Akranes - 01.01.1959, Page 20
voru ríkir þættir í lífi hennar og starfi,
innan heimilisins sem utan.
Með hliðsjón af hinu ytra umhverfi, og
hinum andlegu uppeldisáhrifum, eigum
við auðveldara með að skilja skapgerð Pét-
urs Magnússonar, viðmót hans og viðhorf
til manna og málefna. Hann var þegar á
unga aldri mótaður af fegurð og mikil-
fengleik umhverfisins. Þegar hann var
kominn til vits og ára, var skapgerð hans
mótuð af tign og traustleika, sem fékk
vaxtarmátt og næringu í hollri heiman-
fylgju, þar sem uppistaðan var ráðdeild
og raunsæi, en ívafið umburðarlyndi og
hjartahlýja upplýst af kristinni trú og
kristilegu siðgæði, sem aldrei fellur úr
gildi. Eðliskostir hinna mikilhæfu Gils-
bakkahjóna runnu saman í sterkan streng
í eðlsfari Péturs Magnússonar. Hinir
miklu mannkostir hans hafa ekki aðeins
orðið sjálfum honum og hans nánustu til
farsældar, heldur hafa þeir og orðið til að
móta all verulega menn og málefni sam-
tíðar hans. Líf Péturs Magnússonar sýndi
skilmerkilega, hvernig umhverfið, heimil
ið og góð aðbúð getur haft mikilvæg áhrif
á líf manna, viðhhorf þeirra og viðfangs-
efni. Gilsbakkaheimilið var sannkallað
menningarsetur í sinni sveit. Þar fengu
ýmsir leiðandi menn þjóðarinnar undir-
búning undir skólagöngu, og lagði þvi
séra Magnús grundvöllinn að athafnalífi
þeirra af kostgæfni og ötulleik. Hjá því
fór því ekki, að Pétur Magnússon fengi
þann undirbúning undir lífið, sem gerði
hann einn hinn þarfasta mann okkar fá-
mennu þjóðar. Það var þvi ekki nema
eðlilegt, að hann legði út á menntabraut-
ina.
Að loknu stúdentsprófi, lagði Pétur
Magnússon fyrir sig lögfræðinám og lauk
hann því 1915. Gerðist hann þá starfs-
maður Landshanka Islands og gegndi því
starfi til 1920. Þá tók hann að sinna mál-
færslu, og var hæstaréttarlögmaður um
20 ára skeið. Hann var framkvæmdastjóri
Ræktunarsjóðs og hankastjóri Búnaðar-
bankans frá 1924—1937. Bankastjóri
Landsbanka Islands var hann frá 1941—
1944, og aftur frá haustinu 1947 til dauða
dags. Hann var alþingismaður óslitið frá
1930, og fjármála-, viðskipta- og landbún-
aðarráðherra frá því í október 1944 þar til
í febrúar 1947. 1 miðstjóm Sjálfstæðis-
flokksins átti hann sæti frá 1932. Auk þess
sem hér er talið, átti Pétur sæti í mörg-
um mikilvægum nefndum um hin marg-
víslegustu efni.
Árið 1916 kvæntist Pétur ágætri konu,
Þórunni Ingihjörgu Guðmundsdóttur, gull-
smiðs í Reykjavík. Heimili þeirra var frá-
bært að gestrisni, höfðingsskap og myndar
brag. Þau hjón eignuðust eftirtalin 8
böm:
1. Magnús, forstöðumaður, Reykjavík,
kvæntur Sigríði Jónsdóttur.
2. Guðmundur, hæstaréttarlögmaður,
kvæntur Sigríði Níelsdóttur, Reykja-
vik.
3. Sigríður, húsfreyja, gift Lars Faaberg
siglingafræðingi, Stokkhólmi.
4. Ásgeir, lögfræðingur, deildarstjóri í
Stjórnarráðinu, kvæntur Sigrúnu
Hannesdóttur, Reykjavík.
5. Andrés, forstjóri bæjarútgerðar Akur-
eyrar, kvæntur Svanhviti Reynisdótt-
ur, Akureyri.
6. Stefán, lögfræðingur, kvæntur Bryn-
dísi Einarsdóttur, Reykjavík.
7. Þorbjörg, húsfreyja, gift Kjartani Jóns-
syni lögfræðing og bónda, Guðna-
bakka, Mýrasýslu.
8. Pétur, forstjóri, kvæntur Erlu
Tryggvadóttur, Reykjavík.
Gimnar, skrifstofumaður (utan hjóna-
bands), kvæntur, Reykjavík.
Það er eigi ætíð fullkominn mælikvarði
á hæfni manna hve mörgum störfum þeir
20
AKRANES