Akranes - 01.01.1959, Síða 12
yfir 40 stiga hita, tvö eða þrjú undanfarin
dægur.
Frúin kom með meðölin, lyfsalinn leit
á þau og hvíslaði því að konu sinni, að
eina tegundina ætti ég að fá enn og
væri hama að fá í lyfjabúðinni niðri. Fór
hún svo þangað með listann og ég á eftir
henni um sömu dyr sem ég kom. Kvaddi
þennan góða vin minn og bjóst ekki við að
sjá hann aftur í þessu lífi. Kona hans hafði
farið úr stofunni fram í lyfjabúðina og
lokið erindi sínu. Þótti mér leitt að geta
ekki kvatt hana og þakkað henni. — Með-
an ég beið þarna eftir afgreiðslu, sé að við
hlið mér stendur Sigurjón Jónsson, sem þá
hafði verið með mér um nokkurra vikna
skeið í Landshankanum. Hann bjó við
Skólavörðustíg 6 (?) og var nú að leggja
af stað heim til sín.
„Við getum orðið samferða“, sagði ég,
„því að ég fer sömu leið. Hver er veikur
hjá yður og hvaða lyf eruð þér að sækja?“
„Svefnmeðöl handa konunni minni.
Hún hefir ekki getað sofnað eitt einasta
augnablik nú í 5 dægur; þetta er 6. dægr-
ið og ef þessi meðöl ekki duga í nótt, ætlar
læknirinn að sprauta hana með svefnlyfi".
Ég þekkti árangurinn af þessum spraut-
irm og sagði við Sigurjón í leiðinni upp
eftir:
„Viljið þér nú ekki verða mér samferða
til hans Isólfs bróður míns og heyra hvað
hann segir um veikindi konu yðar. Hann
hefir einmitt hjálpað mörgum, sem feng-
ið hafa langvarandi svefnleysi og læknarn-
ir hafa verið komnir á fremsta hlunn með
að sprauta. Ég verð yður svo samferða
niður eftir aftur og þarf ekki að standa
neitt við; aðeins skila meðölunum“.
Sigurjón var tregur til þess að fara
lengra upp eftir Skólavörðustígnum en
heim til sín, en harst eins og í leiðslu og
ósjálfrátt unz við vorum komnir svo langt,
að hann sá að litlu munaði.
Við komum inn til Isólfs. Hann var að
ljúka við að afgreiða mann einn og konu.
Klukkan var þá 10 minútur gengin í tólf.
Ég skilaði lyfjunum og sagði: „Jæja, héma
koma nú glösin", (og sagði honum með
fám orðum hvemig mér hefði gengið).
Var hann þá fljótur til að segja:
„Fékkstu þau öll?“ (þ. e. meðölin), og
sagði ég að svo væri. Varð hann þá glaður
við og sagði: „Það var gott! Mig hefir vant-
að þau mjög bagalega“.
„Jæja“, sagði ég, „en það er nú maður
með mér, sem mig langar til að hafi tal
af þér. Hann var mér samferða neðan úr
Apóteki og var að fá svefnlyf handa kon-
xmni sinni, því hún hefir ekki getað blund-
að í 5 dægur; það er 6. dægrið í nótt“.
Tekur Isólfur þessu fálega og segir:
„Það er þýðingarlaust fyrir hann að tala
við mig, ég get ekki hjálpað kcnunni, þvi
mín meðöl eiga enga samstöðu með lyfj-
um læknanna; það verða að líða a. m. k.
tveir dagar frá því að menn hætta að nota
þau þangað til mín meðöl geta „verkað“
nokkuð. Hann verður að nota þau sem
hann er með“.
„Jæja, en viltu samt ekki tala við mann-
inn, ég dró hann hingað með mér!“
„Það hefðirðu ekki átt að gera. — Ég
tala ekkert við hann!“
Sá ég þá, að ísólfur fór að föndra við
tvö glös og staldraði ég því við fáein augna-
blik, þótt ég sæi, að hann mundi ekki sinna
Sigurjóni, sem beið framm í forstofunni.
Varð ísólfur svo samferða mér þangað,
snýr sér að Sigurjóni og segir:
„Eruð það þér, sem fylgdust með homnn
Jóni hingað“. Sigurjón kvað já við því.
„Jæja, hann (Jón) var að biðja mig um
meðöl handa konunni yðar, en segir, að
þér séuð með svefnmeðöl handa henni frá
lækni. Hér eru nú tvö glös, sem ég læt
yður fá fyrir beiðni Jóns, en ef þér notið
þau, þá tek ég það fram við yður — og bið
12
AKRANES