Akranes - 01.01.1952, Qupperneq 3

Akranes - 01.01.1952, Qupperneq 3
ísland á leiðum loftsins Fyrir rúmum 4.8 árum, 17. desember 1903, tókst tveimur Bandaríkjamönnum, Wright-bræðrunum, að hefja sig til flugs. Höfðu þeir sjálfir smíðað flugvél sína. Þeir flugu tvisvar þennan dag og tókst öðrum þeirra að halda sér á flugi í 59 sekúndur í einu. Þessi atburður er talinn vera upphaf fluglistarinnar og Wright- bræðurnir því feður hennar. Sem að líkum lætur, vakti þessi at- burður mikla athygli um heim allan og varð til þess að þeim fjölgaði stórum, sem fóru að glíma við smíði flugvéla, og brátt rekur hvert metið annað, í hraða, vega- lengd og flughæð. Þegar heimstyrjöldin fyrri skellur á, hafa hernaðarþjóðirnar komið auga á flugvélina sem hernaðar- tæki og keppast við að koma sér upp f lug- flota, sem sé fær um að bjóða andstæð- ingunum birginn. Hærra og hraðar, hærra og hraðar en óvinurinn, verður það tak mark, sem hernaðarlþjóðirnar setja sér. Þegar þetta kapphlaup stríðsþjóða heimsstyrjaldarinnar fyrri er háð, er ekki enn komið til sögunnar það, sem við köll- um flugsamgöngur. En þegar styrjöldinni lýkur er þess skammt að biða, að sá þátt- ur flugsins hefjist. Stríðið skilur eftir mik- inn aragrúa flugvéla, sem nú er ekki lengur þörf fyrir, auk fjölda æfðra flug- manna og vélvirkja. Margir þessara manna hafa þegar komið auga á þá framtíðar- möguleika, sem flugtæknin hefir upp á að bjóða og áður en langt er liðið frá stríðslokum eru fyrstu flugfélögin stofnuð. Þau eru ekki stórvaxin í byrjun —- nokkrir menn slá sér saman mn kaup og rekstur akranes cinnar flugvélar, sem hefir sæti fyrir einn eða tvo farþega, selja skemmtiflug og ann- ast stuttar leiguferðir. En það sannast hér, sem svo víða annars staðar, að „mjór er mikils vísir.“ I grein þessari segir Örn Ó. Johnson, í stuttu máli, sögu flugmálanna á fslandi frá byrjun til dagsins í dag. Fram til þessa hafði flugið verið okkur Islendingum óviðkomandi. Við horfðum á úr fjarlægð. Myndi vist engan undra þó svo hefði verið lengur en raun varð á, en sá framfarahugur, sem árin eftir alda- mótin skópu hjá þeirri kynslóð, sem á þessum árum lyfti hverju Grettistakinu öðru stærra, megnaði einnig á þessu sviði að hvetja menn til dáða. Árið 1919 stofna nokkrir Reykvíkingar, undir forustu Garð- ars Gíslasonar, Halldórs Jónassonar og fleiri góðra manna, Flugfélag Islands h.f., hið fyrsta af þremur félögum, sem þetta nafn hafa borið. Þeir festa kaup á land- flugvél af svokallaðri AVRO-gerð. Flug- vélin getur flutt einn farþega, auk flug- mannsins, og benzinforði hennar nægir til þriggja klukkustunda flugs. Þann 3 .september árið 1919 svífur flug- vél í fyrsta sinn }Jir Islandi. Stjórnandi hennar er Cecil Faber, höfuðsmaður í lofther Breta, en flugvélin er eign Islend- inga sjálfra. Hún rennir sér varlega upp AKRANES XI. árg. Jan.—marz 1952. — 1.—-3. tbl. Útgefandi, ritstjóri og ábyrg'öarmaSur: ÖLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H. F. frá Vatnsmýrinni við Reykjavík og sveimar nokkra hringi yfir höfuðstaðn- um. Mikill mannfjöldi hefir safnast sam- an við „ flugvöllinn“ til að sjá þetta furðu- verk svífa um himingeiminn i kvöldskin- inu. Næstu vikurnar er flugvélin alloft á sveimi yfir nágrenni bæjarins, en í lok septembermánaðar er hún tekin í sundur, til geymslu yfir veturinn. Flugvélar þeirra tíma voru ekki ætlaðar til ferða yfir vetr- arhjarn Islands. Næsta sumar, 1920, er hafizt handa um flugferðir að nýju. Nýr flugmaður hefir verið fenginn til landsins, Frank Fred- rickson, Vestur-Iselndingur. Verkefnið er ekki fjölþætt, hringflug yfir Reykjavík og nágrenni, en margir verða til að kaupa sér far í þessum ferðum. Gerð er tilraun til að fljúga til Vestmannaeyja, en vegna hvassviðris við eyjarnar neyðist flugmað- urinn til að snúa við. Taprekstur og fjárskortur neyðir félag- ið til að gefast upp og haustið 1920 er flug- vélin seld úr landi. Þótt þessi fyrsta tilraun til að koma hér á flugsamgöngum mistækist, var hún á margan hátt hin merkilegasta, og þess má geta, að ef félaginu hefði auðnast að starfa fram á þennan dag, þá væri það nú annað af tveim elztu flugfélögum veraldar. — Elzta félagið, Det Danske Luftfartselskab, var stofnað um líkt leyti, en það næst elzta, hollenzka flugfélagið K. L. M., var stofnað árið 1920. Þegar þetta fyrsta íslenzka flugfélag hætti störfum líður alllangur tími þar til hafizt er handa að nýju um að koma á flugsamgöngum hér á landi. Sumarið 1924 koma hér við þrjár ameriskar flugvélar í hnattflugi og ein ítölsk. Vafalaust hefir koma þessara erlendu flugvéla hingað til lands orðið til að vekja athygli lands- manna á þeirri þi’óun flugsins, sem orðið hafði síðan á fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina fyrri, en ennþá líða nokkur ár þar til „Súlan“ og „Veiðibjallan“ verða skáldum að yrkisefni. Þann 1. maí 1928 er Flugfélag íslands h.f. stofnað öðru sinni. Nú er það hug- sjónamaðurinn Alexander Jóhannesson prófessor, sem hrindir málinu af stað, og 3

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.