mál-
efnalegri umræðu varðandi efnið en
ekki hártogunum um þau orð sem notuð
eru, s.s. utanbastsdeyfing eða mænu-
rótardeyfing, enda virðist umljöllun á
þeim nótum helst til þess fallin að
dreifa athyglinni frá aðalatriðunum.
Aðspurð um það hvort þessi sterku
viðbrögð hefðu orðið til þess að hvetja
hana eða letja til frekari skrifa sagði
Helga að þau myndu í sjálfu sér ekki
hafa áhrif á sig. Ef áhugavert efni ræki
á fjörur hennar myndi hún skrifa grein
um það efni og ekki hika við að svara
fyrir það sem hún ijallaði um. Hennar
markmið með þessum skrifum hafi
verið að veita haldgóðar upplýsingar
um mænurótardeyfingu en alls ekki að
vera með neinn hræðsluáróður. Hún
segir ljóst að kostir deyfingarinnar séu
margir og ótvíræðir en að gallarnir séu
einnig til staðar og það hljóti að teljast
nauðsynlegt að íjalla um þá líka.
Helga Dís sagði að margir heil-
brigðisstarfsmenn hafi haft sarnband
við sig eftir að greinarnar birtust og
16 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005