Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 17
in, en skipakostur þeirra var jafnan af
skomimi skammti. Loks kom Jóhannes
þvi til leiðar, að skip Guðmundar Jóns-
sonar á Reykjum, þá er það var við land-
helgisgæzlu (Skallagrímur?) var fengið
til þess að reyna vörpu þessa, en það gat
eigi orðið ncma einu sinni, þvi skipið var
losað úr landhelgisgæzlunni fyrr en nokk-
urn varði og urðu þeir því að hætta við til-
raunir sínar. Hafði Guðmundi Jónssyni
litizt vel á veiðiáhald þetta og talið það til
mikilla framfara, ef notað yrði, enda
„starfaði" það samkvæmt því sem Isólf-
ur hafði ætlað því að gera, og má nærri
geta hversu mikil framför hefði getað af
þvi orðið, að geta t. d. náð síldinni hvar
sem var, jafnvel fáum föðmum undir yf-
irborði og þótt sjór væri eigi sléttur. Hér
strandaði enn á fátækt Isólfs og áhuga-
leysi útgerðarmanna, enda mun þeim o. fl.
eigi hafa verið nægilega ljóst, hversu mik-
il framför væri í þessu. Hvað um upp-
finningu þessa varð síðan, veit ég ekki
og hefir það mál, sem önnur fleiri, fallið
í gleymsku, enda man ég ekki til þess að
ég innti Isólf eftir þessu hin síðari ár, og
játa ég yfirsjón mína í þessu efni gagn-
vart honum, sem mörgu öðru. Nú iðrast
ég þess alls.
Enn var það ein uppfinning Isólfs, sem
ég imdraðist mjög, en það var samsetning
efna, er hiti og kuldi höfðu þau áhrif á,
að áhaldið sagði til um það, ef hiti t. d.
í herbergi eða húsi steig um 2—3 stig.
Áhald þetta var einfalt mjög, var hand-
hægt og ódýrt mjög (2—3 aura) og reyndi
hann það einu sinni í viðurvist minni og
annars manns. Hann reyndi það þá þann-
ig: í herberginu var 10 stiga hiti. Nú var
það hitað upp í 14 stig, síðan í 18 stig, þá
í 26 stig og loks upp í 34 stig (öll á Cel-
sius) og stillti Isólfur áhaldið í öll skiptin
svo áður en hitabreytingin varð, að það
skyldi gera aðvart rnn það, hér um bil í
þvi stigi sem því var ætlað er að því kom,
að hitinn í herberginu næði því stigi, sem
fyrir fram var tilætlazt og reyndist þetta
svo, að á 14 stiga merkinu gerði það vart
við sig á 15. stigi; á 18 stiga merkinu varð
það nákvæmlega á hitastigunum 26 og 34.
Hvað átti áhaldið að gefa til kynna og
á hvern veg?
Áhaldið átti að standa í sambandi við
hringingaráhald: Efnið leystist í sundur
við hið ákveðna hitastig, féll þá lóð eða
steinn eða annað áhald niður á arrnað
áhald (plötu), sem samstundis merkti við
rafþræði, er stóðu í sambandi við liringing-
aráhald í öðru herbergi eða húsi, svo nærri
eða fjarri sem vera vildi.
Dæmi: Menn sofa á lofti í húsi; niðri
í húsinu eru 10 stig, en um nóttina kvikn-
ar í húsinu og hitinn verður brátt 14—
15 stig. Áhaldið gefur þetta til kynna með
hringingu í svefnherberginu og sjá þeir,
sem þar sofa, að óeðlilegur hiti er í her-
bergi því, sem áhaldið er í, og ekki átti
að vera hlýrra en 10 stig; hitinn þar er
kominn upp í 14—15 stig, eða meira eins
og áður segir. Er þá sýnilegt, að þar er
ekki allt með felldu.
Þannig mátti reyna áhald þetta á hvaða
hitastigi sem var írá o—go stig eða jafn-
vel fleiri stig.
Hversu mikið öryggi í þessu var fólgið
og jafnframt áhrif á brunabótagjöld öll,
má nærri geta að hefðu getað orðið mikil,
en hér fór sem áður, að þetta mun hafa
fallið niður og hugmyndin um þetta í
gröfina með höfundinum. Um samsetning-
una vissi ég ekki svo vel, að ég geti lýst
henni rétt, enda tilgangslaust nú, en hitt
veit ég, að hún var einföld mjög og ódýr.
Loks vil ég geta þess, að ísólfur fann
upp áhald eitt er margfaldaði vatnsafl í
straumlygnu vatni svo, að harui varð 10-
faldur 100-faldur og jafnvel 1000-faldur.
Áhaldið mátti nota þótt engin vatnsfall-
AKRANES
17