Akranes - 01.01.1959, Síða 16
aður, finndi vanþakklætisvott í þessu og
ranglæti, einkum þegar hann vissi, að
svo herfilega var brotið á móti sannleik-
anum og reynslu maxmanna sjálfra, sem
einnig vissu, engu síður en hann, að hjálp-
in kom frá honum en ekki læknunum.
Hins má aftur á móti með sanni geta, að
margir — já, ótal margir — voru Isólfi
þakklátir mjög og sáu það við hann. Þeir
elskuðu hann og virtu. Svo var um mig,
og mitt heimili, að þótt ég hefði engan
skyldleika við hann haft — en ég var nú
bróðir hans — þá notaði ég sjaldam annan
lækni en hann, nema um mikil meiðsl
og þvi um líkt væri að ræða. Ég og heim-
ih mitt allt eigum því, eins og margir aðr-
ir, um sárt að binda að hafa misst hann
og fá eigi framar að njóta manngæzku
hans og mörgu góðu ráða við sérhverju
því, er að veikindum laut alla þá tíð, er
hans naut við, og þykist ég aldrei hafa
goldið honum að fullu, þótt ég hins vegar
viti, að aðrir hafi eigi betur við hann gert,
enda var hann ávallt þakklátur mér, þótt
fá orð hefði hann um það.
1 sambandi við þetta vil ég geta þess,
að kona ísólfs var honum góð kona, sem
virti hann og elskaði að maklegleikum,
þrátt fyrir það, þótt hann væri eigi opin-
skárri um hugsanir sinar og fyrirætlanir
við hana en aðra. Hann var of dulur i
skapi, oftast sokkinn niðm- í eigin hugsan-
ir, sem honum mun eigi aðrir hafa getað
bætt um.
ísólfur var þó, þrátt fyrir það, hversu
dulur hann var og fáskiptinn, alls eng-
inn þumbari né vanstillingamaður; hann
var glaðlega sinnaður, hóflega gamansam-
ur og glaðlegur, fróður um fjölmargt það,
er aðrir vissu lítil deili á, því hann las
mikið og mundi vel og svo hugsandi um
það og annað er fyrir augu bar, að liann
virtist oft annars hugar. Væri á hann
yrt, var það oft svo sem hann „kæmi af
fjöllum", og hefði ekki áttað .sig á því sem
um var að vera eða ræða í það og það
skiptið. Einkenni þessi höfðu fylgt honum
alla hans ævi og frá bamæsku, enda leið
hann mikið sem barn, vegna höfuðveiki,
svo að blóð og vessar gengu út úr eyrum
hans og var hann þvi ávallt heyrnarsljór,
en augu hafði hann og sjón í bezta lagi.
Meðal annars þess, er ísólfur sökkti sér
niður í, var sönglistin, og samdi hann,
einkum eftir hálfþrítugsaldur sinn, fjölda
smálaga og lýsa þau flest geðslagi hans,
glöðu, björtu, em þó innilega viðkvæmu.
Trúmaður mun hann hafa verið, betri og
meiri en ég eða aðrir höfðu hugmynd um,
því að hann mátti aldrei neitt ]jótt heyra
eða sjá og orðvarari mann veit ég ekki,
né heldur friðsamari. í stómeðum og
þjarki gat hann ekki staðið. Hann vildi
heldur líða en stríða.
Þá vil ég minmast á uppfinningar Isólfs,
þær, sem ég veit eða vissi'um, þó vitneskja
mín um þær væri takmörkuð.
Isólfur fann upp nýja tegund neta-
steins, kostaði mörgum hundruðum króna
til þess að fá einkaleyfi fyrir þeim. Þeir
þóttu ágætir og seldust vel. Einkaleyfið og
öll skjöl voru í bezta lagi og lét hann þau
öll fara í stjórnarráðið til tryggingar þess,
að allt væri í lagi, eins og lög sögðu fyrir
um. En einkaleyfið var brotið.
Þá var önnur uppfinning Isólfs, að hami
bjó til togaravörpu, sem færa mátti til í
sjómnn, upp og niður, með lítilli fyrir-
höfn, svo að með henni mátti veiða síld
og hvem annan fisk, hvort sem hann hélt
sig hátt eða lágt í sjónum. Helzti hjálpar-
og styrktarmaður í þessu efni var holl-
vinur hans, Jóhannes Bjamason skipstjóri,
einn hinna mætustu manna og þaulreynd-
asti skipstjóri á þilskipum og togurum.
Varð Jóhannes þegar svo hrifinn af þess-
ari nýjung, að hann fór með Isólfi hverja
ferðina eftir aðra hér út i flóann og sund-
16
AKRANES