Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 21

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 21
gegna samtímis, né heldur ævilangt. Kem- ur þar margt til greina: Framgirni, fjár- græðgi, pólitízkur ávinningur og klíku- skapur í ótal myndum. Engu slíku var til að dreifa í samhandi við Pétur Magn- ússon. Hvorki metorð, völd né fjárhagsleg- ur ávimiingur freistaði hans nokkru sinni. Hann var eftirsóttur til starfa og því meir sem hann eltist. Samstarfsmenn hans, og þeir, sem njóta áttu, sáu, að eigi varð betur fyrir séð. Það sýnir hins vegar vel hófsemi hans, að hann færðist jafnan und- an meiri veg og vanda, og taldi ýmsa aðra hæfari en hann sjálfan til að rækja þau störf, sem gengið var eftir honum að taka að sér. f þessu fámenna landi, þar sem hver þekkir annan, og þar sem flokkamir hafa háð hjaðningavig, svo að likja má við pólitízka Stinlungaöld, var eins og Pétur væri innan vébanda, sem enginn áræddi að óvirða. Hinir hatrömmustu andstæð- ingar flokks hans lögðust aldrei eins lágt um val vopna, er sótt var á hendur Pétri. Pétur var í skapgerð allrí, háttsemi og vinnubrögðum, óvenjulegur maður. Skap- festan var mótuð af mannkærleika. Hin illu og óréttmætu sjónarmið varð fyrst og fremst að útiloka í hráð og lengd. Hann var einn þeirra fáu manna sem sagt verður um með sanni, að ekki megi vamm sitt vita. Sókn hans og vöm í hverju máli var fyrst og fremst mótað af þessum glæstu dyggðum, sem aldrei munu undir lok líða: Mannúð og réttlæti. Dagleg störf hans vom og miðuð við þetta sjónarmið. Þrátt fyrir hægð og yfirlætisleysi Péturs, hlaut athygli manna að beinast að þessum gáfu- lega gæðamanni, og þá ekki siður vegna festu og traustleikans, sem samgróinn var persónunni. Við nánari kynni drógust menn því að honum og dáðu hann æ því meir sem kynnin urðu meiri, enda varð vináttan frá Péturs hendi traust og óhagg- anleg. Til slikj’a manna var gott að leita ráða, vinna með þeim og njóta göfg- andi áhrifa þeirra. Slíkum mönnum þarf að ýta fram til athafna og áhrifa í æðstu stöður þjóðfélagsins, en halda að sama skapi aftur af hinum, sem nota hvert tæki- færi til að ota sjálfum sér fram í eigin- hagsmunaskyni. 1 öllu lífi sínu bar Pétur hinu andlega og sýnilega umhverfi hið fegursta vitni. Hann skapaði öðrum fordæmi í hugsun orðmn og æði. Þess gætti jafnt meðal vina sem vandalausra, við hvers kyns störf, í sókn eða vöm, utan réttar og iirnan. Þing- ræður hans bera þess glögg merki, hve umhugað honum var um að finna rétta lausn í hverju máli. Hann úthýsti alger lega og útilokaði alla áreitni og agnúa, sem gátu orðið til að glepja mönnum sýn á hinum sanna kjama málsins og réttu lausn. Þannig var hann ætíð og í öllum efnum samkvæmur sjálfum sér og sívak- andi yfir þessu aðalsmerki göfugra manna. Pétur Magnússon var maður hógværð- arinnar. Hann har í hrjósti hugarró og festu, sem grundvölluð var á trú þeirri og lífsspeki, er homnn var innrætt í æsku. Þegar hann sá, hvað verða vildi, æðraðist hann eigi. 1 síðasta vinarbréfinu, er hann skrifaði frá Ameríku, segir hann: „Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt“. Þegar hann vissi, að hann var að leggja upp í hina hinztu för, tók hami sér i munn þessi gullvægu orð hins mikla skálds þjáningarinnar. En í þessari síðustu til- vitnun hans birtist æðmleysi þroskaðrar sálar, sem skilur hin æðstu sannindi, sem aldrei verða þó fullskýrð eða skilin. Þessi mæti maður hefur nú gengið ver- aldarveginn á enda. Hann hefur lokið störfum sínum á þessum vettvangi mann- legs lífs. Þegar litið er yfir hið athafna- sama lif hans, sést þar eigi blettur né skuggi, sem kastað geti rýrð á minningu AKRANES 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.