Ljósmæðrablaðið - 15.11.2005, Side 13
VERKEFNI FRÁ NÁMI í LJÓSMÓÐURFRÆÐI
Fæðingarsaga
úr saumaklúbbi
Formáli
Það er orðinn fastur liður að í Ljós-
mceðrablaöinu birtist verkefni Ijós-
niœðranema sem ritstjórn fmnst eiga
erindi til Ijósmœðra m.a. til að örva
faglega oggagnrýna umrœðu. Af mörgu
er að taka en í þetta sinn er sögð fœð-
‘ngarsaga sem hefur áhrif á umhverfi
sitt með ýmsu móti.
I inngangsnámskeiði Ijósmóður-
fi'œðinnar felst eitt af verkefnunum í að
safna fœðingasögum úr nánasta um-
hverfi i óformlegu samtali og endur-
segja síðan í umrœðutíma, ræða hvaða
viðhorf og hugmyndir um barneignir
endurspeglast í sögunum. Verkefnið
hyggir aldrei þessu vant ekki á frœði-
iegri heimildavinnu heldur er áhersla
l°gð á aó hlusta á og draga lœrdóm af
fi'ásögninni. Og hafa jafnframt í huga
hvaða áhrif sagan hefur, hvernig túlka
niegi hana í samhengi við hugmynda-
fi'œði Ijósmœðra og hvaða áhrif hún
hafi á verðandi Ijósmœður.
Síðastliðið vor birtist í Morgunblað-
'nu athyglisverð grein eftir nýútskrif-
nða Ijósmóður Esther Ósk Armanns-
dóttur þar sem hún velti jyrir sér hvort
hetra vœri að fœóa börn í Danmörku en
a Islandi. Hugleiðingar hennar byggðu
a reynslu hennar af klínísku námi á
Skejby sjúkrahúsinu í Árósum, þar sem
nðstœður á fœðingadeild eru mun betri
en við þekkjum hér á fœðingadeild
hSH, en aðstœður þar eru barn síns
tiina frá því fyrir 30 árum og eru í raun
°viðunandi. Það er því áhyggjuefni að
ekki er gert ráð jyrir nýrri byggingu
fyi'ir fœðingaaðstöðu þegar nýtt há-
shólasjúkrahús verður byggt. Nauðsyn-
íegt
er að bœta aðbúnað verðandi
nxceðra og feðra, ennfremur er afar
’nikilvœgt að ná því markmiði að hver
hona hafi sína Ijósmóður í fœðingunni.
Samantekt Auðbjargar I. árs Ijós-
'noðurnema og fœðingarsaga þeirra
Onnu og Stjána sem hér er sögð styður
fietta og segir sig sjálf.
Ólöf Ásta Ólafsdóttii;
lektor í Ijósmóðurfrœði
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir;
I. árs Ijósmóðurnemi
í þessu verkefni segi ég fæðingarsögu
vinkonu minnar. Ég kalla hana Önnu og
er hún þrítug. Maki Önnu er einnig um
þrítugt og kalla ég hann Stjána. Ég
heyrði þessa fæðingarsögu fyrst þegar
ég var stödd í saumaklúbbi og fangaði
hún athygli mína þar sem að ég er ljós-
móðurnemi og vakti spurningar hjá mér
hvernig ég hefði tekist á við aðstæður
sem þessar. í lokin er stutt samantekt
um það sem læra má af þessari sögu og
skilaboðin sem í henni felast. Það er
ýmislegt í umhverfinu sem við getum
haft áhrif á, sem aftur hefur áhrif á
upplifun foreldra af fæðingunni. Margir
hlutir eru ef til vill svo sjálfsagðir að
við gerum okkur oft ekki grein fyrir
mikilvægi þeirra.
Fæðingin fór fram sumarið 2005 á
fæðingadeild LSH. Anna var gengin 38
vikur og 2 daga og hafði verið í reglu-
bundnu meðgöngueftirliti á heilsu-
gæslustöð. Engin vandkvæði komu upp
á meðgöngunni. Móðir og faðir eru í
sambúð og eiga fyrir eina 3ja ára dóttur.
Fyrri meðganga og fæðing gekk að
óskum og heilsaðist móður og barni
vel.
Einn góðan veðurdag þegar litla fjöl-
skyldan var að labba heim frá leik-
skólanum fékk Anna hláturskast upp úr
þurru. Stuttu síðar fór vatnið, Anna hló
enn meira og lagðist i grasið. Stjáni
náði í bílinn, því vatnið hélt áfrarn að
seytla, ekki gat hún labbað heirn þar
sem að hún var í ljósum buxum! Auk
þess skildi dóttir hennar ekkert í því að
mamma hennar væri að pissa í sig.
Anna var verkjalaus og segir að vatnið
hafi verið tært. Þegar heim var komið
flýtti hún sér að pakka niður dóti fyrir
dóttur sína og sendi manninn sinn út í
búð að kaupa nesti.
Klukkutíma síðar eða nánar tiltekið
um sexleytið gefur Anna sér tíma til að
setjast niður. Eftir skamma stund fer
hún að fá væga verki. Hún ákveður að
láta vita af sér og hringir á fæðinga-
gang. Ljósmóðirin og hún eru sammála
um að hún bíði bara róleg heima og
komi seinna um kvöldið. Hálftíma síðar
verða hríðamar skyndilega harðari og
Önnu finnst vera stutt á milli þeirra og
óttast að fæðingin geti verið hröð. Anna
hringir því aftur á fæðingagang og er
ákveðið að hún komi.
Um sjö leytið er Anna komin á
fæðingagang og það er brjálað að gera,
„Ljósmœðurnar voru þarna á harða-
hlaupum fram og aftur... ég heyrði þœr
segja við eina konuna ...farðu bara út í
bíltúr og fáðu þér ís... sennilega verið
frumbyrja!" Þeim er vísað í mónitor
herbergi frammi. Anna var komin með
fimm í útvíkkun. Þar voru þau í um
tvær klukkustundir en af og til kíkti
einhver inn til þeirra og sagði þeim að
það væri brjálað að gera og hún væri
m.a. að taka á móti tvíburum. Eftir tvo
tíma eru þau beðin urn að fara ffarn og
bíða þar því að önnur kona þurfi að
komast í monitor. Þeim er vísað inn í
pabbaherbergið. Anna átti erfitt með að
labba úr stofunni vegna verkja. Þegar
hún kíkti í pabbaherbergið voru nokkrir
pabbar þar og eitthvað par sem var
„ógeðslegt“ eins og hún orðaði það.
Anna gat ekki hugsað sér að vera þarna
með öllum hinum og settist framan við
lyftuna ásamt manninum sínunt. Hún
átti fullt i fangi með að „tcekla verkina
og halda andlitinu. Við hittum fullt af
fólki sem við þekktum... ég var ekki
alveg í stuði fyrir það... allir voða
hressir. Hœ! Hvenœr eigið þið að
eiga?- og svona... ég sagði alltaf það
verður annaðhvort fyrir eða eftir mið-
nætti og reyndi að vera „ jolly “. Ég var
Ljósmæðrablaðið nóvember 2005 1 3