Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 19
sér hvort væri orsök og hvort væri afleiðing. Hann taldi að jafnvel væru aðrir áhrifaþættir til staðar, sem enn væri ekki búið að uppgötva. í sumum tilfellum ráðleggur heilbrigðisstarfsfólk mænurótardeyfingu vegna langdreg- innar sóttar, þreytu konu og lítils fram- gangs eða ef einhverjir áhættuþættir eru til staðar. Óhætt að segja að sumar konur eigi ffekar á hættu að fara í keisaraskurð en aðrar, óháð notkun niænurótardeyfingar. Eltzchig, Lieberman, og Camann (2003) telja að ekki sé alltaf greinilegt hvort mænurótardeyfing auki keisara- tíðni. Þeir telja að þættir eins og um- önnunaraðilar og mismunandi stofnanir vegi jafnvel þyngra. í grein þeirra fé- laga eru skoðaðar rannsóknir á 37.000 konum í mismunandi löndum, á mis- niunandi fæðingadeildum, á mismun- andi tíma og þeim skipt í hópa eftir því hvort þær fengu deyfinguna eða ekki. Þar kemur í ljós að deyfingin virðist ekki hafa áhrif á keisaratíðni í heild. Höfundar koma með nokkrar skýringar en ein þeirra er sú að umönnunaraðilar séu meðvitaðir um að deyfingin geti aukið keisaratiðni og geri því allt sem þeir geta til að draga úr þeirri áhættu. Ef um er að ræða konur sem stefna á eðlilega fæðingu eftir keisaraskurð, koma oft upp efasemdir um hvort þær eigi að fá mænurótardeyfingu. Flestir fræðimenn telja það í lagi og segja nauðsynlegt að kynna þessum konum deyfinguna því oft sé það hræðslan við sársaukann sem fái þær til að hætta við fæðingu eftir fyrri keisara. Þá er talið, að það að gefa þeim deyfinguna þegar þær óska eftir því, sé betra en að þær fari aftur í keisaraskurð og reyni ekki fæðingu (Thorp og Breedlove, 1996). Ahrif mænurótardeyfingar á móður Mænurótardeyfing átti í upphafi aðeins að vera til úrbóta fyrir lítinn hóp kvenna í áhættufæðingu. Vegna góðrar reynslu þessa hóps af verkjastillingu deyfingarinnar, en án nægra rannsókna, var mörgum konum sem voru í eðlilegri fæðingu, gefinn kostur á deyfingunni. Hú er svo komið að mænurótardeyfing 1 fæðingu er vinsæl í hinum vestræna heimi. Ein af ástæðum þess er að þessi deyfmg getur gefið konum verkjalausa fæðingu. Talið er að hún deyfi 90% af sársaukanum í fæðingu hjá 85% kvenna Sem fá hana (King, 1997). Hægt er að Segja að mænurótardeyfing sé blessun íyrir sumar konur, sérstaklega ef ein- hverjir áhættuþættir eru fyrir hendi. Áhættuþættirnir geta verið effirfarandi: Langdregin fæðing með litlum eða engum framgangi, hár blóðþrýstingur, meðgöngueitrun, fyrirburafæðing, látið fóstur, lega fósturs (ffamhöfuðstaða), tvíburafæðingar, hjarta- og lungnasjúk- dómar, heilasjúkdómar (þar sem innan- kúpuþrýstingur má ekki hækka við rembing), hækkaður augnþrýstingur, áhaldafæðingar, keisaraskurður, ör á legi eftir fyrri keisara (metið), ungar mæður (unglingar), saga um kynferðis- lega misnotkun, saga um erfiða fyrri reynslu, umskornar konur, þroskaheftar konur, alkóhólistar/fíklar, þreyta og kvíði móður (Bevis, 1999; King, 1997; Telfer, 1997). Ákveðin læknislfæðileg rök geta verið fyrir því að konum er ráðlagt að fá ekki deyfinguna. Þau eru: meðgöngu- eitrun (blóðflögur<100.000), húðsýking við stungustað, sýkingar, blóðstorku- truflanir, blóðflögufæð, ýmsir storku- gallar, blæðing frá fylgju, bæklun á mænu (svæfingalæknir metur), tauga- sjúkdómar (MS-sjúkdómur), lágþrýst- ingur, langvarandi bakvandamál og of- næmi fyrir deyfilyfinu (Bevis, 1999; Telfer, 1997). Sá hópur kvenna sem biður um og fær mænurótardeyfingu í fæðingu fer stækkandi. Þessi hópur er ekki einungis konur í áhættuhópi heldur einnig konur sem eru í eðlilegri fæðingu. Sitt sýnist hverjum um þetta. Janet Balaskas (1991) segir að þrátt fyrir að konur reyni oft ýmis önnur ráð en lyf við verkjum, þá hugsi þær oft; Af hverju er ég að leggja þetta á mig ef ég get gert þetta á auðveldari hátt með mænu- rótardeyfingu? Þess vegna hvetur hún konur til að hugsa vel um kosti og galla deyfingarinnar áður en ákvörðun er tekin því nokkrir klukkutímar af þæg- indum geti haft neikvæð áhrif á barnið og gert fæðinguna erfiða. Mikilvægt er að konur geri sér grein fyrir þessu sem og ljósmæður sem hafa mikil áhrif á ákvörðun konunnar. Því val um mænurótardeyfingu hefur ekki aðeins áhrif á komandi fæðingu heldur þá næstu líka ef konan lendir í t.d. keisaraskurði sem getur verið inngrip í kjölfar deyfingar. Konan þarf einnig að íhuga að eðlileg fæðing breytist mikið þegar ákvörðun um mænurótardeyf- ingu hefur verið tekin til að mynda stuðningur heilbrigðisstarfsfólks. Ein- beiting þess verður öðruvisi, meiri tími fer í að sinna tæknilegum hlutum í stað beins stuðnings við konuna. Sömuleiðis dregur úr stjórn konunnar á eigin fæð- ingu. Mænurótardeyfing er góð verkja- deyfing, sem deyfir verkina á fyrsta og öðru stigi en konan finnur yfirleitt þrýsting kolls á endaþarm á öðru stigi, þrátt fyrir deyfinguna. Uppsetning leggsins og virkni lyfjanna tekst ofitast vel. Þrátt fyrir mikla reynslu og færni sérmenntaðs starfsfólks geta orðið mis- tök í uppsetningunni t.d. er talið að í 1% tilvika sé stungið of langt og gat komi á „dural“- himnu, í 5% tilvika að stungið sé í æð (þá er stungið aftur) og í 2% tilvika verði skaði á taugarótum (Telfer, 1997, O'Sullivan, 1997). Þekktasta einkennið hjá konum vegna mistaka við uppsetningu leggsins er hinn svokallaði mænuhöfuðverkur. En hann verður ef gert er gat á „dura mater“- himnuna, þá lekur mænuvökvi út um gatið þannig að þrýstingur á honum minnkar svo það strekkist á bláæðum í höfði og konan fær höfuð- verk. Algengast er að höfuðverkur komi ffam á 1 .-3. degi eftir fæðingu og standi yfir í viku. Konan er hvött til að liggja flöt, gefnar koffíntöflur og stundum er henni gefið saltvatn í mænurótarbilið til að jafna þrýsting þar. Jafnframt fær konan nál og vökva í æð. Dugi þetta ekki getur svæfingalæknir þurft að leggja blóðbót, þá eru teknir 10-20 ml blóðs úr bláæð og sprautað hægt inn í mænurótarbilið. Þegar blóðið storknar er það talið loka gatinu á „dura mater“. Þessi meðferð virkar yfirleitt að fullu á 1/2 klst (Dozer og Baruth, 1999; King,1997; Sudlow, 2000; Telfer, 1997). í samtali við Ástríði Jóhannes- dóttur, svæfingalækni (febrúar árið 2001) á svæfingadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss, kom fram að 80% kvenna eru fulllæknaðar tveimur klukku- stundum eftir blóðbót, 20%, eða þær sem eftir eru, læknast þegar blóðbót er endurtekin. Að þessu framansögðu má búast við að tengslamyndun móður og barns verði fyrir truflun. Þegar deyfingin er komin á réttan stað getur í 1-10% tilvika orðið blóð- þrýstingsfall þar sem deyfingin slekkur á „sympatíska“ kerfinu og veldur æða- víkkunum. Því er yfirleitt gefinn vökvi í æð áður en mænurótarlegg er komið fyrir. Stundum þarf að grípa til blóð- þrýstingshækkandi lyQa eins og epine- ífíns, eða í 2% tilvika ef blóðþrýstingur hefur lækkað um meira en 30%. Hliðar- lega getur hjálpað til. í einstaka tilfell- um virkar mænurótardeyfing ekki og getur það valdið miklum vonbrigðum Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.