Akranes - 01.01.1952, Síða 30

Akranes - 01.01.1952, Síða 30
Tilkynning frá Félagsmálará&uneytinu. Vegna mikillar hættu, sem talin er á þvi að gin- og klaufaveiki geti borizt til landsins með fólki frá þeim löndum, þar sem veiki þessi geisar, svo og með farangri þess, hefur félagsmálaráðherra á- kveðið, að fyrst um sinn verði hvorki bændum né öðrum atvinnurekendum veitt atvinnuleyfi fyrir erlendu starfsfólki nema sérstök, brýn nauðsyn krefji, og þá með því skil- yrði, að fylgt verði ná- kvæmlega öllum öryggis- ráðstöfunum, sem heil- brigðisyfirvöld setja af þessu tilefni. Ákvörðun þessi nær einnig til skemmtiferða- fólks og annarra, sem hingað koma til stuttrar dvalar, en hyggst að þeirri dvöl lokinni, að ráðast til atvinnu hér á landi. Útlendingum, sem hér dvelja nú við störf, verða af sömu ástæðmn heldur ekki veitt ferðaleyfi til útlanda. Þá hafa og verið aftur- kölluð leyfi, sem veitt höfðu verið til fólksskipta við landbúnaðarstörf. Þetta tilkynnist hér með. Félagsmálaráðuneytið, 16. febrúar 1952. ANNÁLL akraness Framhald af síSustu síSu. vanta til þess að húsið sé svo búið sem bezt má verða. Nýlega voru teknir þar í notkun 50 nýir birkistólar — með skinn- setum, — sem smíðað- ir voru sérstaklega fyrir heimilið. Um leið leystu stólarnir af hólmi 9 stóra og góða bekki, en þá gaf stjóm heimilisins þessa bekki hinu nýja sjúkra- * húsi, sem vitanlega hefur þeirra mikil not bæði úti og inni. Mjólkurstöðin er tekin til starfa. Um síðustu áramót tók hin nýja mjólkurstöð Kaupfélagsins hér til starfa. Þó munu ekki allir bændur á svæðinu utan Skarðsheiðar senda henni mjólk sina, heldur halda áfram að senda hana suður. Stöðin fær þó næga mjólk handa bæjar- búum og hefur framleitt hér ágætt skjrr. Forstöðu- maður er Grétar Simonarson, mjólkurfræðingur. Skálholtsvaka. Stúdentafélagið hér gekkst fyrir Skálholtsvöku í kirkjunni sunnudaginn 24. febrúar s. 1. Flutti Sigurbjöm Einarsson prófessor þar ágætt erindi um málið. Einar Sturluson ópemsöngvari söng einsöng með undirleik Bjama Bjamasonar organ- ista. Kirkjukórinn söng, og ýmsir félagar úr Stúd- entafélaginu lásu upp samfellt úr sögu Skálholts og Skálholtsbiskupa. Kvöldvaka þessi var góð, en þó heldur langdregin. Hún var — sæmilega — en þó ekki nógu vel sótt. VIÐ SKULUM SJÁ Framhald af 7. síSu. langur. Hann hefur nóg að gera og um að hugsa, því að allt þetta starf og umhyggja, sem það krefur, byggist fyrst og fremst á Guðmundi sjálfum. Á því, sem sagt hefur verið um framleiðsluhætti hans, — og þvi, sem hann sjálfur leggur mikla áherzlu á, — hve hann hafi gott fólk í sinni þjónustu. I sams konar iðnaði er sagt að ýmsir séu famir að berja sér, þvi það sé farið að ganga saman, en það gerir Guðmundur ekki. Hann lætur vel yfir, hvernig það gangi enn, hvað sem koma skal. 1 engu er hér um viðvaningshátt eða fálm að ræða. Það er auðheyrt, að Guð- mundur stefnir hátt í iðn sinni. Það er og af ýmsu ljóst, að hann fylgist vel með utanlands og innan, sérstaklega í þeim löndum, þar sem framleiðslan er fjölþætt- ust og verðlagið bezt. Hann segist hafa veitt því eftirtekt, að í stríðslokin hafi kaupgjald í þessum iðnaði i Bandaríkjun- um verið um það fjórfalt við það, sem gerðist á Norðurlöndum, en þó hafi verð hinna amerisku vara verið sízt hærra. Til þess að þetta væri hugsanlegt hér, varð það því eingöngu að byggjast á útsjón, vel skipulagðri vinnu góðra smiða í góð- um vélum og fjöldaframleiðslu. Þar sem vól og völundar-smiðir sáu um, að ekkert efni færi til ónýtis, og að sem mestu yrði afkastað á sem stytstum tíma, án þess þó að það rýrði á nokkum hátt gæði þess, sem smíðað var. Hann er ósvikinn Islendingur. Ég fór að minnast á það við Guðmund, hvað hann gerði i tómstundum. En eins og hér hefur lítillega mátt sjá áður, eru tóm- stundir hans — þrátt fyrir allt — harla fáar. Framan af var það vitanlega móðir hans, sem las mikið fyrir hann, en síðar ýmsir fleiri. Hann hlustar og á útvarpið eftir því sem við verður komið. En Islend- ingseðlið kom þó berlegast í ljós, þegar hann sagði, að það, sem heillaði sig mest væru fornsögumar og hvers konar fróð- leikur. Þetta er litið brot af sögu blinda manns- ins frá önundarholti. Það er hetjusaga og hin lærdómsríkasta fyrir alla menn. Fyrir okkur, sem emm svo óánægð með allt, en afrekum flezt svo lítið, þótt allt sé okkur lagt upp í hendur. Þessir menn berjast hinni góðu baráttu, þeirra sigrar em miklir, en um leið hinar öruggustu fyrirmyndir. Að lokum vil ég óska Guð- mundi til heilla og hamingju með þetta mikla og merkilega fyrirtæki og biðja hon- um allrar blessunar og hinni traustu, trú- föstu og tápmiklu móður hans. Ól. B. Björnsson. VIÐ ARINELDINN Framháld af 9. síSu. Hrörlegasta kotið, sem ást býr í, er höll, sem hæfir guðum, en höll, þar sem engin ást býr, er bæli, sem aðeins hæfir óarga dýrum. Þetta er kenning mín! Þú getur ekki verið svo snauður, að þér sé ekki unnt að hjálpa einhverjum. Góðsemin er ódýrasta verzlunarvaran í veröldinni, og kærleikurinn er hið eina, sem borgar tíu af hundraði í ágóða, báðum aðilum, lán- takandanum og lánveitandamun. Láttu mig ekki heyra, að þú þurfir að vera ríkur! Við leggjum rangan mælikvarða á mikilleik. Við höldum, að maður þurfi að vera mikill, að hann þurfi að vera nafn- togaður, að hann þurfi að vera frámuna- lcga ríkur, eða nafn hans á orðrómsins eitr- uðu vörum. Þetta er allt saman megnasti misskilningur. Það er ekki nauðsynlegt að vera rikur eða mikill eða voldugur til þess að vera lífsglaður. Lífsglaði maður- ixm er lánssami maðurinn. Gleðin er hinn löggilti gjaldmiðill sálar. Gleðin er auðlegð. Fyrir nokkru stóð ég við gröf gamla Napóleons — það var stórfögur grafhvelf- ing gulli slegin, er sómdi dauðum dýrð- ling — og ég einblíndi á kistuna, sem var úr sjaldgæfum marmara, þar sem hvíldu seinustu leifar þessa eirðarlausa manns. 30 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.