Akranes - 01.01.1952, Side 22

Akranes - 01.01.1952, Side 22
götu úti, harm heyrir mikla skothríð og drunur í námunda við sig. Hann gengur eftir sem áður ósköp rólega leiðar sinnar eftir götunni, eins og væri hann á gangi heima í vomæturkyrrð. Kemur þá maður einn til hans hlaupandi og lætur móðan mása. Spyr hann séra Friðrik, hvort hann heyri ekki skotdrimurnar, og viti ekki um hættuna, sem hljóti að vera á næstu grös- um. Jú, en ef ég færi að flýta mér, mundi ég ef til vill fyrr nálgast hættuna. Maður- inn varð strax rólegri við þetta róandi svar hins ráðsetta manns. Þetta var áreiðanlega ekki í eina skiptið, sem séra Friðrik talaði kjark í danska dáta, og dugandi menn á þessum miklu hörmungatímum frænda vorra. Fólk var farið að trúa því, að engin hætta væri á ferðum, ef séra Friðrik væri nálægur. Lestin, sem hann ætlaði með, — en fór ekki með, — varð fyrir óhappi, en hann henti aldrei neitt. Þetta þótti fólki einkennilegt á þeim tímum, sem algeng- ara var að alls staðar væri hætta á ferðum. Það er ekki óalgengt að heyra þessar eða þvílikar setningar: HváS get ég einn? Eða: fig get svo lítiS einn? Séra Friðrik hefur aldrei borið í munn sér þetta viðlag heimskingjans, — þetta takmarkalausa vantraust á Guði. Séra Friðrik veit örugg- lega, að hann hefur aldrei verið einn í þessu merkilega „mannaveiðara“-starfi, sem Guð hefur vígt hann til. Hann þekkir ekkert ég lengur. Hinn eini sanni Guð hefur trúað honum fyrir heilum herskara af viðkvæmum blómum, sem eiga að njóta blessunar Guðs undir handleiðslu hans. Vinir hans hafa létt honum gönguna, styrkt og aukið trú hans á óbrigðula hand- leiðslu Drottins, samhliða staðfestingunni á þeirri náð, að honum hafi hlotnast að vera verkfæri í hendi Hans, með því að benda tugþúsundum manna í mörgum þjóðlöndum á þann veg, sem lagður er í Drottni Jesú Kristi. MeS Kristi og fyrir Krist. Engin tak- mörk eru fyriir því, hvað hægt er að gera vonlitlum mönnum og vesælum til bjargar og blessunar í tímanlegum sem andlegum efnum. Þess er þörf að minnast oftar en vér gerum. En alveg sérstaklega ber nú nauðsyn til þess, meðan vér erum hér stödd á merkisdegi, undir þaki þess manns, sem þetta hefur gert, fremur en nokkur núlifandi maður með vorri þjóð. Hjá séra Friðrik hafa áhugi og hæfileikar verið undursamlega samstilltir og samofnir, enda er árangurinn ótrúlegur. Fordæmi þitt, séra Friðrik, starf þitt og örugg hand- leiðsla um áratugi, hefur verið leiðarljós og kjölfesta þúsunda frá fyrstu kynnum. Og þú munt halda áfram að leiðbeina þeim með óði þínum og óbundnu máli. Þannig mimt þú einnig verða vökumaður og verndarengill margra kynslóða. Hið flekklausa líf þitt, orð og andi, mun hér eftir sem hingað til benda öllum i eina átt: AS fótskör meistara þíns og Drottins. 1 ræðu minni verður ekki hægt að segja helming af þvi, sem þyrfti, þessum óstýr- láta unglingi til hróss. Hann hatar allar tolur, sem heyra til liðandi stund. Þó þreytir hann erfiðustu reikningsþrautir til að hvíla sig. Og hann reiknar langt fram í tímann. Hann undirbýr voryrkjuna fyrstur allra. Þannig mun hann vera farinn að „gera skóna“ árinu 1999. Ég hygg, að fáir hafi fyrr en séra Friðrik undirbúið hina ungu vini sína undir fullkomið frelsi lands síns. Og ég hygg, að það sé ef til vill ótvi- rætt komið í ljós, að í fyrrverandi sam- bandslandi voru hafi hann unnið afrek til skilnings og sátta. Á síðastliðnum vetri fór próf. Sigurður Nordal utan, þar átti hann tal við ýmsa forystumenn danska um handritamálið, þar á meðal þá, sem fremstir hafa staðið og í fylkingarbrjósti málstað vorum til framdráttar. f samtali sínu við þann manninn, sem sjálfsagt átti mestan þátt í hinu fræga ávarpi lýðhá- skólastjóranna, sagði dr. Nordal eitthvað á þessa leið: „Þekkið þér þann ma-nn ís- lenzkan, sem ég held að hafi allra manna mest aukið á skikning, þekkingu og vel- vilja meðal Dana í vom garð á síðari tím- um, og sýnt þeim fsland í réttu ljósi?“ Það væri frá sinu sjónarmiði, tvímæla- laust séra Friðrik Friðriksson. Hinn danski foringi lýðháskólastjóranna bar ekki brigð- ur á réttmæti þessa skilnings. Hann undir- strikaði það einmitt fagurlega með þessari látlausu játningu: „Ég var einn af drengj- unum hans.“ Þessi eina setning segir heila sögu, um starf og áhrif séra Friðriks í Dan- mörku. Á slíkum tímiun og slíkum stöðuni er mikil heill, að njóta starfs þess manns, sem sífellt hlustar eftir rödd Guðs og geng- m' á Hans vegum. Fætur séra Friðriks svíða ekki jörðina, þar sem hann fer, þar grær allt betur en ella. í návist hans breyt- ist umhverfið og ljómar af hreinleika, feg- urð og göfgi. Sá, sem nú og síðar ferðast um Danmörku mun viða heyra þessa setn- ingu: Ég var einn af drengjunum hans. í þessum fáu orðum er ekki hægt að telja upp öll afrek séra Friðriks, enda þarf þess ekki fyrir samtíð þess manns, sem þegar er svo dáður og viðurkenndur, að hann er hafinn yfir nagg og níð. Ég ætl- aði aðeins að þakka honum fyrir gæði hans og göfgandi áhrif hvað Akranes snert- ir. Hans mun verða minnst þar, meðan tanginn teygir sig fram í flóann. Við höf- um hér margt að þakka í dag og gleðjast yfir. Fyrst það, að hafa hér áttræðan mann með tvöfalda starfsorku, miðað við venjulegan mann á bezta skeiði. Annað, að hann hefur lifað þannig og gengið svo frá sínu lifsstarfi, að það verður sígild fyrirmynd, uppspretta þroska og þegn- skapar við Guð og föðurlandið. Hann mun þó áreiðanlega segja, að engum beri að þakka minna en sér, því að hann hafi aldrei gert neitt, sem þakkarvert sé. — Stærð og styrkleiki mikilli manna er fólg- inn í hinni bljúgu þjónslund, sem sér ekki sjálfan sig í þvi, sem áunnizt hefur, heldur dýrð Drottins og dásamlega handleiðslu. Þegar ég stend hér hjá hinni stóru eik, sem vaxin er upp af litlum frjóanga, er gróðursettur var í þessum bæ fyrir nær fimmtíu árum, verður mér ljóst hvilíkt afrek séra Friðrik hefur unnið. En hann mun lesa upp langan nafnalista yfir þá menn, er hann telur, að fremur en hann hafi stutt og hjálpað þessum frjóanga til þess sem orðið er. Ég skal ekki draga fjöður yfir þann sannleiksneista. En fyrst og síðast vil ég minna á það, sem vini vorum séra Friðrik er aflaust efst í hug á þessum degi: AS einum Drottni ber lof og þökk fyrir allt, sem boriS getur ávexti til blessunar. Séra Friðrik! Þú sækist ekki eftir mann- legri upphefð. Guð hefur upphafið þig og útvalið, til þess að aðrir skuli blessun af þér hljóta. Það er dásemdin mesta í hinu langa, farsæla lífi þínu. Vegna mín, bæjar míns og ótal vina, færi ég þér innilegar heillaóskir og þökk. Guð blessi þig og starf þitt um aldur og ævi. Hversu margir lesa biblíuna á íslandi? Að makleikum hefur meistari Eirikur Magnússon lofað nýju biblíuþýðinguna, og talið hana stórmerkan vott menningar. En þar sem hann telur hana munu verða til eflingar góðri tungu vorri, virðist hann hafa gleymt, við svo margra ára dvöl á Englandi, þar sem biblían er metin að verðleikum, að slíkt hið sama þekkist ei á voru landi, Islandi. Hversu mörg heimilin skyldu þegar hafa eignast nýju biblíuna? Og hversu mörg þeirra munu opna hana hvern sunnudag, hvað þá daglega? Því það er ekki nóg, að biblían sjáist í búkahillum vorum. Lesa verður biblíuna til þess að hún bæti tungu vora, til þess að hún bæti siðu vora, til þess að hún gjöri líf vort sannkristn- ara, en það er almennt hér á landi. L. N. Kbl. 1/10 1909. Ætli þessu hafi farið fram eða aftur síðan þetta var ritað? Gaman væri að heyra álit kaupenda um það. En hvað sem því líður, á þessi hvatning áreiðanlega erindi til fslendinga enn i dag. 22 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.