Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 27
Ljósmceðranemar á 1. ári. Efri röð frá vinstri: María Haraldsdóttir, Berglind Hálfdánsdóttir, Auðbjörg Brynja Bjarna- dóttir, Jenný Árnadóttir, Arndís Mogensen og Nína Björg Magnúsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Hafdís Ólafsdóttir, Salný Guðmundsdóttir, Guðftnna Sveinbjörnsdóttir og Erna Valentinusdóttir dóttir, 1995). Námstími ljósmæðra var aukinn árið 1964 úr einu ári i tvö ár en þá voru einnig samþykkt ný lög um skólann. Árið 1982 voru enn á ný gerðar breytingar á reglugerð fyrir Ljósmæðraskóla íslands. Námstíminn hélst óbreyttur en nú var hjúkrunar- fræðimenntun gerð að inntökuskilyrði. Síðustu breytingarnar sem urðu á námi Ijósmæðra voru svo árið 1995 þegar námið var fært upp á háskólastig, sem hluti af námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Námið var flutt frá Heilbrigðisráðuneytinu til Menntamála- ráðuneytisins og þá fyrst var ljósmóðir ráðin til að hafa yfirumsjón með náminu (Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 1995). Þegar saga námsins er skoðuð kemur það mörgum sjálfsagt á óvart hversu lengi gamlar hefðir hafa haft áhrif á tilhögun námsins. Námið var flutt frá Heilbrigðisráðuneytinu og þar með frá landlækni árið 1995 og er það eins- dæmi hér á landi. Það má lengi velta því fyrir sér hvort að þetta fyrirkomulag hafi haft áhrif á stéttina í heild, sjálf- stæði hennar og þróun. Hildur Krist- jánsdóttir, ljósmóðir (2002) veltir því fyrir sér í grein sinni „Eru ljósmæður fagstétt?“, hvort ljósmæður hafi fengið teknisffæðilegt uppeldi í náminu og hugmyndafræðin því öll sjúkdómsmið- aðri. Það má gera ráð fyrir því að þróun Ijósmóðurstarfsins hafi getað orðið nieð öðrum hætti hér á landi ef stéttin hefði farið með umsjón námsins fyrr en undir lok 20. aldar. Með flutningi námsins yfir á háskólastig árið 1995 hafa ljósmæður fengið sjálfstæði sitt að ntiklu leyti til baka og vænta má að rannsóknir ljósmæðra aukist ffá ári til árs með auknum gæðum menntunar sem tekur mið af hugmyndafræði stéttar- ninar. Þetta mun svo vonandi hafa já- hvæð áhrif á starf stéttarinnar á stofn- unum og viðhorf samfélagsins til fæð- 'ngarferilsins. Má kannski segja að endurreisnartimi ljósmóðurinnar sé hafinn? Réttindabarátta kvenna k.röfur umheimsins um aukin réttindi hvenna náðu hingað til lands um miðja 19. öld og formleg réttindi þeirra jukust a síðari hluta aldarinnar. Sérstök kvenna- utenntun fór að ryðja sér til rúms og Hgalegur en jafnframt takmarkaður rettur þeirra til kosninga og erfða var viðurkenndur (Einar Laxness, 1995). hfeð kvenréttindum var farið fram á hugmyndafræðilegar breytingar á þjóð- hfinu. Samkvæmt helstu hugmyndum áttu konur að standa jafnfætis bónda sínum, menntast jafnhliða honum og ráða eignum sínum einhliða. Þetta þýddi miklar breytingar á íslensku sam- félagi og margir áttu erfitt með að sam- þykkja róttækar breytingar sem fólust í auknum réttindum kvenna, enda gekk kvenréttindabaraáttan hægt. Því til stuðnings má til dæmis benda á að það var ekki fyrr en árið 1945 sem að sett eru lög um laun ríkisstarfsmanna. Þar kemur fram að konur skuli hafa sama rétt og karlar að öllu jöfnu. Önnur alda kvenréttindabaráttu hófst árið 1970 þegar Rauðsokkur, hreyfing kvenna hóf róttæka baráttu fyrir jafhrétti kynjanna. Þessi barátta hélt áfram með stofnun Kvennalistans, stjórnmálasamtökum kvenna sem stofnuð voru 1983 til að vinna að hagsmunamálum kvenna á þjóðmálasviði (Einar Laxness, 1995). Það má segja að með seinni öldu kvenréttindabaráttunnar á íslandi hafi orðið vitundarvakning hjá konum og almenningi um aukið jafnrétti. Ef litið er til ljósmóðurfræðinnar í þessu sam- hengi þá hefur frá þessum tíma sjálf- stæði stéttarinnar aukist með færslu námsins á háskólastig. Konur gera al- mennt meiri kröfur um fræðslu og eigin ákvarðanatöku þegar kemur að barn- eignarferlinu og um leið þurfa ljós- mæður að mæta kröfum þeirra með íjölbreyttari úrræðum. Til dæmis hefur verið tekin upp sú nýjung að nota nála- stungur og aðrar óhefðbundnar verkja- meðferðir, konur hafa nú líka val um fæðingarstað að vissu marki og heima- fæðingum hefur farið fjölgandi nú á allra síðustu árum. Ljósmæðramenntun í dag byggir á þessum grunni og eigum við ötulli vinnu margra ljósmæðra margt að þakka. Vönumst við, verðandi ljósmæð- ur, til þess að við verðum ekki eftirbátar þessara kjarnakvenna sem gengið hafa á undan okkur. Enn er langt í land og margt má betur fara. Við viljum efla stéttina og Ljósmæðrafélagið verður okkar félag! Helga Sigurðardóttir og Stefanía Guðmundsdóttir, Ijósmæðranemar. Heimildaskrá Anna Sigurðardóttir (1976). Fyrsta stétt ísl- enskra kvenna í opinberri þjónustu. Ljós- mœðrabiaðið 54(1), 109-114. Anna Sigurðardóttir (1984). Úr veröld kvenna: Barnsburður. í Björg Einarsdóttir (ritstj.) Ljósmœður á íslandi II (1. útg., bls. 137- 311). Reykjavík: Ljósmæðrafélag íslands. Einar Laxness (1995). íslandssaga II. bindi, i- r. Reykjavík: Vaka - Helgafell hf. Eva S. Einarsdóttir og Guðrún G. Eggerts- dóttir (1989). Ljósmæður, menntun og störf. Ljósmœðrablaðið 67(2), 22-34. Hildur Kristjánsdóttir (2002). Eru ljósmæður fagstétt? Hugmyndir um fagstéttir og hvað einkennir þær. Ljósmœðrablaðið 80(2), 5-14. Ólöf Ásta Ólafsdóttir (1995). Breytingar og þróun á námi í ljósmóðurfræði. Ljósmœðra- blaðið 73(2), 14-29. Sigurjón Jónsson (1959). Ágrip af sögu Ijós- mœðrafrœðslu og Ijósmœðrastéttar á tslandi. Reykjavík: Steindórsprent H. F. Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.