Akranes - 01.01.1952, Page 19

Akranes - 01.01.1952, Page 19
Jón Hjaltalín, skáld, Oddsson, lögsagn- ara á Rauðará í Reykjavík, Jónssonar Hjaltalíns, sýslumanns í Kjósar- og Gull- bringusýslu, var prestur í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd í 25 ár, kom þangað 1786 og fór 1811 að Breiðabólstað á Skógar- strönd, d. 1835, var búinn að vera prestur í 57 ár. Á þeim árurn, sem Jón IJjaltalín var prestur á Saurbæ, orti hann Skógarvísur, sem hér fara á eftir. Elsku bróðir auðnan há að þér jafnan streymi. Herrann góðm- himnum á hjálpi þér og geymi. Lága skóginn lögðu að grund lika allt að merkjum, fengu stofnar fjörtjóns und, fríir þó af verkjum. Þegar landa þeir að hring þustu starfs að lokum, öll var fjaran allt um kring alþakin af pokum. Mitt þakklæti þó margfalt þínar krefjast dyggðir, hafðu það fyrir allt og allt ástríki og tryggðir. Skála barma skertu þeir, skullu fauskar niður, aldrei vex þar upp úr meir, ég held, skógar viður. Ef þeir hefðu áls um jörð að því viljað snúa, hefðu þeir kimnað Hvalafjöi'ð, held ég með þeim brúa. Fréttir engar sýna sig í settri ræðu minni, óska ég samt að þína og þig þær með gleði finni. Fóru í kring um Fúsakot iflest allt hjuggu niður, féllu staurar rétt í rot rokna höggin viður. Ofan — ljóns í ára kvið öll fór kolagjörðin, svoddan þunga sá ei við, svignaði reyðar jörðin. Seggir þeir, sem sendir þú, sveipðir klæðis bolum, með fragtað hafskip fara nú, fullt af viðarkolum. Vatnaskógur varð ei frí voða fyrir grandi, engin hrísla honum i hygg ég eftir standi. Fíllinn hluxms með fullan búk fór á ísavöllum, var sem sæi’ á hæsta hnúk hér af Kjósar fjöllum. Þeir hafa skertan skóginn hér, skal ég um það kæra öll er jörðin eftir ber, eins og rökuð gæra. Grenás líka gjörvallan grenntu þeir að vonum, fjárbítur ei fixma kaxm framar skjól í honum. Hvar sem mastra hindin mæld hélt um brautir voga, var sem træði djúpa dæld dýrið austurtroga. Fóru þeir fyrst í Fannahlíð, felldu hverja hríslu, ógnar höggin heyrðust stríð hér um alla sýslu. Þverhnúkamir þoldu skell, þessum brátt þeir eyddu, mörg ein hríslan fögur féll, fenju þegar reiddu. Vembilfullur voga jór vagaði seinn í förum yfir bláan karfa kór Kjósarlands að vörum. Drengja í kring um Draugalá, dengdar axir sungu, allar vofur flýðu frá, fældust höggin þungu. Kolgerðin var kynja-stór, kalinn svörður píndist, eins og rifinn rottu bjór Rindar eljan sýndist. Þaul furðaði þar xun grund, þá sem höfðu vitið, svona fullan hlunna hund höfðu fáir litið. Saurbæjar um sjálfa hlíð sama starf þeir jóku, allar hríslur eins með gríð upp í kol þeir tóku. Hrúgur kurls í hverri laut, huldu Dofra-krána, limkestir um breiða braut birgðu sól og mána. Þessum farm nær álma Ull, ára skilar barði, verðxn- Kjósin fjallafull fram að Svínaskarði. Kring um Brennu og út að ós allt er sem í flagi, verkin merkin votta ljós, von er þó mér ægi. Loginn, sem að lagði frá lima kveiktum bröndum, Langanesi lýsti á, líka vesturströndum. Muntu þurfa mjög hjá þér margt eitt hús til búa, árabjöm nær upp úr sér öllu gjörir spúa. Merkjalækur fús hvar féll, frömd var sama iðja. Brenni austan fyrir fell fram í Laxá miðja. Urga varð upp öllum svörð, er til náði að hæfa hér xxm breiðan Borgarfjörð, brennda gröf að kæfa. Þegar kolgerð þessa sér, þú mátt, vinur hollur, aðgæta, hvort ei mér ber einhver skógartollur. Allt í kríng um Brennu björk börvar hjuggu ríta, öll þar stendur uppi mörk, eins og flag að líta. Kolin þau, sem karskir greitt kunnu þar upp moka, held ég hafi hart út steitt htmdrað þúsund poka. í hann láta færðu flest, fjármagn þitt gagnríka, kapla, sauðfé, kýr og hest. konuna máske líka. SKÓG ARVÍ8IJ R Mjög þeir fláðu Móadal, mun hann varla gróa, þar má hver eiim, einn skýra skal, skoða auðn og móa. Undan þeim ei grundin grær, gaman er það valla, hryggbrotið þeir hafa nær hesta landsins alla. AKRANES 19

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.