Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 26
FELAG LJOSMÆÐRANEMA Kve n n afríd agu r i n n - hvernig hefur þróun Ijósmæðramenntunar tengst kvennabaráttu á Islandi? Ljósmœðranemar á 2. ári við sumarbústað Ljósmœðrafélagsins í Úthlið. Frá vinstri: Bára Hildur Jóhannsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Elva Rut Helgadóttir, Eva Laufey Stefáns- dóttir, Helga Ólöf Eiríksdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Guðrún Pálsdóttir og Ásdís Pétursdóttir Ólafs. Á myndina vantar Þóru Guðnýju Ægisdóttur. Ritstjórí Ljósmœðrablaðsins, Valgerður Lísa Sigurðardóttir, bar upp þá bug- mynd í haust að Oddrún, félag Ijós- mœðranema fengi að birta efni í blaðinu undir yfirskrift félagsins. Þar sem Ijósmæöranema skortir tilfmnan- lega málgagn var tilboðinu tekið fegins hendi. Að þessu sinni er umfjöllunar- efni nemapistilsins þróun Ijósmœðra- menntunar á Islandi og tengsl hennar við jafnréttisbaráttu kvenna. Þróun Ijósmæðramenntunar á íslandi Frá upphafi hafa konur sinnt fæðingar- hjálp á Islandi eins og víðast hvar í heiminum og lært mann frarn að manni (eða konu fram að konu) (Sigurjón Jónsson, 1959). Með konunglegri til- skipun frá Kristjáni III. Danakonungi, frá árinu 1537, tók gildi sú regla að prestar áttu að sjá um að kenna ljós- mæðrum og gilti sú tilskipun þar til Bjami Pálson var skipaður landlæknir árið 1760. Þá hófst skipulögð ljós- móðurfræðsla á íslandi. í erindisbréfi til Bjarna frá 1760 eru talin upp þau störf sem hann átti að sinna. Þar kom fram að hann ætti meðal annars að annast kennslu ljósmæðra. Hann réði til starfa danska ljósmóður til að annast verklega kennslu, en það var Margrethe Katarine Magnussen sem hafði lokið námi frá Fæðingarstofnuninni í Kaup- mannahöfn (Siguijón Jónsson, 1959). Ljósmóðurstarfið varð fyrsta stétt kvenna í opinberri þjónustu sem greitt var íyrir (Sigurjón Jónsson, 1959; Anna Sigurðardóttir, 1976). Margrét Katrín eins og hún var kölluð hér á landi kenndi ljósmæðrum á íslandi í hálfa öld ásamt ljórum landlæknum. Yfirsetukvennalögin frá 1875 voru að mestu sett fyrir tilstilli Jóns Hjalta- líns landlæknis. Þau kváðu á um að ljósmæður gátu lokið prófi hjá land- lækni eða hjá héraðslæknum nokkurra kaupstaða. Námstíminn lengdist og var alls staðar á landinu orðnir þrír mánuðir árið 1876 (Anna Sigurðardóttir, 1984; Sigurjón Jónsson, 1959). Námstíminn var lengdur enn frekar í 6 mánuði veturinn 1909-1910 og hélst form ljós- mæðrakennslu óbreytt þar til að Yfir- setukvennaskóli Islands var stofnaður árið 1912 en yfir honum var Guð- mundur Björnsson, þáverandi land- læknir. Hann fór einnig með alla kennslu við skólann að undanskilinni verklegri kennslu sem var áfram í höndum ljósmæðra og var námstíminn óbreyttur (Anna Sigurðardóttir, 1984). Þegar Háskóli íslands var stofnaður árið 1911 var Landlæknisembættið ekki lengur í beinum tengslum við kennslu lækna og ljósmæðra og varð því úr að Yfirsetukvennaskólinn var stofnaður (Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 1995). Árið 1924 voru gerðar breytingar á lögum um Yfirsetukvennaskólann og hann tók nafnið Ljósmæðraskólinn í Reykjavík. Starfsheitið „Ljósmóðir“ var einnig lögfest í þessum lögum. Náms- tíminn var lengdur og taldi nú níu mán- uði, inntökuskilyrði í skólann voru gerð skýrari og námspláss voru ákveðin, 10- 12, ár hvert (Anna Sigurðardóttir, 1984). Fram að þessum tíma hafði nám ljósmæðra farið fram á ýmsum stöðum i borginni, fyrst á Bessastöðum, í gamla spítalanum við Spítalastíg, í Farsóttar- húsinu við Þingholtsstræti og til margra ára fór hún ffarn á heimili Þuríðar Bárðardóttir ljósmóður í Reykjavík að Tjamargötu 16. Það var ekki fyrr en 20. desember árið 1930 að öll kennsla ljós- mæðra fluttist í nýtt húsnæði Land- spítalans (Anna Sigurðardóttir, 1984). Lögin um Ljósmæðraskólann í Reykja- vík frá 1924 féllu úr gildi árið 1932 þegar ný lög vom sett. Þau kváðu á um að skólinn hefði fastan samastað á Landspítalanum og að verkleg kennsla færi ffam á fæðingadeildinni. Kennslan var í höndum yfirljósmóður og -læknis og námstíminn var enn lengdur, að þessu sinni í eitt ár (Eva S. Einarsdóttir og Guðrún G. Eggertsdóttir, 1989). Sama ár og Landspítalinn tók til starfa var Hjúkrunarkvennaskólinn settur, en lögin um hann voru felld saman við lög um Ljósmæðraskólann í Reykjavík árið 1932 og hét skólinn þá Ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli íslands. Ljós- mæðrafélagið lýsti óánægju sinni með þetta fyrirkomulag og var þá ákveðið að deildirnar yrðu nefndar hvor um sig, Ljósmæðraskóli íslands og Hjúkrunar- kvennaskóli íslands (Ólöf Ásta Ólafs- 26 Ljósmæðrablaðið nóvember 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.