Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 28
RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDIR
Alþjóðaráðstefna
Ijósmæðra í Brisbane
Síðast liðið sumar var 27. Alþjóðaráð-
stefna ljósmæðra haldin í Brisbane í
Ástralíu dagana 24.-28. júli. Heiti ráð-
stefnunnar var Midwifery: Pathways to
Healthy Nations og þarna komu sanran
tæplega 2000 ljósmæður víða að úr
heiminum. Eins og alltaf þegar hópur
ljósmæðra hittist var rnikil stemning,
ekki síst á opnunarhátíðinni þegar
aðildarfélög ICM (International Con-
fideration of Midwives) frá um það bil
70 löndum og fúlltrúar þeirra voru
kynntir, margir í skrautlegum þjóðbún-
ingum veifandi fána.
íslensku Ijósmœöurnar á opnunarhátíðinni:
Sía, Ólöf Ásta, Hafrún og Hulda Þórey.
Aðalfúndur alþjóðasamtaka ljós-
mæðra var haldinn dagana fyrir ráð-
stefnuna og benda má á heimsíðu þeirra
www.intemationalmidwives.org til að
fá upplýsingar unr lielstu samstarfs-
verkefni og samþykktir. Þar er m.a. að
finna endurkoðaða skilgreiningu á hlut-
verki ljósmæðra sem samþykkt var á
fundinum, sjá bls. 31. Samþykkt var
yfirlýsing um meðferð á þriðja stigi
fæðingar til að koma í veg fyrir blæð-
ingu, en margar ljósmæður voru ekki
sáttar við klínískar leiðbeiningar sem
ICM stóð að ásamt alþjóðasamtökum
kvensjúkdómalækna FIGO. Það sást
m.a. á því að salurinn troðfylltist þegar
Dr. Hora Soltani hélt fyrirlestur um
þetta efni. Ákveðið var að við endur-
skoðun leiðbeininganna ætti að leggja
Horftyfir Brisbane
aukna áherslu á lífeðlisfræðilega með-
ferð eins og fjallað var um í Ljós-
mæðrablaðinu í júní 2005. Ágreiningur
hefúr verið um hvernig færni í fæð-
ingarhjálp (skilled birth attendants) í
þróunarlöndunum er skilgreind og
hvaða menntun ætti að leggja áherslu á.
Gerð var samþykkt um að til að geta
tekið þátt í samstarfi með Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni og FIGO ætti að
taka tillit til þess að þjálfún í ljós-
nróðurfræði er lykilatriði og alltaf ætti
að velja fagfólk með þá menntun fyrst
en ekki t.d. hjúkrunarfræðinga.
Frá Islandi voru mættar um langan
veg eða eiginlega eins langt og hægt var
að komast, fjórar ljósmæður. Tvær bú-
settar og starfandi í útlöndum, nánar
tiltekið kom Hulda Þórey Garðarsdóttir
frá Hong Kong og ffá Svíþjóð kom
Haffún Finnbogadóttir. Sigríður Sía
Jónsdóttir og undirrituð Ólöf Ásta
Sigríður Sía Jónsdóttir og Caroline Weaver,
forseti alþjóðasamtaka Ijósmœðra.
Ólafsdóttir komu svo að heinran, nreð
viðkomu í Hong Kong. Ég fékk meðal
annars að fylgjast með Huldu í heima-
þjónustu og hér neðar má sjá fræðslu
um brjóstagjöfina i alþjóðlegu sam-
hengi!
Tveir herramenn voru svo í fylgdar-
liði íslensku ljósmæðranna.
Hafsjó frjóðleiks var að sjálfsögðu
að finna á ráðstefnunni, þar sem ljós-
mæður kynntu fjölbreyttar rannsóknir
sínar og störf héðan og þaðan og erfitt
gat verið að velja á milli fyrirlestra og
atriða sem voru á dagskrá. Aðalfyrir-
lesarar fjölluðu flestir um mikilvægi
samstarfs heilbrigðisstarfsmanna og
samtaka til að efla Ijósmæðraþjónustu í
þróunarlöndum þar sem aðstæður eru
mjög ólíkar og í hinum vestræna heimi-
Hulda Þórey veitir frœðslu um brjóstagjöf
Þar deyja á ári hverju yfir hálf milljón
kvenna við barnsburð og fjórar millj'
ónir barna á fyrsta degi eftir fæðingu.
Athygli vakti aðalfyrirlestur Inúita
ljósmóður frá Quebec sem sagði fra
velheppnuðu verkefni, sem hafði það
að markmiði að snúa við þeirri þeirn
þróun að allar konur frá svæðinu
Nunavik þyrftu að ferðast langa leið að
heiman allt að 6 klukkustundir til að
eiga börn. Stofnuð var ljósmæðraþjón-
usta og nám í þorpinu Inukjuak til að
endurvekja hlutverk ljósnróðurinnar i
samfélaginu og færa fæðinguna heim til
Inúitakvenna. Landslagsmyndir fra
28 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005