Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 23

Akranes - 01.01.1952, Blaðsíða 23
Ólafur B. Björasson: Þœttir úr sögu Akraness, V. 36. HVERSU AKRANES BYGGDiST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 80. Austurvellir I. (Framhald). 1 næst-siðasta blaði, í þessum þáttum, á bls. 7g, er minningarkvæði um Helga Magnússon undir nafni móður hans, ort af Jóni Sigurðssyni á Haukagili. í sam- bandi við þetta, er sagt neðanmáls á þessari sömu siðu, að Helgi þessi hafi verið hálfbróðir Guðmundar Narfasonar. Það leiðréttist hér með, að þetta er ekki rétt. Þessi Helgi Magnússon, sem um er ort, var sonur Magnúsar Helga- sonar frá Litlabæ og Guðrúnar Jóns- dóttur, Sveinssonar, Jónssonar frá Fróða- stöðum í Hvítársiðu. Þau Helgi og Guð- rún bjuggu hér á Marbakka, en Magnús drukknaði 5. maí 1894. Þegar Guðrún missti þennan unga efnilega son sinn, áttu þau heima á Háteig. Þessa fólks er nokkuð getið í 8—9 tbl. 1947, á bls. 95, í sambandi við Litlabæ. Líklega er það 1895 sem Vigfús, sonur Magnúsar og fyrri konu hans, eignast hluta úr Austurvöllum og fer að búa í hinu gamla húsi, ásamt konu sinni, Gróu Sig- urðardóttur. Hingað kom Gróa ofan úr Lundareykjadal. Föðurætt hennar mun þó vera Skagfirzk, en Anna móðir hennar og kona Sigurðar, mun hafa verið ættuð úr Kjósinni. Anna þessi kvað hafa verið söng- vin og sungið vel, og af þeim sökum eftir- sótt til að syngja við ýmis tækifæri, svo sem við brúðkaup og skírnir. (Jón, faðir Guðmundar kaupmanns í Brynju, var bróðir Gróu á Austurvöllum). Vigfús á Austurvöllum var geðugur mað- ur og góður drengur, myndarlegur og mannblendinn. Hann tók hér mikinn þátt í félagslífi, bæði lí Góðtemplarareglunni og Bárufélaginu. Hann var kátur og fjör- ugur, góður söngmaður og hafði yndi af söng. Spilaði ágætlega á harmóniku og því oft fenginn til að spila fyrir dansi á skemmtunum. Vigfús var duglegur sjó- maður og stundaði sjó bæði á opnum skipum og á skútum. Hann var einn þeirra manna héðan, sem fórust í sjó, af kútter Svanurinn, í áhlaupaveðri 14. apríl 1912. Börn þeirra Vigfúsar og Gróu voru þessi: 1. Sigurður, kaupmaður hér, kvæntur Jónínu Herdísi Eggertsdóttur, smiðs úr Hafnarfirði. 2. Daniíel, smiður, líka búsettur hér. Kona hans var Sigrún Sigurðardóttir frá Ási við Hafnarfjörð. Þeirra hefur áður verið getið í þessum þáttum, bæði í sambandi við verzlun og útgerð og verður síðar getið. 3. Magnús fulltrúi hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Eftir að faðir þeirra drukknaði, ólst Magnús upp hjá sr. Ölafi í Hjarðarholti í Dölum. Þegar hann komst til aldurs, var hann við verzlunarrekstur Páls Ólafssonar i Búðardal. Eftir að Páll fluttist til Reykjavíkur, fengust þeir eittlivað við sameiginlegan verzlunarrekstur í Reykjavík. Síðar var Magnús um nokk- ur ár póstmaður í Reykjavik, en gerðist fulltrúi hjá Sjúkrasamlagi Reykjavík- ur er það hóf starf sitt í núverandi mynd. Kona Magnúsar heitir Ragnheiður Guðbrandsdóttir og mun vera ættuð austan úr Skriðdal. Þau eiga eina dótt- ttr, er Gróa heitirr Árið 1906 kaupir Bjarni Gíslason hluta Magnúsar Vigfússonar i húsi og lóð á Austurvöllum. Næsta ár skifta þeir Bjarni og Vigfús lóðinni á milli sán, um leið og þeir byggja sitt hvert hús frá grunni, Bjarni á eystri helmingnum, en Vigfús á þeim vestri. Standa bæði þessi hús að stofni til enn í dag (1952). Gróa var kjarkmikil og dugleg kona. Rétt eftir að hún missti mann sinn braust hún í því að byggja ofan á hús þeirra til þess að geta leigt það og hafa stuðning af því. Samhliða gaf Magnús á Jörfa drengj- unum allstóran matjurtagarð fyrir sunnan veginn, til þess að þau gætu ræktað sér þar kartöflur til nokkurra nytja. Eftir þetta var Sigurður aðal fyrirvinnan og fór fljótt að bjástra. Býr hún svo i húsinu með drengjtmum þar til Sigurður kvæntist 1922 og fer að búa þar. Þá flytur Gróa upp á löftið bg býr þar nokkur ár með Daníel. Lengi leigir Gróa ýmsum helming húss- ins, en það mun vera 1928 sem Daníel son- ur hennar flytur þangað ásamt konu sinni. Svo mun það vera 1931, sem þeir bræður selja alla eignina Ölafi Magnús- syni. Gróa Sigurðardóttir, kona Vigfúsar var eins og áður er sagt hin mesta myndar- og dugnaðarkona vinföst og trygg. Áður en hún giftist, var hún um fjölda ára á hinu góðfræga myndarheimili Ólafs prófasts Ólafssonar á Lundi og síðar í Hjarðarholti í Dölum. Var æ slíðan náin vinátta með Gróu og þessu fólki og tröll-tryggð á báða bóga. Hefi ég heyrt syni Gróu taka til þess hve Páll sonur sr. Ólafs hafi reynzt Gróu vel þegar hún þurfti þess mest með. Síðustu árin var Gróa heilsuveil og var hjá Daníel syni sínum og tengdadóttur, og þar andaðist hún 4. sept. 1940, f. að Hóli í Lundareykjadal 16. maí 1861. Eins og nýlega var sagt, keypti Ólafur Magnússon af þeim bræðrum. Magnús faðir Ólafs var Magnússon Gilssonar, vest- an af Mýrum. Magnús var bróðir Kristín- ar, konu Hannesar á Grímsstöðum i Reyk- holtsdal. Kona Magnúsar og móðir Ólafs, var Margrét Ólafsdóttir Einarssonar frá Kirkjubóli í Ilvlítársiðu. Móðir Margrétar, mun hafa verið Margrét Jónsdóttir, (syst- ir Magnúsar á Vilmundarstöðum). Kona Ólafs á Austurvöllum var Svan- borg DaHðsdóttir. Þeirra börn: 1. Magnús, múrari, á heima i Reykja- vik, er kvæntur og eiga þau 1 barn. 2. Sigríður, líka í Reykjavík. gift og á 2 börn. A K R A N E S 23

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.