Akranes - 01.01.1952, Side 29

Akranes - 01.01.1952, Side 29
Innra-Hólmi. Páls er nánar getið í þessu blaði í þáttunum: Hversu Akranes byggðist. 18. febr. andaðist Jónína Margrét Guðmunds- dóttir frá Akubraut, f. 16. nóv. 1866 í Lambhús- koti i Biskupstungum. Hún átti hér heima í 55 ár. 21. febr. andaðist Hansina Hannesdóttir, Suður- götu 96, f. 1. nóv. 1865 i Botni í Mjóafirði við Isafjarðardjúp. Ungfrú Margrét Guðmundsdóttir Steinsstöðum, forstöðukona á fæðingardeild Landspítalans, and- aðist í Reykjavík föstud. 21. marz 1952, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Frú Auður Frimannsdóttir Skólabraut 8, and- aðist í svefni að heimili sinu hinn 22. marz. Auð- ur var ættuð frá Húsavik. Yfirlit yfir byggingafram- kvæmdir á Akranesi árið 1951. Það er yfirlit yfir hús og mannvirki er tekin voru í notkun og að mestu fullgerð á þvi ári: 1. Fjögur steinhús tekin til íbúðar. 1 þeim eru fjórar íbúðir. Stærð húsanna alls 385,8m’ — 2ogim’ Aukning steinhúsa er eitt hús, ein ibúð stærð 6g,g8ms, 262ms. 2. Aukning tveggja timburhúsa, stærð gimJ, 356 m’, aukning íbýða er ein. Annað þessara húsa var flutt ofan úr sveit í heilu lagi. 3. Hús til iðnaðar: Tvö hús, þ. e. bifreiðaverkstæði 444ms, i93ims. Mjólkurstöð 2g6m!, i556m‘. — Bæði þessi hús eru úr steinsteypu. Aukning húsa til iðnaðar er eitt hús úr steini, stærð 24m3, 78m3. 4. Aukning útvegshúsa er eitt hús úr steini (stækkun). Stærð I70,85m2, 848m3. 5. Stækkun gagnfræðaskóla, úr steinsteypu, 4om3, 272m3. 6. Aðrar byggingar, þrjú útihús úr steini, sam- tals 64,25m3, 205,63ms. Auk þess er að framan getur, var á árinu hafin bygging fjögurra íbúðarhúsa, samtals 363m3, 201 im’., með samtals sex íbúðum. Þá var einnig hafin bygging tveggja útihúsa og fleiri sm lag- færingar húsa hafa verið framkvæmdar á s. 1. ári. Byggingarfulltrúinn á Akranesi, lóhann B. GuSnason. „Svanirnir“ syngja. Karlakórinn „Svanir“ hafur æft af miklu kappi í vetur. Hefur Einar Sturluson, óperusöngvari, verið hér hjá þeim um tveggja ménaða skeið, til til að kenna þeim og þjélfa kórfélaga. Það er ein- mitt undirstöðuatriði fyrir góðum kórsöng og sam- stilltum, að hver einstaklingur sé þjálfaður og „kunni“ nokkuð að beita rödd og flytja teksta. Það er þvi vist, að kórfélagar hafa æft af mik- illi kostgæfni í vetur, með þeim ásetningi að ná verulegum árangri. Árangri í þvi að syngja sig saman, og sanna bæjarbúum nauðsyn og gagnsemi hinnar háleitu listar, söngsins. Sunnudaginn 2. marz s. 1. hélt kórinn svo sam- söng í Bíóhöllinni við góða aðsókn og undir- tektir. Söngskráin var sem hér segir: Sjómenn Islands, eftir Skarphéðin Þorkelsson. F'iðlaravisa, eftir Ivar Wideen. Þú ein, eftir H. E. Geehl. Söngvamarz, eftir Asbjörn W. Andersen. Sumar í sveit, eftir O. Merikanto. Flyt mig heim, eftir F. Backen. Einn, eftir Skarphéðin Þorkelsson. Vor, eftir Jóhann Strauss. Heyrið kallið, eftir H. Stubbe. Vor í dal, eftir Peter Wulsing. Nú dvinar dagsins kliður, eftir Stensgaard. Ættarlandið, eftir Cado Chiappani. Ekki ]>urfti lengi að lilusta, til þess að finna mikla framför frá siðasta samsöng, í takt, mýkt og samstillingu. Mátti og heyra á sumum kór- félögum verulega framför í meðferð ljóðs og lags, t. d. hjá einsöngvaranum Alfreð Einarssyni. Að sjálfsögðu var söngurinn ekki lítalaus, sem ekki er von, en sum lögin voru ágætlega sungin. Sum féllu og i öðrum voru smámisfellur, en þrátt fyrir allt slikt, sem auðvitað er alvanalegt nema hjá úrvalskórum, var hér um verulega framför að ræða í heild, og að ýmsu leyti ágætan söng. Ef kórinn gæti náð i nokkrar góðar raddir til viðbótar i stað þeirra sem lakastir eru, og hann heldur áfram með sama éhuga og atorku sem í vetur, má óhikað fullyrða, að hann á sér frama- von. Söngstjórinn, Geirlaugur Arnason, er vax- andi og veldur vel sínu hlutverki. Frú Friða Lár- usdóttir lék undir af smekkvisi. Laxfoss strandar. Hinn 18. janúar s. 1. strandaði Laxfoss við Kjalamestanga á leið frá Akranesi. Mannbjörg varð og gekk greiðlega. Sjaldan mun skips hafa verið meira saknað en Laxfoss úr þessum ferðum, þvi að vart mun fást til þeirra ferða hentugra skip en hann var í einu og öllu. Þar var fyrirmyndar skipstjóri með val- inn mann í hverju rúmi, enda fundu farþegar oft hvað að þeim snéri, um allt sem betur mátti fara. Akurnesingar vinna fyrir sér. Á árinu 1951 hafa Akumesingar einir aflað og gert að útflutnings- og söluhæfri vöm á erlendum markaði vömr fyrir allt upp undir 40 milljónir króna. Ef hlutfallstalan væri slik alls staðar á landinu, ætti þessi litla þjóð ekki að lifa af „náð- arbrauði'1. Á s. 1. ári hefur hér verið framleitt og útflutt fyrir a. m. k. það sem hér segir: Af þorskveiðum .............. 13.1 millj. kr. Af karfaveiðum .............. 16.5 — — Af síldveiðum .................... 5.1 — — Tvær söluf. b.v. Bjama Ölafss. 0.7 — — Ýmislegt vantalið a. m. k...... 0.1 — — Samtals rúml. 35.5 millj. kr. Það er eftirtektarvert, að tæplega helmingur þessarar stóm upphæðar, er ný útflutningsvara, þar sem er unninn hraðfrystur karfi. Vonandi verður það til frambúðar, því að það hefur megin þýðingu fyrir afkomu landvinnufólks í bæjunum, þar sem eldri menn, konur og unglingár geta unnið við að fullvinna og gera söluhæfa eftirsótta vöm á erlendum markaði. Fisk, sem Islendingum hefur þótt lítið til koma að veiða hingað til. Manntjón. 1 ofsaveðrinu hinn 5. janúar s. 1. fórst mótor- báturinn Valur með allri áhöfn, en m.b. Sigrún komst nauðulega af, missti út mann, Þórð Sigurðs- son stýrimann, en náði honum aftur, en það er talið ganga kraftaverki næst. Þeir, sem fómst af m.b. Val vom þessir: Sigurður Guðni Jónsson, skipstjóri, Heiðarbr. 41. Sveinn Traustason, fyrsti., vélstj frá Hólmavik. Ingimundur Traustason, 2. vélstj., frá Hólmavík. Brynjólfur Önfjörð Kolbeinsson, matsveinn, frá Isafirði. Guðmundur Hansson, háseti, frá Reykjavik. Sævar Sigurjónsson, háseti, Heiðarbraut 11 hér í bæ. Þökk sé þeim fyrir starf og stríð. Blessuð sé þeirra minning. Félagsheimili Templara gefur Sjúkrahúsinu marga bak-bekki. Stjóm félagsheimilisins er smátt og smátt að afla sér til viðbótar ýmissra hluta, sem hún telur enn Framhald á næstu síðu. Útvegum beint frá verksmiðjum í Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Þýzkalandi, Póllandi og Tékkósló- vakíu: JÁRN — STÁL — VÉLAR OG VERK- FÆRI til iBnaSar. SINDRI H. F. Hverfisgötu 42, Reykjavík, Sími 4722. A SJÓ EÐA LANDI! —★— Ávallt koma pœr sér jafnvel NIÐURSUÐU V ÖRURN AR viöurkenndu frá Niðursuðuverk- smiðju S. í: F. LINDARGÖTU 46—48 AKRANES 29

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.