Akranes - 01.01.1959, Síða 27

Akranes - 01.01.1959, Síða 27
undarma er hægfara og mótast að veru- legu leyti af umhverfi þeirra. Samkvæmt síð'ustu fornleifafundum er talið að menm hafi lifað hér á jörðu a. m. k. 10 milljónir ára. Þá voru þeir, sem næst algerar skepn- ur á örlítið hærra stigi en náfrændur þeirra aparnir. Þau tvö þúsund ár, sem kristindómurinn hefur haft áhrif á mann- kynið, er ekki nema örlítið brot af 1 millj- ónum ára. Nákvæmlega útreiknað mun það vera einn fimmþúsundasti partur af allri æfilengd mannkynsins eftir þtd sem við komumst næst i dag. Omögulegt er að neita þvi, að menn hafa orðið ótnilega mikið mamiúðlegri á þessum tvö þúsund árum. Sýna þetta bezt heilbrigðismálin, tryggingamar, mildari dómar, gagnkvæm eða einhliða efnahags- og annars konar aðstoð og hjálp, svo að fátt eitt sé nefnt. Vitanlega em ennþá margir einstaklingar og heilar þjóðir sem súrdeig hinn a'ðri trúarbragða hafa ekki fengið að verka á, eða engu getað breytt enn sem komið er. Þó að ytra umhverfi dýrategundanna ráði miklu um þróun þeirra, ræður hið innra umhverfi mannsins ekki siður miklu um framþróun hans bæði sem einstakl- ings og sem þjóðarheildar. Það er ein- mitt hæfileikinn til þess að geta valið sér fyrirmynd og stefnt að henni þó hægfara sé, sem aðskilur mennina frá öðmm skepn- um jarðarinnar öðm fremur. Þau stefnu- hvörf verða oft öðmm öflum í lífi manns- ins sterkari, hvort heldur um er að ræða erfðaeiginleika, uppvaxtar og uppeldisleg skiljnði, ytri aðstaða eða meðfæddir hæfi- leikar. Dýrin hafa ekki og geta ekki sett sér nein stefnumörk. Mannkynið eitt get- ur sett sér hið háleita stefnumark a'ðstu trúarbragðanna, Kristsfyrinnyndina. Þá verðui- mannkynið ekki lengur háð þvi sem liðið er, þá verður stefna þess óhjá- kvæmilega mörkuð fram á við og upp á við. Samsöngur á vcgum Zónlistarfélagsins Þann 22. mar/. héldu Fóstbræður sam- söng í Bíóhöllinni á Akranesi undir stjórn Ragnars Bjömssonar, en undirleik ann- aðist Gísli Magnússon. Kórinn hafði auk- ið tilbreytni sína með því að hafa all- margar kvennaraddir. Var þvi i>æði um karlakór og blandaðan kór að ræða, enda allfrábrugðið jivi sem venjulega er. Laga- valið fór ekki aifaraleiðir og var í þvi mik- il fjölbreytni, er endaði á lokasöngnum úr ójierettunni Aida, eftir Verdi. Naut þar ekki livað sízt hin nákvæma og glæsilega stjórn söngstjórans, sem virðist hafa vald á söngfólkinu eins og snjall hljóðfæraleik- ari. — Einsöngvarar voru: Kristiim Halls- son og ítalinn Vincnezo Maria Demetz Einnig þeir Gunnar Kristinsson og Ás- geir Hallsson. Aðsókn var ágæt og undirtektir áheyr- enda lýstu vel hrifningu þeirra, }>vi að lófataki ætlaði aldrrei að linna og voru sungin aukalög. Söngstjóranum bárust blóm. t lok samsöngsins ávaipaði formaður Tónhstarfélagsins. Jón Sigmundsson, söng- stjóra, undirleikara og söngfólk og þakkaði komu þess til Akraness, isem telja mætti merkan tónlistarviðburð. — K.H. AKRANES ^7

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.