Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 14
samt engan veginn að meika að vera
þarna... ég var að drepast... þetta átti
ekkert að vera svona... ég œtlaði að fá
fœðingarstofu og hlusta á mína tónlist
en ekki að vera frammi á gangi...
útvarpið var reyndar bilað á stofunni
sem ég svo fékk. “ Anna fær stofu
klukkan rúmlega tíu. Verkirnir harðna
og var grímunni hent í hana eins og
Anna orðaði það. „Eg meina þœr vissu
ekki að ég kunni á hana frá fyrri
fœðingu. Hvað ef ég kunni ekki á hana
þá hefði hún ekki gert neitt gagn. “
Ljósmóðirin var inn og út af stof-
unni, sagði þeim m.a. i óspurðum frétt-
um að það vantaði svo fólk, hún hefði
verið að vinna um morguninn og væri
nú auka og ætti morgunvakt daginn
eftir. Að sögn Önnu voru þau megnið af
tímanum ein, svo komu vaktaskipti og
fengu þau ferska, indæla ljósmóður
sem þurfti að vísu oft að fara fram. Það
kom að því að Stjáni hringdi bjöllunni
og sagði að nú yrði einhver að vera inni
hjá þeim ekki nema að hann ætti að
taka á móti barninu. Anna væri komin
með rembingsþörf og hann treysti sér
ekki lengur til að vera einn með henni.
Ljósan segir að útvíkkun sé lokið og
byrjar Anna að rembast kl. 00:15.
Ljósmóðirin var inni hjá þeim en
þess í stað jókst umferð um herbergið.
„Sífellt var verið að opna hurðina og
spyrja hvort að Ijósmóðirin hafi náð í
þennan og hinn því að það vantaði
mannskap. Ég vildi ekki að fólkframmi
vœri að sjá t.d. rassinn á mér þegar ég
var á fiórum fótum. Trufiaði þetta mig
mikið en ég hafði ekki krafta til aö tjá
mig um það á þeim tímapunkti. “
Ekkert klósett var á fæðingarstof-
unni og þurfti Anna að fara fram á
snyrtinguna, fannst henni það afleitt.
Hún hafði gleymt slopp og fór fram á
nærbuxunum.
Anna var í klukkutíma að rembast og
þurfti ljósmóðirin að fara einu sinni út
vegna þess að neyðarbjalla hringdi.
„Ég tek fram að mér fannst Ijósmóðirin
sem tók við mér dugleg að hvetja mig
og mér fannst gott að hún skyldi oft
ávarpa mig með nafni. Fyrr um kvöldið
hafði ég það á tilfinningunni aó þœr
vissu varla hvað ég héti.“ Spræk 14
marka stúlka fæðist kl. 01:20.
Anna talar um að hún hafi verið
lengi að rembast, hún hafi verið orðin
þreytt og svo pirruð á því hvernig allt
var um kvöldið, þessi stöðuga bið eftir
herberginu o.s.frv. I samtali okkar á
milli sagði Anna: „Mér voru aldrei
boðin verkjalyf hvorki í mónitorher-
berginu né þegar ég var frammi. Ég
fann ekki að það vceri Ijósmóðir til
staðar jyrir mig. Ég hefði ekki haft
þetta af ef Stjáni hefði ekki verið,
aðstœður á deildinni voru þannig að
engin gat sinnt mér, kannski fékk ég
minni athygli því að ég var „góður
sjúklingur! “
Stjáni vildi koma einu á framfæri:
„Ljósmóðirin bað mig um að aðstoða
sig aðeins, ég gat náttúrulega ekki
annað... það var allur mannskapur upp-
tekinn, það þurfti að taka tvö spor.
Ljósan biður mig um að beina lamp-
anum... þangað sem þumalputtinnn er...
þetta var kannski ekki alveg það sem aó
mig langaði að sjá... en ég meina maður
gerði þetta bara. “ Anna grípur frammí:
„Já einmitt, ég hugsaði bara: Oh, god...
nú á Stjáni aldrei eftir að vilja koma við
mig aftur!... hann átti bara að vera með
mér og litlu að knúsast“.
I lokin tók Anna fxam: „Auðvitað
voru Ijósmœðurnar aó gera sitt besta,
en gátu samt örugglega ekki unnið eins
ogþœr hefðu viljað... en samt sem áður
var þetta mín upplifun... mér fannst
ekki þœgilegt að vita afþví að það vœri
svona mikið að gera og hvað þá að
Ijósmóðirin sem ég var fyrst með hafi
verið að vinna tvöfalt “. Stjáni tók undir
með Önnu og spurði: „Mega Ijósmæður
bara vinna eins ogþær vilja? Eru engin
öryggismörk?“ „Nákvœmlega“ segir
Anna og bætti við: „Ég myndi aldrei
sœtta mig við þessar vinnuaðstœður ef
ég væri Ijósmóðir... en í dagþá er þetta
allt í lagi... það er fyrir öllu að þetta
gekk allt vel... hefði samt dáið ef þetta
hefði verið mín fyrsta fœðing. “
Samantekt
Að mínu mati standa nokkrir punktar
upp úr. Aðstæðurnar sem Anna og
Stjáni upplifa á deildinni heyra sem
betur fer til undantekninga. Ég leyfi
mér að segja að áður fyrr hefðu konur
jafnvel ekkert kippt sér upp við það að
mikið væri að gera. Konur nútímans
eru upplýstari um þá þjónustu sem þær
eiga rétt á að fá og eru þar af leiðandi
betur undirbúnar og væntingar meiri til
fæðingarinnar sem ætti að vera jákvæð
og einstök upplifun. Þekkt er, að um-
hverfi og andrúmsloft skipta miklu
máli hvað varðar upplifun fæðingar og
það leggur línurnar að framhaldinu.
Hvað fagfólk varðar, skiptir mestu
máli að læra af reynslunni. í hnotskum
er lærdómurinn sá, að aldrei á að skilja
fólk eftir í óvissu og ekki gera ráð fyrir
því að fjölbyrjur taki því betur að vera
einar. Það má spyrja sig hvort að
frumbyija hefði fengið sömu meðferð.
Meginboðskapur sögunnar er sá að
reyna að skapa umhverfi þannig að
konan verði sem minnst vör við ann-
irnar. Helst ætti ljósmóðirin að fullvissa
konuna um að allt sé í eðlilegum gangi
og láta hana finna með einhverjum
hætti að hún hafi óhefta athygli á
meðan hún er hjá konunni, t.d. með því
að kalla hana nafni.
Að mínu mati tóku Anna og Stjáni
þessum aðstæðum óvenju vel miðað
við lýsingar þeirra. Þau virðast hafa
verið í mjög góðu tilfinningalegu jafn-
vægi og þau sýna aðstæðunum skiln-
ing. Skýr skilaboð em þó frá þessum
foreldrum að takmarka ætti umferð
annars starfsfólks um fæðingastofuna á
meðan fæðingu stendur og bera virð-
ingu fyrir „privati“ konunnar. Einnig
lýsir frásögnin því hvemig aðstöðu er
ábótavant, t.d eru ekki salerni á öllum
stofum. Aðstæður á fæðingagangi full-
nægja því ekki kröfum nútímans.
Anna undrast þolgæði ljósmæðranna
að geta sinnt sínu starfi í þessum að-
stæðunr þó svo að það hafi verið með
öðrum hætti en þær hefðu helst viljað.
Fæðingarsaga þessi flokkast undir þau
tilfelli þar sem hugmyndafræðin hefur
þurft að víkja vegna álags á deildinni.
Upplifun af eigin fæðingu er gerólík,
horfi ég til þess að ég var frumbyrja og
eina konan í fæðingu með mína eigin
ljósmóður til staðar. Þó heyri ég af og
til sögur af konum sem hafa upplifað
öngþveiti á fæðingadeildinni líkt og í
tilviki Önnu.
Athyglisvert er að Anna tjáði sig um
að henni fannst óþægilegt að vita af því
að það væri mikið að gera, einnig vildi
hún ekki vita að ein af ljósmæðrunum
var búin að vera á tvöfaldri vakt. Stjám
upplifði það líka. Með þessa dæmisögu
í huga, mun ég eftir bestu getu, hveiju
sinni, hafa áhrif á umhverfi og and-
rúmsloft og þó það verði mikið að gera
að reyna þá að láta fólkið finna sem
minnst fyrir því.
Þetta dæmi hefur svo sannarlega
áhrif á mig sem verðandi ljósmóður,
aðstæður sem þessar skapast alltaf
annað slagið og er þetta því vinnuum-
hverfi sem ég á eftir að takast á við a
starfsævinni og get ég ekki í raun
hugsað mér að fæðingahjálp sé fæn-
bandavinna. Ég furða mig á því að
Önnu voru aldrei boðin verkjalyf-
hugsanlegt er að hún hafi borið sig vel
og ljósmæðurnar metið að ekki væri
þörf á þeim. Það kennir mér að taka
14 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005