Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 5
AVARP FORMANNS LMFI Agætu Ijósmæður um land allt Það er með stolti og eftirvæntingu sem eg tek við formannsembætti í Ljós- niæðrafélagi Islands. Ég er alin upp í mikilli virðingu fyrir ljósmóðurstarfinu °g leitun hefði verið að stoltari konu en þeirri sem í hópi peysuklæddra ljós- mæðra, með tréhlustunarpípu í annari hönd, tók við embættisprófsskírteini í Ijósmóðurfræðum frá Háskóla íslands þann 7. febrúar 1998. Peysufötin sem við klæddumst allar við útskriftina, áttu að votta virðingu okkar fyrir íslenskri Ijósmæðrasögu þar sem við minntum á utskriftarmyndir af forverum okkar sem Pfyddu veggi gamla Ljósmæðraskól- ans. Tréhlustunarpípan var aftur á móti skírskotun í merki „Association of Radical Midwives," sem beitir sér fyrir ðættri þjónustu fyrir bamshafandi konur. Og þannig er mér ennþá innanbrjósts; botnlaus virðing fyrir ljósmæðrastarfinu °g stéttinni og sannfæring um einstaka abyrgð okkar gagnvart verðandi for- eldrum. Ábyrgð varðandi öryggi þeirra °g rétt til valkosta og gagnreyndra vinnu- bt'agða (evidence based care). Mér var því allbrugðið þegar ég las fyrirsögn í blaði þar sem fúllyrt var að vatnsfæðingar væru bannaðar á flestum sjúkrahúsum landsins. Ekki bætti það Ur að þessi fúllyrðing var frá fæðingar- l®kni þess fæðingarstaðar sem var rueðal frumkvöðla í vatnsfæðingum hér a landi, þegar ég yfirgaf landið fyrir t'unium tjórum árum síðan. Oryggi vatnsfæðinga hefúr mikið verið rannsakað og niðurstaðan sú að þ®r séu öruggar og án aukinnar áhættu lyrir móður eða barn í umsjá ljósmóður þar sem fagleg færni og þekking er til staðar. I örvæntingu minni hringdi ég á alla feðingastaði landsins í von um að hrekja þessa fyrirsögn og til allrar hamingju var það létt verk. Aðeins tveir viðmælendur Satu hiklaust sagt að vatnsfæðingar væm bannaðar á þeirra stofnun. Einstaka við- niælendur svömðu í skjóli loðinna verk- lagsreglna sem þó hváðu hvergi á unr að vatnsfæðingar væm bannaðar, enda t£ePast stætt á því þar sem ekkert mælir á m°ti vatnsfæðingum, sé þekktum ''fyggiskröfum fullnægt. Guðlaug Einarsdóttin formaður LMFI Á tímum verklagsreglna og kæm- mála verðum við að vera sérstaklega varar um okkur. Það hefúr sýnt sig að þrátt fyrir fagleg vinnubrögð geta ljós- mæður átt kæmr yfir höfði sér. En ekkert getur varið okkur og skólstæð- inga okkar betur en gagnreynd vinnu- brögð og það er því miður ekki einhlítt að verklagsreglur og gagnreynd vinnu- brögð fari saman.Við megum því ekki taka verklagsreglum gagnrýnislaust, formlegum sem óformlegum. Nú kann margur að hugsa að fyrst svo margir fæðingarstaðir höfðu ekki yfirlýstar reglur gegn vatnsfæðingum þá sé best að setja slikar reglur til að taka af allan vafa. Og hvað ætlum við ljósmæður þá að gera? Andvarpa og tauta í barm okkar hvaða reglur „þeim“ skyldi nú detta næst í hug? Eða mótmæla og biðja um staðfest- ingu byggða á gagnreyndum niðurstöð- um? Kæm ljósmæður, styðjum hver aðra og skjólstæðingana með sannfæringu okkar og faglegum vinnubrögðum. Fæst í apótekum Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 5

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.