Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 22
outcome of labour. Baillére's Clinical
obstetrics and gynaecology, 12(3),473-481.
Gilbert, E.S. og Harmon, J.S. (1993). High Risk
Pregnancy & Delivery. St. Louis: Mosby.
Goer,H., (1999.) The Thinking woman 's guide
to better birth. Perigee Pregnancy childcare.
Hofmeyr, G.J. og Drakeley, A.J. (1998).
Delivery of twins. Baillére's Clinical
Obstetric and gynecology, 12(1), 91-108.
Howell, C.J. (2000). Epidural versus non-
epidural analgesia for pain relief in labour.
The Cochrane Library, issue 4#
King, T. (1997). Epidural anesthesia in labor-
benefits versus risk. Journal of Nurse-
Midwifery, 42(5), 377-388.
Lieberman, E., Davidson, K., Lee-Parritz, A.,
Shearer.E. (2005). Changes in fetal position
during labor and their association with
epidural analgesia. The American Collegeof
Obstetricians and Gynecologists, 105(5),
974-982.
Loo, C.C., Dahlgren, G.og Irestedt, L. (2000).
Neurological complications in obstetric
regional anaesthesia. International Journal
of Obstetric Anesthesia, 9, 99-124.
Mann, O.H. og Albers, L.L. (1997). Informed
consent for epidural analgesia in labor.
Journal ofNurse-Midwifery, 42(5), 389-392.
Minato, J.F. (2001). Is it time to push?
Examining rest in second-stage labor.
AWHONN Lifelines - Promoting the health
of women and newborns, 4(6), 20-23.
O'Sullivan, G. (1997). Epidural analgesia in
labour: Recent developments. British Journal
of Midwifeiy, 5(9), 555-556.
Page, L.A. (2000). Keeping birth normal. í
L.A. Page (Ritstj.), The New Midwifery:
Science and sensitivity in practice (bls. 109-
112). London:Churchill Livingstone.
Ponkey, S.E., Cohen, A.P., Heflher,L.J., Lieber-
man,E. (2003). Persistent fetal occiput
posterior position:obstetric outcomes. The
American College of Obstetricians and
Gynecologists, 101(5), 915-920.
Roberts, CL., Torvaldsen, S., Cameron, CA.,
01ive,E. (2005). Delayed versus early
pushing in women with epidural analgesia:
a systematic review and meta-analysis.
MIDIRS, 15(2),212-217.
Robertson, A. (1997). The Midwife Com-
panion: The Art and Support During Birth.
Camperdown: ACE graphics.
Sudlow, C. (2000). Epidural blood patching
for preventing and treating post-dural
puncture headache. The Cochrane Library,
issue 4.
Telfer, F.M. (1997). Relief of Pain in Labour. í
Sweet, R.S., Tiran, D. (Ritstj.), Mayes'
Midwifery (bls.418-434). London: Baillére
Tindall.
Townley, S.A. (2000). Decubitus ulcers after
instituting epidural analgesia for pain relief
in labour. Anaesthesia, 55(2), 709-710.
Thorp, J.A. og Breedlove, G. (1996). Epidural
analgesia in labor:An evaluation of risks
and benefits. BIRTH, 23(2), 63-83.
Wagner, M. (2000, maí). Childbirth in Iceland
in the New Millennium: Who and where.
Fyrirlestur fluttur i Námi í Ljósmóðurfræði,
Háskóla Islands, Reykjavík.
Hringborðsumræður um eðlilega fæðingu
Vel var mætt til fyrstu hringborðsumræðna Ijósmæðra í vetur og
var hugur í þeim en Valgerður L. Sigurðardóttir stjórnaði þar um-
ræðum um eðlilega fæðingu. Ljósmæður veltu því fyrir sér hvað
væri eðlileg fæðing og komust að þeirri niðurstöðu að eðlileg
fæðing væri þegar kona fæðir án nokkurra inngripa s.s. deyfinga
eða örvunar með syntocinon og belgjarofi. Talað var um að eðli-
legar fæðingar eigi mjög undir högg að sækja og séu í raun fáar.
En hverjar eru þá væntingar og viðhorf kvenna til fæðinga og
hvar mótast þær? Ljósmæður voru sammála um að umhverfið
mótaði konurnar; mæður, vinkonur, netið, umræðan í samfélag-
inu o.fl. Eitt af vandamálunum varðandi inngrip í fæðingu er
þegar konur koma of fljótt inn á spítalana og verður þá krafa
spitalans um afköst til þess að gripið verður inn í eðlilegt fæð-
ingaferli. Mjög erfitt getur reynst að fá konurnar til að fara heim
aftur þó að þær hafi í raun ekkert að gera á fæðingadeildinni og
væru mikið betur komnar heima í rólegheitum. Hvað hefur farið
úrskeiðis; hvers vegna eru konur svo óöruggar; er eitthvað að
fræðslunni á meðgöngunni? Gefa ljósmæður þau skilaboð að
meðganga og fæðing sé eitthvað til að hræðast og valda þannig
bjargarleysi kvenna og gera þær algjörlega háðar þeim? Alla
meðgönguna hefúr verið reynt að finna eitthvað að konunni:
Meðgangan og fæðingin hafa verið sjúkdómsgerð og sjúkdómar
eru ekkert fyrir hinn almenna borgara að fást við. Vísindi eða
náttúra - það eru gömul sannindi að þar fer náttúran halloka. í
bókinni Normal Childbirth fjallar Soo Downe um nýjar leiðir
ljósmæðra til að tala við konur um verki í fæðingu og bendir þar
á að þær leggi áherslu á innri bjargráð en fari ekki beint í að telja
upp verkjameðferðir. Töldu Ijósmæður slíkar áherslur í heiðri
hafðar í meðgöngufræðslu á Islandi.
Ljósmæður hafa áhyggjur af vaxandi tíðni hátækniverkja-
meðferða í landinu s.s. epidural og tölur erlendis frá sýna svo
ekki verður urn villst að slíkar áhyggjur eru vissulega á rökum
reistar. Ljósmæður vilja kalla hlutina sínum réttu nöfnum og
hætta að tala um epidural sem deyfingu því að hér er um aðgerð
að ræða og konur sem gangast undir hana þarfnast gjörgæslu við.
En hvers vegna er þessu svo farið? Aftur og aftur komu ljós-
mæður að því að greitt aðgengi að hátækni væri eðlilegum fæð-
ingum fjölur unt fót. Konur koina oft inn með fyrirfram ákveðnar
skoðanir á því að fá epiduraldeyfingu, einnig finnst mörgum
læknum það sjálfsagður hlutur. Ljósmæðrum finnst vanta ffæðslu
um aukaverkanir epiduraldeyfinga og álíta að þær þurfi að vera
duglegri i framtíðinni að kynna konum þá hlið á málunum. Talað
var um „panódílkynslóð" sem væri svo vön að taka inn lyf að það
væri henni eðlilegt, auk þess sem hún væri ekki tilbúin í tveggja
sólarhringa fæðingarferli eins og formæður þeirra gátu upplifað.
I þessu sambandi var talið nauðsynlegt að leggja áherslu á orða-
lagið - að ekki væri um verki að ræða heldur hríðir. Uti á landi
þar sem hátækni í verkjameðferð er ekki í boði er andrúmsloft
við fæðingar oftast mun afslappaðara en þar sem hún er til staðar.
Hátækni á ekki að vera sjálfsögð án skýringa á tilgangi, t.d. eru
mónitorar truflandi þáttur í fæðingu og sýnt hefur verið fram á að
ekki sé nauðsynlegt að taka komurit af konum í eðlilegri með-
göngu. Ljósmæður voru sammála um að þær ættu að standa
saman að því að láta ekki óþarfa hátækni yfir sig og skjólstæð-
inga sína ganga. Verklagsreglur og leiðbeiningar fengu nokkra
umræðu og veltu ljósmæður fyrir sér hvernig klínískar leiðbein-
ingar um eðlilega fæðingu litu út, hvort þær yrðu eins og verk-
lagsreglur urn eðlilega fæðingu og hvort að yfirleitt væri hægt að
gera slíkar leiðbeiningar þar sem því fylgdi ósjálfrátt alltaf ein-
hver stjórnun.
Nauðsynlegt er að í boði séu aðrir valkostir fýrir konur í fæð-
ingu: Fæðingaheimili og heimafæðingar voru nefnd i þessu
samhengi. Ljósmæður eru á þvi að stofna þurfi teymi ljósmæðra
sem gætu hugsað sér að starfa við heimafæðingar, sem aftur gæti
orðið til stofnunar fæðingaheimilis og létu nokkrar Ijósmæður i
ljós áhuga á að starfa í slíku teymi. Ljósmæðrafélagið hefur fest
kaup á Ijósmóðurtöskum til að auðvelda ljósmæðrum að stunda
heimafæðingar. Lagt var til að stofna nefnd ljósmæðra sem leit-
aði leiða til að stuðla að eðlilegum fæðingum. Einnig voru ljós-
mæður sammála um að þær þyrftu að vera sýnilegri í allri um-
ræðu um fæðingar og þá ekki síst um eðlilegar fæðingar.
Rauði þráðurinn í gegnum allar umræður á fundinum var nær-
vera og yfirseta. Sýnt hefúr verið ffam á að yfirseta Ijósmóður
hefur gífurleg áhrif á fæðingartíma og verkjameðferðir. Einnig
veltu ljósmæður því fyrir sér hvort fara verði út fyrir hátækni-
spítala til að eiga meiri möguleika á eðlilegri fæðingu. Afrakstur
gagnvirks ferlis sjálfstæðra og öruggra kvenna og Ijósmæðra ef
góð fæðing, hér er upplýsing og eftirfylgd lykilatriði.
Undirritaðri hlotnaðist sá heiður að fá að vera fluga á vegg \
hringborðsumræðum ljósmæðra uin eðlilega fæðingu, en ég er i
mastersnámi í mannfræði og lokaverkefnið mitt fjallar urn fæðingat-
Elva Björg EinarsdótW'
22 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005