Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 24
 A F VETTVANGI FÉLAGSMÁLA Fréttir frá Ljósmæðrafélaginu Frá aðalfundi i apríl 2005. Nýkjörin stjórn Ljósmœðrafélags íslands 2005 - 2006. Frá vinstri: Sigriður Þórhallsdóttir, ritari; Guðrún Guðmundsdóttir, gjaldkeri; Guðlaug Einars- dóttir, formaður; Unnur B. Friðriksdóttir, varaformaður; Helga Harðardóttir, vararitari og Kristbjörg Magnúsdóttii; meðstjórnandi. A myndina vantar Lilju Jónsdóttur, varagjaldkera. Skrifstofan Opnunartími skrifstofu er á fimmtu- dögum kl. 9-16 og er Guðlaug for- maður þá við. Utan opnunartima skrifstofunnar er hægt að ná í Guðlaugu í sima 861 6855 eða á formadur@ljosmaedrafelag.is Kjaramál Nú er vinna við stofnanasamninga í tengslum við kjarasamninga BHM ifá því í febrúar að fara á fullt. Búið er að fá ljósmæður í samstarfsnefndir á flestum stofnunum og þökkum við þeim það. Ljósmæðrafélag íslands bindur miklar vonir við þessa stofnanasamninga. Samningur LMFÍ við Trygginga- stofnun ríkisins um greiðslu fyrir heimafæðingar og heimaþjónustu í sængurlegu rennur út um áramótin og er nú í endurskoðun. Ljósmæður eru minntar á að sækja um framgang eða launahækkun þar sem við á, áður en nýir stofnanasamn- ingar taka gildi jafnhliða nýju launa- töflunum fyrir 1. maí, 2006. Orlofsmál Eins og samþykkt var á aðalfundi LMFÍ síðastliðið vor, standa yfir samninga- viðræður við orlofssjóð BHM um sam- starf eða samruna. Þegar Ljósmæðra- blaðið fór í prentun stóðu yfir kosn- ingar um orlofssjóðinn meðal kjarafé- laga LMFÍ. Lögð er áhersla á að ganga frá málum fyrir næsta orlofsár. Kynningar fyrir nema og nýútskrifaðar Ijósmæður Ljósmæðrafélagið hefur staðið fyrir kynningum á félaginu fyrir ljósmæðra- nema við góðar undirtektir. Hvorum ár- gangi var boðið fyrir sig til létts há- degisverðar þar sem fulltrúar úr stjórn félagsins kynntu starfsemi þess og ítrekuðu mikilvægi þess að allar ljós- mæður séu kjarafélagar að Ljósmæðra- félagi íslands. Nemunum var síðan boðið í sumarbústað félagsins. Það má með sanni segja að Ljósmæðrafélag íslands þarf engu að kvíða með slíka framtíðarfélaga. í nóvember stendur Ljósmæðrafé- lagið svo fyrir uppákomu fyrir nýút- skrifaðar ljósmæður. Nú þegar þær hafa hafið sjálfstæð ljósmóðurstörf og sakna á stundum vemdarvængs umsjónarljós- móður sinnar hefðu þær bæði gagn og gaman af að hittast, bera saman bækur sínar og hitta sér reyndari ljósmæður. Ljósmæðrafélagið sá til þess að þær fengju heimsókn reyndra ljósmæðra sem miðla þeim af reynslu sinni. Húsnæðiskaup Ljósmæðrafélagið fer í eigið húsnæði snemma á næsta ári þegar við flytjum úr Hamraborginni í Borgartún 6, gömlu Rúgbrauðsgerðina. BHM og mörg að- ildarfélög þess kaupa aðra hæð hússins og Ljósmæðrafélagið mun eignast þar tvær skrifstofur, alls 40 fermetra. Opinber afhendingartími er um miðjan janúar. Fundur með heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Guðlaug formaður og Ólöf Ásta áttu viðtal við ráðherra í október vegna fyrirhugaðrar skipunar nýs formanns í Ljósmæðraráð. Hingað til hefiir ráð- herra skipað yfirhjúkrunarfræðing Land- læknisembættisins til formennsku í Ljósmæðraráði en auk hennar sitja nú Hildur Kristjánsdóttir, tilnefnd af LMFÍ og Helga Gottfreðsdóttir, tilnefnd af HÍ. í ráðinu. Efni fundarins var að ítreka ábendingar Ljósmæðrafélagsins sbr. bréf formanns LMFÍ til ráðherra í september, um að ljósmóðir yrði skipuð til formanns í ráðinu og var það sam- þykkt. Eins og landsbyggðarfólki sæmir var fleiri erindum safnað fyrir „kaup- staðarferðina" og m.a. rætt um endur- skoðun samnings LMFÍ við TR og frumvörp til laga um heilbrigðisþjón- ustu og heilbrigðisstéttir. Öllum málum var vel tekið og mun Ljósmæðrafélagið fá frumvörpin til umsagnar áður en þau verða lögð ffarn á Alþingi. Heimasíðumál Heimasiður félagsins munu bráðlega sameinast á eina slóð: www.ljosmodir.is Ingibjörg Hreiðarsdóttir lætur nú af störfum sem vefsíðustjóri www.ljos maedrafelag.is og eru henni færðar bestu þakkir fyrir störf hennar. Valgerður Lísa Sigurðardóttir mun taka við vefsíðu- stjórn félagsvefsíðunnar sem mun verða aðgengileg á vefslóðinni: www.ljosmodir.is en gamla slóðin: www.ljosmaedrafelag.is mun leggjast af- Anna Sigríður Vernharðsdóttir mun áfram sjá um vefsíðustjórn fræðslusíð- unnar www.ljosmodir.is og sendir fé- 24 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.