Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 10
sjálfra og er í stöðugu mati og þróun.
Fullkomin samfella næst hjá þessum
hópum í 93% tilfella og 100% kvenn-
anna hafa annað hvort sína ljósmóður
eða hina í parinu við fæðinguna.
Reynslan sýnir að þar sem traust sam-
band myndast milli ljósmæðra og
kvenna virkar bakvaktakerfið betur;
minna er hringt í ljósmæðurnar, líklega
þar sem konurnar hafa öðlast meira
sjálfsöryggi (Flint, 1993; McCourt og
Page, 1996; Reid, 2002).
Rannsakendur hafa haft áhyggjur af
neikvæðum áhrifum starfs í samfelld-
um þjónustuformum á ljósmæður, sér-
staklega varðandi áhrif bakvaktakerfis-
ins á einkalíf ljósmæðra, þá einkum
þeirra, sem eiga lítil börn (Allen o.fl.,
1997; Green o.fl., 1998; Waldenström
o.fl., 1993; Watson, 1990). Talið hafði
verið að einhleypar ljósmæður væru
líklegri en þær sem væru giftar eða í
sambúð til þess að vilja starfa við sam-
fellda þjónustu vegna minni fjölskyldu-
bindingar. Þarna skipta mörg atriði
máli; allar ljósmæður eiga sitt einkalíf
og félagslíf og margar einhleypar ljós-
mæður eiga t.d. börn, sem gæti haft
áhrif á afstöðu þeirra. Þörf fyrir pössun
er mismunandi eftir aldri barnsins.
Sveigjanlegur vinnutími gæti hentað
sumum ljósmæðrum með börn, öðrum
ekki, sumar hreinlega vita ekki hvort
hann hentar þeim eða ekki fyrr en þær
hafa prófað að vinna svona (Robinson,
1993). Ljósmæður, sem starfa við sam-
felld þjónustuform þarfnast mikils
stuðnings heima fyrir og innan ljós-
mæðrahópsins. Þess ber að geta að
sums staðar er talað um að hið
ósveigjanlega vaktakerfi sjúkrahúsanna
samræmist kannski ekkert frekar íjöl-
skyldulífi (Page, 1996).
Rannsókn mín leiddi í ljós að hjú-
skaparstaða virtist ekki hafa áhrif á
áhuga ljósmæðra á að vinna við sam-
fellda þjónustu. Ljósmæður með börn
12 ára og yngri voru líklegri til að vilja
vinna við samfellda þjónustu (Árdís
Ólafsdóttir, 1999). Ástæðurnar gætu
verið ýmsar; samkvæmt sumum rann-
sóknum hentar sveigjanleiki fjölskyld-
um með lítil börn (Duff og Page, 1995).
Robinson (1993) heldur því fram að
það sé mjög mikilvægt að geta aðlagað
vinnutíma að þörfum fjölskyldunnar
eins og möguleiki er á í samfelldu
þjónustuformi. Þetta er ekki í samræmi
við mínar niðurstöður en þær ljós-
mæður (n=9) sem ekki vildu vinna í
MFS-kerfi, töldu að óreglulegur vinnu-
tími hentaði þeim ekki, í sumum til-
fellum vegna lítilla barna (Árdís Ólafs-
dóttir, 1999).
Ákveðin hætta er á að konur verði
háðar ljósmæðrum, þar sem samfelld
þjónusta er í boði. Eitt meginhlutverk
ljósmæðra er að styrkja konur og maka
þeirra þannig að þau hafi náð ákveðnu
öryggi og sjálfstrausti varðandi um-
önnun ungbarns, þegar heimaþjónustu
lýkur. Ef þessu markmiði er náð
minnka líkur á háðu sambandi (Farmer
og Chipperfield, 1996; Leap, 1996).
Ljósmæðrahópur sem starfar í London
reynir að koma í veg fyrir háð samband
með því að hvetja konur til að hitta
aðrar barnshafandi konur á meðgöngu
og eftir fæðingu þannig að þær geti
þróað með sér stuðning og jafnvel vin-
áttu (Leap, 1996). Það er einnig talið
mikilvægt að gefa konum skýrar upp-
lýsingar í upphafi um hvers þær geti
vænst af þjónustunni og hveijar séu
líkurnar á að þeirra ljósmóðir taki á
móti barninu (Farmer & Chipperfield,
1996).
Lee (1997) heldur því fram og byggir
m.a. á rannsókn sinni frá árinu 1993 um
viðhorf kvenna til þjónustuforma, að
samfelld þjónusta í gegnum allt barn-
eignarferlið sé ekki það sem skipti
mestu máli fýrir konur, heldur að þjón-
ustan sé góð og þær hafi sömu ljós-
móður annað hvort í meðgöngu eða í
sængurlegu. Samt sem áður kom einnig
fram í skrifum hennar að einn þáttur
sem væri hvað mikilvægastur fyrir
konur væri að ljósmóðirin sem hugsaði
um þær á meðgöngu, tæki einnig á móti
barninu þeirra. Þetta staðfesta aðrar
rannsóknir, einnig með tilliti til starfs-
ánægju ljósmæðranna (Árdís Ólafs-
dóttir, 1999; Sandall, 1997).
Niðurstöður - lokaorð
Ljósmæðraþjónusta getur verið jafngóð
innan mismunandi þjónustuforma ef
höfúðáherslan er á að hlusta á konur,
virða óskir þeirra og þarfir og að
styrkja þær. Rannsóknir sýna að sam-
felld þjónusta þar sem umönnunar-
aðilar eru fáir skiptir flestar konur máli
og að hún hefur jákvæð áhrif í barn-
eignarferlinu.
Samfelld þjónusta er einnig mikil-
væg ljósmæðrum. Samfelld þjónustu-
form gera ljósmæðrum kleift að nýta
menntun sína og hæfni á öllum sviðum
barneignarferlisins. Möguleikar ljós-
mæðra til að starfa sjálfstætt og skipu-
leggja vinnu sína og vinnutíma aukast.
Sambandið, sem myndast við konumar,
við að annast þær að mestu í gegn um
allt bameignarferlið, veitir ljósmæðrum
aukna starfsánægju og dregur úr likum
á kulnun í starfi.
Það skiptir hins vegar máli að huga
vel að skipulagningu innan MFS-ein-
inga. Gæta þarf þess að ekki séu of
margar konur hjá hverri ljósmóður og
að bakvaktakerfið sé ekki of bindandi.
Þegar ný þjónustuform, sem hugmyndir
eru um hér á landi, eru sett á laggirnar
er mikilvægt að ætla nægan tíma fyrir
skipulagningu, endurmenntun og starfs-
þjálfun. Stuðningur yfirmanna, sem og
annars heilbrigðisstarfsfólks, sem hlut á
að máli er mikilvægur og eins að upp-
lýsingaflæði sé gott. Þær ljósmæður,
sem munu starfa saman, þurfa að taka
þátt í að skipuleggja starfið. Þróa þarf
og meta þjónustuna reglulega, með
tilliti til útkomu, hagkvæmni og ánægju
kvennanna og fjölskyldna þeirra.
Ekkert eitt þjónustuform er líklegt til
að henta öllum ljósmæðrum eða öllum
konum. Mikilvægt er að samfelld þjón-
usta sé raunhæfur valkostur í barn-
eignarferlinu og að boðið sé upp á mis-
munandi þjónustuform með áherslu á
samfellu sem hægt væri að skipuleggja
á mismunandi hátt fyrir mismunandi
hópa, þannig að bæði konur og ljós-
mæður geti fúndið þann valkost sem
hentar þeim best.
Abstract
Continuity of midwifery care - a real
choice during pregnancy and child-
birth.
This article is about continuity of
care within midwifery. The concept is
examined as well as the organisation of
different continuity schemes. Advant-
ages and disadvantages, mainly froni
the perspective of midwives are ex-
plored. The article is based on the lite-
rature review chapter of my masters
research from 1999 together with the
conclusions of that research and sorne
new literature from the last five years.
The topic of the research was the
attitudes and willingness of Icelandic
midwives towards working within con-
tinuity of carer service. The sample was
midwives working at the Women 's Unit
of the University Hospital of Iceland,
where it had been decided to form a
group of midwives practising continuity
of carer. A team of midwives practising
continuity of'care exsisted at the hospitul
since 1994 (MFS). A questionnaire was
sent to midwives working at the hospital
since the new group would constitute
midwives working there. The midwives
10 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005