Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 18
andi straumur væri, enginn foss o. s. frv.
og gat þvi knúið fram vélaafl, eins og um
stóran foss væri að ræða. Þetta var einnig
einfalt og ódýrt, en ég hirði eigi um að
lýsa þvi frekar, né þvi máli yfir höfuð að
öðru leyti en því, að hann mun hafa
reynt áhaldið í ölfusá og Þjórsá, þar sem
straumurinm líður hægt fram og að það
reyndist alveg eins og hann ætlaðist til.
Ýmislegt fleira hafði Isólfur á prjón-
unum annað en þetta; voru það áhöld til
þess ætluð að létta mönnum vinnu, m.a.
vefstóll, sláttuvél og róðrarvél, sem öll
voru frumstæð og gjörólík öðrum áhöld-
um af þessu tagi.
En hvernig var nú lundarfar og inn-
ræti þessa ágæta manns?
Lundarfar hams var góðlymdi og still-
ing. Ég sá hann aldrei reiðast, heyrði
hann aldrei segja neitt ljótt orð né heldur
leggja neitt illt orð til nokkurs manns, en
hann var tortrygginn þannig, að svo virt-
ist, að hann byggist ekki ávallt við hinu
bezta af annarra hálfu og hefir hann ef-
laust haft ástæðu til þess og reynslu
nokkra, engu síðtn en aðrir; stundum
fanmst mér hann vera um of var um sig
og láta sér falla ýmislegt það þungt, sem
hann átti við að etja. Var það vitanlega
fátæktin og erfiðleikarnir í því, að koma
því í framkvæmd sem hann var að sýsla
með, en aldrei lét hann á þessu bera, og
væri einhver honum innan handar eða
sýndi honum hjálpsemi, var hann þeim
hinum sama hjartanlega þakklátur og
glejondi þvi aldrei: þóttist enda aldrei
geta fulllaunað það, þótt lítið væri.
Það var oft að ég sá hann áhyggjufull-
an, en af hverju vissi ég ekki, og ef ég
spurði hanm hvað það væri, sagði hann:
„Það er ekkert, en lagast bráðum“. Ef ég
svo spurði hamn: „Get ég nokkuð hjálpað
þér?“ Var þá eins og hann vaknaði af
draumi, glaðnaði við og sagði: „Þakka þér
fyrir; jú, ég þarf að borga . . . ., en vant-
ar dálitið til þess í bili“.
Innræti hans var áreiðanlega gott og
göfugt. Hann mátti ekkert aumt sjá og
því síður vamm sitt vita, og var strangur
mjög við sjálfan sig. Aldrei vissi ég til
þess að hann bragðaði vin eða tóbak, og
þótt hann vissi, að ég gerði það, talaði
hann aldrei neitt um það, og hvað tóbaks-
nautn mína áhrærði — en hún hefir ávallt
verið helzt til mikil — bar oft svo við, að
þegar ég leitaði læknisráða hans, sagði
hann aðeins þetta: „Heldurðu ekki að þú
gætir hætt að reykja meðan þú ert svona;
það væri hollara fyrir þig“. — Vímnautn
mín náði aldrei lengur en til tvitugsaldurs,
en þá var hanm aðeins 15—16 ára að aldri
og hafði engin afskiþti af mér né ég af
honum i þessum efnum, enda urðum við
þá báðir bindindismenn (4. okt. 1885 og
ávallt síðan), en hvorugur okkar þó nein-
ir ofstækismenn eða afskiptasamir mjög
í annarra garð í þeim efnum. Hann varð
brátt áhugasamur ungtemplar, söngiðk-
andi og dáður mjög fyrir dagfarsprýði,
létta lund og lífsgleði, eins og Bjarni bróð-
ir okkar-
Allt það, er ég hefi ritað hér um þenn-
an bróður minn, er svo satt og rétt, sem
ég veit það fyrir guði og samvizku mimni
sannast vera, án tillits til þess, að við
vorum svo nákomnir að skyldleika, sem við
vorum, enda veit ég, að honum hefði sízt
verið þægð í því að vera oflofi borinn.
Það var eitt málefni eða öllu heldur fé-
lag, sem Isólfur hafði hinar mestu mætur
á, það var Erimúrarafélagið. Þar voru og
beztu vinir hans, einkum Guðmundur
Loftsson o.fl. og þar var hann tíður gestur
á fundum, enda vann þvi félagi margt
gott og þarft starf, m, a. tónsmíðar og
höfðu vist allir félagsmenn hans þar mikl-
ar mætur á homum.
JÖN PÁLSSON.
18
A K R A N E S