Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 15
en Ingvar sagði, „að hann væri nú bráð-
um orðinn góður“.
„Hvað er þetta!“ segir Isólfur, „geng-
ur þeim svona seint, læknunum, að lækna
kal, að það tekur 8—9 vikur? — Ég held
að það megi lækna að fullu á jafnmörg-
mn dögum“.
Varð ég þá undrandi nokkuð og spyr:
„Á 8—9 dögum? Hefir þér tekizt það, eða
hefirðu reynslu fyrir þessu?“
„Já, ég hefi talsverða reynslu fyrir þvi:
Það eru ekki nema fáir dagar, síðan konan
hans Wilhelms gamla Schram fékk fulla
bót við fúasári á fæti, er hún hafði haft
um mörg ár, og er hún þó öldruð orðin.
En er Eyvindur ekki ungur maður?“
„Fúasár?“ spyr ég, „en er það ek.ki allt
annað en kal?“
„Jú, að vísu, en lækningin við hvoru
tveggja getur verið hin sama“.
„Hvers konar lækning er það, og er
hún ekki vandasöm?“
„Nei, auðveld mjög, ef rétt er að farið,
og það geta allir gert“.
„Hvaða meðöl eða ráð hefir þú notað?“
„Það er að hafa amicu tínetur, og
blanda hana rétt, því sé hún of sterk,
brennir hún, en sé hún of veik, feygir
hún“.
„Þú segir, að þetta geti allir; ekki kynni
ég að blanda þetta svo, að rétt væri, en ef
mér tækist það, hvað ætti ég svo að gera?“
„Þú gætir fengið rétta tilsögn um þetta
hjá þeim sem kann það, siðan hellir þú
arnicu tínetrmni í sárið og sverfir alabast-
mrsstein, sem þú lætur einnig í sárið og
bindur um. Að 7—8 dögum liðnum á ég
von á, að allt sé vel gróið. Svona hefir mér
reynzt það og einnig nú við frú Schram:
Sárið, sem var á fæti hennar fyrir rúmri
viku síðan og hún hefir enga bót við feng-
ið áður um fjölda mörg ár, er nú gróið
svo, að þar sjást þess engin merki að neitt
sár hafi verið“.
„Hvaðan fær maður alabasturstein?“
spurði ég.
„Hann má víða fá, ég fæ hann oftast
ágætan frá Vestmannaeyjum og nota
hann mikið við fúa- og kalsár, og það
gefst mér nú svona“.
„Hví nota læknar ekki þessi ráð, eða
gera þeir það?“
„Nei, ég veit það reyndar ekki, en gjöri
ráð fyrir, að þeir þekki þau ekki, og noti
sín meðöl og sínar aðferðir við þessu sem
öðru og gefst eflaust vel, en það er sein-
virkt og dugar stundum ekki til neins
gagns".
Þannig var samtal okkar um þetta at-
riði, en þau voru mörg, sem hann fræddi
mig um, of mörg til þess að ég muni þau
öll, eða telji þörf á að geta þeirra frekar.
En öll voru þau þannig, að ég sannfærðist
um það æ hetur, hversu hér var um ó-
venjulegan mann að ræða, einnig á þess-
um sviðum: gjörathugulan, hugvitssamam
og hugsandi ávallt um að hjálpa með ráð-
um og dáðum, ekki sökum eigingirni, met-
orða eða með miklu fjasi, þvi allt var þetta
ísólfi fjarri skapi, enda mátti segja, að
hann gæfi meðöl sín og ráð, en seldi e"kki.
Hann tók oftast 1 eða 2 krónur fyrir glas-
ið og fékkst lítt um hvort borgað var eða
ekki. Hitt gekk homnn nær, að fjöldi
manma leitaði til hans og fengu góðan
bata við það og oftast fullan, án þess að
þeir létu á sér heyra eða skilja hvort þeim
þætti betur eða verr, hvað þá að þeir hin-
ir sömu greiddu lionum einn eyri hvað þá
meira. En sárast famns honum, þótt sjald-
an hefði hann orð á því, að mernn þessir
höfðu oft leitað lækna áður en þeir komu
til Isólfs, án þess að þeir geti nokkuð að
gert, en þökkuðu þeim, læknunum það
einum, að þaðam hefðu þeir fengið lækn-
imgxma, en alls ekki frá honum. Það var
þvi eigi að undra, að þvilíkur maður, sem
ísólfur var, viðkvæmur í lund og velvilj-
AKRANES
15