Akranes - 01.01.1959, Síða 25
an árangur einnig að þessu leyti. öll er-
um við böm Adams og Evu, en fagnaðar-
boðskapurinn um eilífa náð og miskunn
drottins nær einnig til þjóna hans. Sumir
þeirra, sem ráða yfir mikilli kímnigáfu,
kimna vel að segja góðar sögur um starfs-
bræður sína sem þóttu brokkgengir í
fyrstu, en urðu síðar meir allt að því heil-
agir menn.
Heyrir þetta þó frekar til undantekn-
inga, einkum í seinni tíð. Flestir prestar
okkar eru mætir og grandvarir menn þeg-
ar í upphafi vegar.
Starfa þeir oft á tíðum einnig mikið að
uppfræðslu sóknarbama sinna, skíra þau,
ferma og gifta, og vinna ötullega í þágu
menningar- og framfaramála. Þeir em
því alls góðs maklegir af hálfu sóknar-
barna sinna, og þá ekki sízt þess, að þau
sæki vel guðsþjónustur þeirra. Ekki er
léleg kirkjusókn samt eingöngu að kenna
áhuga- og sinnuleysi safnaðanna.
Safnaðarstarf fríkirkna stendur yfirleitt
með miklu meiri blóma en safnaðarstarf
ríkiskirknanna, hvar sem er í heimi, og þó
einkum hér á Norðurlöndum. Söfnuðir
fríkirkna sjá yfirleitt prestum sínvim og
kirkjum prýðilega farborða nú orðið, og
sú ábyrgð, sem þvi fylgir, styrkir betur
en nokkuð annað safnaðarstarfið og þjapp-
ar söfnuðinum saman í þróttmikla lífræna
heild. Frikirkjm-nar em frjálsar og óháð-
ar ríkisvaldi eða öðrum jarðneskum ytri
öflrnn. Þær eru upp yfir það hafnar og
eiga eðli sínu samkvæmt að vera það.
Ríkiskirkjur hafa óbeinlínis lýst van-
trausti á söfnuði sína og skapara með því
að ganga á mála hjá ríkisvaldinu. Árang-
urinn hefur orðið sá, að söfnuðimir hafa
gerzt svo fráhverfir, að viða er ekki leng-
ur um neinn fastmótaðan söfnuð að ræða.
1 stað hans er aðeins strjálingur af mið-
aldra og gömlu fólki, sundurlaust og á-
hugalítið um safnaðarstarfið. Bemm þetta
saman við söfnuði fríkirkna hér á landi,
Óháða söfnuðinn, Fríkirkjuna, Aðventista,
Kaþólikka og Hvítasunnusöfnuðinn.
Eða fríkirkjur erlendis þar sem kirkju-
sókn á hverjum sunnudegi er um 80—90
af hundraði allra safnaðarmeðlima, og
söfnuðimir starfa reglubundið í hverri
viku í mörgum deildum. Undirstaða þeirra
eru sunnudagaskólarnir, bamadeildimar,
enda afar mikill áhugi fyrir þeim og mik-
il rækt lögð við þá. Árangurinn af þeirri
starfsemi kemur í ljós sem aukin kirkju-
sókn strax eftir 3—5 ár.
Hin frjálsu samskot, og tíundin sem
viðast hvar er frádráttarhæf og skattfrjáls,
og á að vera það, verða síður en svo til
þess að gera safnaðarfólkið fráhverft kirkj-
unni. Flestum finnst það, sem þeir fá
fyrir ekki neitt, vera einskis virði. Gjöf
skal gjalda, ekki síður þegar um hin mestu
andlegu verðmæti er að ræða. Nægir þá
ekki að láta einn mann standa hálf-
skömmustulegan með bauk, eða láta bauk-
inn jafnvel standa mannlausan frammi
við anddyrið, í þeirri veiku von að ein-
hverjir í söfnuðinum laumi svolitlu í hann
af náð sinni. Betra er að láta samskota
bauidnn ganga fyrir hvem einstakan, í
fullu trausti og tilætlan þess, að allir láti
þakkarfórn eða jafnvel fulla tíund af
hendi rakna. Þakkarfórnin og tíundin er
ein af innstu máttarstoðum trúarinnar og
hefur bæði augljóst og dulið gildi.
Hver einstakur safnaðarmeðlimur ætti
að taka persónulegan þótt í sjálfri guðs-
þjónustunni. Kirkjukórinn á ekki að þurfa
að syngja sálmana einn. Hlutverk hans
er það að vera öflugur forsöngvari og
visa örugglega leiðina á brautum söngsins,
en það er sjálfur söfnuðurinn, sem á að
bera uppi sönginn að mestu leyti.
Flestir safnaðarmeðlimir og kirkjugestir
geta vel sungið sálmana og tekið undir
tónið og eiga að gera það. Þeir, sem lag-
AKRANES
25