Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 11

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 11
RotaryÉgl þáttur Hikandi hef ég máls, er ég á að inna af hendi það vandasama hlutverk, að tala á þessu þingi um eir.n grundvallarþátt Rotary-fólagsskaparins, starfsþjónustuna. Af ýmsum ástæðum vex mér þessi vandi í augum, en alveg sérstaklega af þessu tvennu: 1. Hve nauðsyn starfs og þjónustu er rík og mikilvæg, innan okkar fólags- skapar, og á þar að rækjast, vegna hinnar almennu þarfar í þesum heimi. 2. Hve það er vandasamt að lifa i sam- ræmi við þessa miklu nauðsyn. Þ. e. að lifa, til þess að leysa þennan vanda að verulegu leyti. Hvert er hægt að fara til aðdrátta, er undirbyggja skal slíka lífsnauðsyn allra manna og þjóða. Ekkert, nema til hinnar tærustu uppsprettu, sem aldrei þrýtur. Fegursti og fullkomnasti boðskapur, sem oss hefur verið fluttur, er boðskapur Krists. Það hefur verið talað um þennan boðskap i tvö þúsund ár, svo að hann er einnig kunnur vorri kynslóð. Hins vegar hefur of fáum á þessari löngu leið tekist að til- einka sér hann á þann hátt, að líf mann- anna beri þess nógu ljós merki. Vegna ægi-munar milli þarfar og þjón- ustu (á þessu sviði), má hiklaust fullyrða, að þessi alheimsfélagsskapur sé til orðinn. og vegna þessarar sömu þarfar, höfum vér, vitandi eða óafvitandi, gengið honum á hönd. Vitrustu mönnum mannkynsins, hefur á undangengnum öldum smátt og smátt skilist, að þeir hafi um of, og of lengi, vanrækt að lifa eftir hinum sígilda Foðskap meistarans mikla frá Nazaret. 1 samræmi við þetta sjónarmið, sem er lífæð þroskans, og eitt fullnægir öllum þörfum, þessa heims og annars, leggur Rotary-félagsskapurinn megin áherzlu á þjónustuna. Sönn og einlæg þjónusta er lýsigull vaxandi menningar og þroska. Af þeirri þjónustu vex manngildi hvers ein- staklings, en fæðir aftur af sér fágun og legrun samfélagsins í heild. Þar sem ein- staklingurinn heldur trúnað við þjónustu- hugsjónina í framkvæmd, ávinnur hann ser æðsta sess, um leið og hann þokar afram helgun og lífshamingju ótal margra samferðamanna. Þegar vér hugleiðum, að þetta er þunga- tniðja og grundvallarátriði Rotary, skilst °ss fsTst, að félagsskapur vor er nauðsyn- legur, og markmið hans háleitt og göfugt. Þá skilst oss þýðing hans sem alheimsfé- lagsskapar, og hve ábyrgðin er mikil á hverjum klúbb, já, sérhverjum félaga. En það er gömul og ný reynsla, að erfiðara er að framkvæma, en að fullyrða í augna- A K R A N E S bliks'hrifningu eitt og annað. Já, sagan sannar, að auðveldara er að tala fagur- lega, en að framkvæma hina tiginbornustu tölu í lífinu sjálfu. ERINDI um starfsþjónustu, flutt á Rotary-þingi, á Þingvöllum 1951 af ÓI. B. Björnssyni. Vegna mikilvægis þjónustunnar, leggur Rotary því svo ríka áherzlu á þann anda, sem stjórnar þjónustunni í framkvæmd, það sem er aflgjafi og uppistaða hennar, en ekki aukaatriði. Eigi aðeins sem lnag- sjón án athafna, heldur lífæð félagsskapar- ins; vegna þess, að hún er líkn og lausnar- orð alls mannkynsins. Það gefur og þess- ari hugsjón varanlegt gildi og fyrirheit, að hún er helguð af meistara vorum, með hinu mikla boðorði: „Það sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Þarna er óskeikuli mælikvarðinn, sem ekkert tekur fram, og enginn fellir nokkru sinni úr gildi. Einasta von mannkynsins um frelsi frið og öryggi á þessari jörð, er í raun og veru undir því komin að mönn- um skiljist þetta og þeir læri það. Rotary félagsskapnum er ljóst, að það er ekki nóg að tala um þetta endrum og eins, og eta ofan á það. Hann er sér þess meðvitandi, fremur en margur annar félagsskapur, að það þarf að lifa þetta. Því er þjónustan meginsjónarmið og grundvallarregla, sem ekki má sniðganga. Af mikilvægi þessa, og til að ná tilgang- inum, telur hann sig því þurfa að ná til sem flestra aðila með þennan mikilvæga boðskap. Nú mun einhver segja. Er félagsskapur- inn ekk skakkt upp byggður, til þess að geta náð þessu mikla takmarki? Er skipu- lag hans jafnvel ekki þröskuldur i vegi. fyrir þessu takmarki, þar sem hann nær til tiltölulega fárra aðila með þennan ,ann- ars, mikilvæga- boðskap? Það er von að margur hugsi svo. Skul- um vér nú með örfáum dæmum athuga þá hlið málsins. Hæfilegur fjöldi félaga, tryggir betur en ella almenna sókn. Hið sama tryggir og nánari og gagnkvæmari kynni, meiri skiln- ing og félagslegan þroska. En þetta leggur Rotary höfuðáherzlu á eins og vér vitum, af þvi að þarna er að finna dýrmætan frjó- anga til vaxtar og viðgangs þjónustunnar í framkvæmd. Aðalkrafa félagsins er í rauninni að mæta. Það er mikilvægt skilyrði til þess að fylgjast með starfinu og uppbyggjast i anda þess. Eigi aðeins að þvi, er snertir eigin klúbb, heldur almennt. Til þess að tryggja þessi höfuðatriði félagsskaparins, tekirr liann þvi til takmarkaðs fjölda. Þrátt fyrir þessar takmarkanir, hyggur hann þó á víðtækari áhrif og almennari en í fljótu bragði kann að virðast. Hann hefur þegar náð til flestra landa, og vill ná til sem flestra byggðarlaga heims. Hann vill ná til sem flestra starfsgreina mannlegs samfélags, með því að ná í valinn mann i hverjum verkahring, — hverri starfs- grein. — Manns, sem er svo þroskaður, — eða þroskast — til að skilja, að batavon heimsins og bætt sambúð mannanna, er beinlínis komin undir þvi, að hver ein- staklingur, félagsheildir og þjóðir, eignist i nógu ríkum mæli þjónustu-andann, sem lifshugsjón, er i framkvæmd verði ljós á vegum hans og annarra. Eignist þar í hverju tilfelli mann, er beri þetta sem blys i sinni starfsgrein, og verði þannig sem súrdeig samfélagsins í hverju þjóðfólagi, er svo tengi saman lönd og álfur. Ef til vill er þetta skipulag því ein bezta leiðin til þess að ná þessu mikilvæga takmarki og og nauðsyn allra manna og þjóða. En hvernig eiga þá klúbbarnir — hver um sig — að ná þessu takmarki, að gera hvern einstakling að betri manni og heim- inn í heild sinni byggilegri. Það er hægt með sjálfsaga og óþrotlegri kostgæfni. Vér getum áreiðanlega komizt allangt að þessu marki, með því að rækja sem bezt hinar óbrotnu einföldu skjddur, sem Rotary legg- ur félögum sínum á herðar. I þessu sam- bandi má nefna nokkur atriði: 1. Að sækja hvern fund. Ef ekki heima, þá í öðrum klúbbum, þannig að hver félagi komizt sem næst ioo% sókn. 1 því efni á vart að vera um afsakanir að ræða, nema veikindi. 2. Með því að vera að öðru leyti vakandi í starfi og þjónustuviljugur félagi, létt- ur og lífgandi á fundum. En þar sem annarsstaðar með sterkan siðferðilegan þrótt að baki. 3. Með því að vera vakinn í starfi, um aukin afköst og trúmennsku, svo að það gefi gott fordæmi í starfsgrein- inni yfirleitt. 4. Með því að nota hvert tækifæri, lil þess að styðja að sátt og samlyndi, milli manna og stétta í hverri starfs- grein. 5. Með því að líta sjálfur á vinnuna sem eitt æðsta hnoss lifsins og sáluhjálpar- atriði. Það, sem öllu öðru fremur feli í sér frjómagn lifshamingjunnar, og hin árangursríkustu og eftirsóttustu laun, sem er innri friður, í fullviss- Framhald á síSu 31. 11

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.