Akranes - 01.01.1952, Page 24

Akranes - 01.01.1952, Page 24
3- Margrét, gift kona í Reykjavík. 4. Hulda Dagbjört, á heima á Reykjavík, ógift. 5. Guðrún á heima í Reykjavik, lika ógift. 6. Svanbergur, sem alist hefur upp hjá Magnúsi og Laufeyju í Króki, frá 5 ára aldri. Svanborg andaðist 27. janúar 1941. f. að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal 9. maí 1895. Ólafur Magnússon flytur fljótlega eftir þetta til Reykjavíkur og selur þá eignina Jóhannesi Jónssyni frá öndverðamesi. Kona hans er Geirlaug Gróa Geirsdóttir frá Bjargi. Þau eiga tvær dætur: Sæunn Alda og Unnrn- Fanney. Jóhannes seldi eignina fljótlega og flutti vestur á Sand. Núverandi eigandi er Ámi Ingvarsson, kona hans er Anna Guðmons- dóttir. Þeirra böm: Guðmundur, Svein- sína, Sigurlaug og Auður. 80 Austurvellir II. Eins og áður er sagt keypti Bjami Gísla- son smiðrn- hálflenduna á Austurvöllum 1906, og byggir á sínum parti hið snotrasta hús árið 1907. Er allhár 'kjaHari undir húsinu, er hann notaði sem smíðahús. Bjarni var sonur Gísla smiðs Böðvars- sonar Sigurðssonar á Skáney í Reykholts- dal og konu hans Kristínar Sighvatsdóttur, — lika ættaðri úr Reykholtsdal. — Bjami Gislason er fæddur á Hrísum í Flókadal 10. apríl 1875, en fluttist þaðan með for- eldrum sínum að Grímsstöðtun i Andakil, og var þar hjá þeim til ársins 1899. Næstu sex árin var Bjarni við ýmis störf og vinnu og lærði þá smíðar hjá Árna Þorsteinssyni á Brennistöðum í Flókadal. Eftir það smið- aði hann oft með Jóni Sigurðssyni á Vind- hæli, t. d. þegar þeir vom lærlingar hjá Jóni, Þorbjörn á Draghálsi og Þorsteinn á Skarði. Bjami Gíslason er einn bezti og vand- virkasti smiður, sem hér hefur verið til þessa. Hans mun verða rækilega getið í sambandi við smiðina síðar í þessum þátt- um. Kona Bjama var Helga Bjamadóttir Sigurðssonar frá Hömrum í Reykholtsdal og konu hans Ingibjargar Oddsdóttur frá Brennistöðum d Flókadal. Sérstaklega prúð og ágæt kona. Þeirra böm: 1. Bjami, málari, sem tók við búi á Austurvöllum eftir föður sinn. Kona hans er Guðrún Jónsdóttir frá Hóhna- vík. 2. Gdsli, lærður smiður og býr við Heiðar- braut 16 hér í bæ Þar verður hans síð- ar getið, og einnig í sambandi við smið- ina. 3. Sighvatur málari, kvæntur Jómnni Ármannsdóttur frá Hofteig. Þeirra börn: Kristín og Sturla. Sighvatur er mjög vel menntaður maður i sinni iðn. Lærði fyrst hjá Áma Sigurðssyni hér, en var síðan um mörg ár við nám i Danmörku og Svíþjóð. Hans mun líka verða nánar getið í sambandi við smiði og málara. Þau hjón em nú búsett i Reykjavík. 4. Ingibjörg, kona Aðalsteins Ámasonar, múrarameistara. Hann býr nú á Sunnubraut 15 og verður þar nánar getið. Árið 1941 byggði Aðalsteinn viðbygg- ingu við vesturgafl hússins á Austtu-völl- um og bjó þar þangað til hann flutti í nýbyggt hús sitt við Sunnubraut 15. Þar býr nú einnig Bjarni Gíslason. Aðalsteins verður einnig getið síðar í þessum þáttum. Sama árið sem Aðalsteinn flytur úr iibúð sinni á Austurvöllum, kaupir Páll Guðmundsson hana og flytm- þangað en síðan á Elliheimilið, og þar andaðist hann hinn 17. febrúar s. 1., og var jarðsettur að Inm-a-Hólmi 26. sama mánaðar. — Páll seldi húseign sína á Austurvöllum Bjarna málara Bjamasyni. Páll Guðmundsson er fæddur að Ytri- Grímslæk í Ámessýslu 14. april 1875, sonur Guðmundar Eyjólfssonar bónda þar og konu hans Helgu Pálsdóttur frá Brúna- stöðum á Hraungerðishreppi. Föður sinn missti Páll er hann var tveggja og hálfs árs gamall, en ólst upp hjá móður sinni og stjúpa, Þorleifi Gunnarssyni, til 22. ára aldurs. Vorið 1897 fór Páll til Reykjavikur til smíðanáms, og var við það í þrjú ár. Auk þess dvaldist hann um 10 ára skeið í Reykjavík við ýmiss konar smáðar. Byggði 18 hús í Reykjavik, þ. á. m. hús Jóns Helgasonar biskups i Tjamargötu. Hefur þeim getist vel hver að öðrum því æ síðan héldu þeir nokkmm kynnum. Hinn 13. október 1905 kvæntist Páll fyrri konu sixmi Sigurlaugu Ólafsdóttur frá Bæ í Kjós, (hún var systir Andrésar Ólafssonar hreppstjóra á Hálsi) en hún andaðist 1. marz 1938. Af börnum þeirra em þrjú á Mfi: 1. Ólafur, trésmiður í Reykjavík, kvænt- ur Sveinbjörgu Jónsdóttur. Þau eiga eitt fósturbam. 2. Helga, gift Braga Geirdal bónda á KirkjubóU í Innri-Akranesshreppi. Þeirra böm: Sjöfn, Sigfríður, Ásdís, Sigrún, Steinunn og Páley. 3. Guðbjörg, ógift, dvelur á sjúkrahúsi. Páll ólst upp við sveitastörf til 22. ára aldurs og gazt vel að þeim. Reykjavikm-- veran átti ekki eins vel við hann. Þess- vegna réðist hann í það 1910 að kaupa jörðina Mela í Melasveit og flutti þangað það sama ár. Þar var hann í 10 ár, þar til hann 1920, keypti stórjörðina Innra-Hólm ásamt hjáleigtun fyrir 50 þúsund krónur. Á báðum þessum jörðtnn hafði Páll stórt bú miðað við það sem gerðist í þeim sveit- um. Mátti á mörgu sjá að hann var hygg- inn og atorkusamur bóndi, þótt ekki væri hann hár í loftinu. Þegar hann kom að Hólmi, var túnið ógirt og mikið þýft og engjar blautar. Þær ræsti Páll svo að á þeim mætti þurrka. Túnið girti hann á öðm ári og sléttaði það svo til allt á næstu 18 árum. Rafstöð byggði Páll við læk, er rennur gegnum túnið og gerði ýmsar fleiri umbætur á jörðinni. Á Innra-Hólmi bjó Páll til 14. maí 1941, en fluttist þá hingað á Akranes og hefur dvalist hér siðan. Páll kvæntist öðru sinni 14. júní 1940, Guðrúnu Björnsdóttur, en hún andaðist 14. des. 1948. Þetta er í stórum dráttum lífsferill Páls Guðmundssonar. En þá er að gæða hann einhverju Mfi. Fljótt mim Páll hafa vakið eftirtekt og álit fyrir varfæmi í orð- um, samvizkusemi, iðni og atorku. Páll var ekki siður góður bóndi en smiður, hygginn nýtinn og útsjónarsamur. Hann var hófsamur framfaramaðtu og miðaði jafnan fyrst og fremst við getu sína til að standa í skilum. Bæði Melar og Innri- Hólmur bera þess glögg merki, en höfðu þá enn lítt orðið aðnjótandi umbrota hins nýja tíma. Á báðum jörðunum jók hann gangandi pening og gerði á þeim ýmsar mnbætur eins og áður er sagt. Páll var trúmaður og mikill vinur kirkju og kristindóms. Varð þess oftlega vart, er hann var kirkjubóndi á Innra-Hólmi, bæði um fegrun kirkjunnar Og viðhald, sem og greiðasemi við prest og söfnuð. Páll var algjörlega óskólagenginn maður, en greind- tu og gerhugull. Enda hafa honum verið falin ýms opinber störf, er hann hefur öll innt af höndum með mikilli prýði. Páll var því jafnan önnum kafinn við búskap eða önnur skyldustörf. Þó hefur hann fylgst vel með í landsmálum og einnig þar verið hófsamur þótt fylgt hafi ákveðnum stjóramálaflokki. Alla tíð hefur Páll haft yndi af kvæðum, enda var hann allvel hagmæltur og sér- staklega á seinni tíð fengist mikið við að ríma. Ekki taldi hann sig vera skáld, en hafði gaman af að færa daglega viðburði í btmdið mál. Allt er það hjá honum eins og annað ljúft og látlaust, kryddað léttri kýmni, laust við rætni og rembing, þvi hvorugt var til í fari hins grandvara manns. Árið 1949 gaf Páll út dálítið safn af þessum kveðskap sínum. Áður en skilist er við Austurvelli, þykir mér rétt að minnast nokkuð nánar Val- gerðar systur Bjama og hinna merku foreldra þeirra. Á yngri árum bjó Valgerður nokkur ár með Guðjóni Ólafssyni frá Bárustöðum í Andakil og átti með honum einn son Gísla að nafni. Hann dó um tvitugsaldur í Vestmannaeyjum og var jarðsettur þar. Seinna kvæntist Guðjón Valgerði Hans- dóttur i Baldurshaga og verður þar nánar getið. 24 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.